Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Drogba ekki tilbúinn að segja að þetta sé síðasti leikurinn hans

    Didier Drogba, framherji Chelsea, hefur ekkert viljað tjá sig um hvort að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í München í kvöld, verði síðasta leikurinn hans með Chelsea. Drogba er orðinn 34 ára gamall, samningur hann við enska félagið rennur út í sumar og Chelsea hefur ekki viljað gera við hann tveggja ára samning eins og Drogba sækist eftir.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hamann: Bayern mun ekki ráða við Drogba

    Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Bayern München, Liverpool og þýska landsliðsins, spáir því að Chelsea vinni Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun og ástæðan fyrir því sé Didier Drogba.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Geir spáir Bayern sigri

    Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, er staddur í München í Þýskalandi þar sem hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun á Stöð 2 Sport en þar mætast Bayern München og Chelsea. Hörður hitti Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og ræddi við hann um leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cristiano Ronaldo: Mourinho er betri en Sir Alex

    Cristiano Ronaldo heldur því fram að Jose Mourinho sé besti þjálfarinn í heimi. Ronaldo hefur farið lofsamlegum orðum um Mourinho eftir að Real Madrid endaði þriggja ára sigurgöngu Barcelona í spænsku deildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Robert Huth: Bayern vinnur Chelsea 3-1

    Þjóðverjinn Robert Huth, varnarmaður Stoke, var fenginn til þess að spá í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Bayern München og Chelsea sem fram fer í München á laugardaginn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lyon vann Meistaradeildina annað árið í röð

    Franska félagið Olympique Lyonnais tryggði sér sigur í Meistaradeild kvenna í fótbolta í kvöld með því að vinna 1. FFC Frankfurt 2-0 í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í München. Bæði mörk franska liðsins komu í fyrri hálfleiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    David Luiz og Cahill æfðu með Chelsea í dag

    Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, fékk góðar fréttir fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar miðverðirnir David Luiz og Gary Cahill fengu grænt ljóst og mega því fara að æfa á ný. Luiz og Cahill hafa ekki spilað undanfarnar vikur vegna meiðsla.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Royson Drenthe sakar Messi um kynþáttaníð

    Royson Drenthe, fyrrum leikmaður Real Madrid, hefur komið fram í sviðsljósið með ásakanir um kynþáttaníð á hendur besta knattspyrnumanni heims, Lionel Messi hjá Barcelona. Drenthe heldur því fram að Messi hafi kallaði hann "negro" eða "negra" í mörgum leikjum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Robben samdi við Bayern til ársins 2015

    Hollendingurinn Arjen Robben ætlar að spila áfram með þýska liðinu Bayern Munchen en hann gekk í dag frá nýjum samningi sem nær til ársins 2015. Robben hefur spilað með Bayern frá árinu 2009.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ballack: Bayern líklegra en Chelsea

    Micheal Ballack, fyrrverandi leikmaður Bayern München og Chelsea, segir Bayern hafa tilfinningalegt forskot fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, sem haldinn verður á heimavelli Bayern, þann 19. maí.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    UEFA gefur grænt ljós á að John Terry lyfti bikarnum á loft

    John Terry fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea er enn helsta fréttaefnið á Bretlandseyjum og víðar eftir að hann fékk rauða spjaldið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Barcelona frá Spáni. Chelsea leikur til úrslita gegn FC Bayern á heimavelli þýska liðsins í München þann 19. maí. Terry verður í leikbanni en í gær gaf UEFA það út að Terry geti tekið þátt í verðlaunaafhendingunni eftir leik fari svo að Chelsea verði Evrópumeistari.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Terry fengi ekki að taka á móti bikarnum í München

    John Terry fyrirliði enska liðsins Chelsea verður í leikbanni þegar liðið leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu þann 19. maí gegn FC Bayern München. Terry mun ekki fá leyfi til þess að sitja á varamannabekknum í leiknum og knattspyrnusamband Evrópu þarf að gefa sérstakt leyfi ef Terry á að fá að taka móti Meistaradeildarbikarnum í leiklok fari svo að Chelsea verði Evrópumeistari.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildarmörkin: Real Madrid - Bayern München

    Bayern München tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Real Madrid í vítaspyrnukeppni í æsispennandi viðureign í spænsku höfuðborginni í kvöld. Þorsteinn J. og gestir hans fóru ítarlega yfir leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Heynckes: Töfrum líkast

    Jupp Heynckes, gamalreyndi þjálfari Bayern München, var í skýjunum eftir að hans menn tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Schweinsteiger: Við erum búnir á því

    Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern München sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með því að skora úr fimmtu spyrnu liðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Real Madrid í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo: Okkar tími er kominn

    Cristiano Ronaldo er sannfærður um að Real Madrid geti unnið upp 2-1 forskot Bayern München frá fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni en seinni leikurinn fer fram í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Terry bað stuðningsmenn Chelsea og leikmenn afsökunar

    John Terry fyrirliði Chelsea bað stuðningsmenn liðsins afsökunar á hegðun sinni í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona í gærkvöld. Terry fékk rautt spjald í fyrri hálfleik fyrir brot gegn Alexis Sanchez og léku Englendingarnir því einum færri í um 55 mínútur. Chelsea náði með ótrúlegum hætti að tryggja sig áfram í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með því að ná 2-2 jafntefli og sigra 3-2 samanlagt.

    Fótbolti