

Keppni hinna bestu í Evrópu.
"Við ætluðum okkur að komast áfram í þessari keppni og því eru þetta mikil vonbrigði,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Vals, eftir ósigurinn í kvöld.
Cesc Fabregas mun ekki spila með Evrópumeisturum Barcelona næstu þrjár vikur eftir að hann tognaði aftan í læri á æfingu hjá spænska liðinu í gær. Fabregas er því kominn á meiðslalistann sem er nú orðinn nokkur myndarlegur.
Lionel Messi, varð í gær annar markahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi þegar hann skoraði tvö mörk í 5-0 sigri liðsins á BATE Borisov í Meistaradeildinni. Hann deilir nú öðru sætinu með Ladislau Kubala sem skoraði líka 194 mörk fyrir Barca á sínum tíma.
Jim Boyce, varaforseti FIFA, sparaði ekki yfirlýsingarnar þegar hann var spurður út í réttmæta refsingu fyrir Argentínumanninn Carlos Tevez sem neitaði að koma inn á í leik Manchester City og Bayern Munchen í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.
Arsenal-maðurinn Alex Oxlade-Chamberlain setti nýtt enskt met í gær þegar hann kom Arsenal í 1-0 á móti Olympiakos í Meistaradeildinni. Oxlade-Chamberlain, sem kom frá Southampton í sumar, varð þar með yngsti enski leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni.
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sér ekki eftir því að hafa sett Salomon Kalou inn á völlinn þegar lítið var eftir af leik liðsins gegn Valencia í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Framkoma Carlos Tevez á Allianz Arena í Munchen í gær hefur vakið mikla athygli bæði erlendis sem og hér heima. Carlos Tevez, sem fær 37 milljónir íslenskra króna í vikulaun, neitaði þá að koma inn á í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern München í Meistaradeildinni.
Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, telur að 2-1 sigur liðsins gegn Olympiakos í Meistaradeild Evrópu í kvöld hafi verið sanngjarn.
Frank Lampard gat leyft sér að brosa eftir leik Chelsea og Valencia í kvöld en hann skoraði mark sinna manna í 1-1 jafntefli á Spáni.
Lionel Messi er nú orðinn næstmarkahæsti leikmaður í sögu Barcelona en hann er búinn að skora tvívegis í leik sinna manna gegn BATE Borisov í Meistaradeild Evrópu.
Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis.
Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Bate Borisov og Barcelona í F-riðli Meistaradeildar Evrópu.
Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Arsenal og Olympiacos í F-riðli Meistaradeildar Evrópu.
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, virðist vera búinn að finna leið til að koma öllum sókndjöfru heimsklassa leikmönnum sínum fyrir í liði Evrópumeistaranna. Koma Cesc Fabregas í haust skapaði viss vandamál í liðsuppstillingunni sem og uppkoma Thiago á undirbúningstímabilinu en Guardiola fann lausnina með því að breyta um leikkerfi.
Heimir Guðjónsson þjálfari FH var harðorður í umræðuþætti á Stöð 2 sport þegar hann tjáði sig um Carlos Tevez eftir leiki gærkvöldsins í Meistaradeildinni.
Chelsea og Valencia gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í Meistaradeild Evrópu en Arsenal vann kærkominn sigur á Olympiakos á heimavelli sínum, 2-1.
Mirror segir frá því í dag á heimasíðu sinni að Argentínumaðurinn Carlos Tevez hafi fengið lögreglufylgd frá flugvellinum þegar Manchester City liðið lenti í Manchester í gærkvöldi.
André Villas-Boas, stjóri Chelsea, segist ekki skilja alla dramatíkina í kringum Frank Lampard í enskum fjölmiðlum en flestir enskir fótbolta-blaðamenn hafa verið að velta því fyrir sér hvort dagar enska miðjumannsins séu taldir hjá félaginu.
Sky Sports fékk viðbrögð Mark Hughes og Graeme Souness við farsanum á bekk Manchester City í gær þegar Carlos Tevez virtist neita að fara inn á völlinni í 2-0 tapi City á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni.
Carlos Tevez fær meira en 200 þúsund pund í vikulaun eða 37 milljónir íslenskra króna og fékk því litla samúð þegar fréttir bárust af því í gærkvöldi að hann hafi neitað að fara inn á völlinn í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern Munchen.
Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verða mörg stórlið evrópskrar knattspyrnu í eldlínunni.
Leikmenn Barcelona eru allt annað en sáttir við nýju Barcelona-treyjurnar sem voru teknar í notkun fyrir þetta tímabil. Það er að heyra á þessu nýja hitamáli á Nývangi að eitt af því fáa sem nær að hægja á leikmönnum Barcelona þessa dagana séu hinar umræddu Nike-treyjur. Þær virðast safna í sig raka og ná því oft að meira en tvöfalda þyngd sína í einum hálfleik.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að sínum mönnum hafi verið refsað fyrir einbeitingarleysi í varnarleik sínum gegn svissneska liðinu Basel í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, vill losna við Carlos Tevez frá félaginu eftir að sá síðarnefndi neitaði að koma inn á sem varamaður gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Carlos Tevez sagði í raun lítið um ástæður sínar fyrir því að hafa neitað að koma inn á sem varamaður í leik Manchester City gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann ítrekaði aðeins að hann væri óánægður hjá félaginu í viðtölum við fjölmiðlamenn eftir leikinn.
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, staðfesti eftir leik liðsins gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld að Carlos Tevez hafi neitað að koma inn á sem varamaður í leiknum. Það er ólíklegt að hann spili aftur fyrir City úr þessu.
Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Bayern München og Manchester City í A-riðli Meistaradeildar Evrópu.
Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis.
Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Manchester United og Basel í C-riðli Meistaradeildar Evrópu.
Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir Ajax sem tapaði fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Manchester-liðin United og City lentu í miklum vandræðum í sínum leikjum.