Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Henry verður ekki með gegn Hamburg

    Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, verður ekki með liði sínu annað kvöld þegar það mætir Hamburg í mestaradeild Evrópu eftir að hafa meiðst á fæti á æfingu. Unglingurinn Theo Walcott er aftur kominn í hóp Arsenal eftir að hafa verið hvíldur og þá er reiknað með að Julio Baptista verði í hópnum. Jens Lehmann snýr einnig aftur í lið Arsenal eftir að hafa tekið út leikbann.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    United vinnur Celtic

    Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og Glasgow Celtic, segist hafa grunað að liðin ættu eftir að mætast í meistaradeildinni í ár þegar hann hætti að leika með enska liðinu á sínum tíma. Keane telur að United muni fara með sigur af hólmi í "Baráttunni um Bretland" annað kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benitez mætir Koeman á ný

    Rafa Benitez, stjóri Liverpool, mun í kvöld reyna að forðast að tapa fyrir liði undir stjórn Ronald Koeman annað árið í röð í meistaradeildinni þegar Liverpool mætir PSV Eindhoven. Koeman stýrði liði Benfica á síðustu leiktíð þegar liðið sló Liverpool úr keppni, en viðureign PSV og Liverpool í kvöld verður sýnd beint á Sýn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Inter Milan er með besta hóp í heimi

    Jose Mourinho segir að þó vissulega verði Chelsea að teljast eitt af þeim liðum sem eru sigurstrangleg í meistaradeildinni í ár, séu að minnsta kosti tíu lið sem hafi alla burði til að vinna keppnina. Hann segir ítalska liðið Inter Milan vera með sterkasta leikmannahóp allra liða í heiminum í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Galatasaray spilar heimaleikina á Ólympíuleikvangnum

    Stuðningsmenn Liverpool munu eflaust fagna tíðindum sem bárust frá Tyrklandi í dag, þegar forráðamenn Galatasaray tilkynntu að liðið muni leika heimaleiki sína í meistaradeildinni á Ólympíuleikvangnum í Istanbul. Það var einmitt á þeim velli þar sem Liverpool tryggði sér sigurinn ótrúlega á AC Milan í úrslitum keppninnar í fyrra, en Liverpool er í riðli með Galatasaray, Bordeaux og PSV Eindhoven og mætir Galatasaray á útivelli í byrjun desember.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea gæti átt eftir að sjá eftir sölunni á Eiði Smára

    Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona, segir að Chelsea eigi eftir að sjá eftir því að hafa selt Eið Smára Guðjohnsen og spáir því að ef til vill gæti Íslendingurinn knái átt eftir að reynast fyrrum félögum sínum erfiður þegar liðin mætast í meistaradeildinni enn einu sinni í næsta mánuði.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fínt að mæta Chelsea snemma

    Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segist fagna því að mæta Chelsea strax í fyrstu umferð meistaradeildar Evrópu, þar sem spænska liðið á titil að verja frá í fyrra. Þetta er þriðja árið í röð sem liðin etja kappi í keppninni og segir Ronaldinho að betra sé að mæta þeim í riðlakeppninni en í úrsláttarkeppninni í vor.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Við bregðumst stuðningsmönnum okkar ekki aftur

    Sir Alex Ferguson var ekkert að skafa af því í kvöld þegar hann var spurður um yfirlýst markmið Manchester United í riðlakeppni meistaradeildarinnar, en liðið hafnaði í riðli með Glasgow Celtic, Benfica og FC Kaupmannahöfn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vissi að við fengjum Barcelona

    Peter Kenyon segir að það hafi nánast legið í loftinu að Chelsea og Barcelona ættu eftir að mætast enn eina ferðina í dag, þegar dregið var í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Hann skorar þó á menn að gleyma ekki hinum liðunum tveimur í A-riðlinum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldinho valinn bestur

    Brasilíski snillingurinn Ronaldinho var í dag kjörinn besti leikmaðurinn í meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, en tilkynnt var um valið um leið og dregið var í riðla fyrir keppnina í ár. Leikmenn Barcelona hirtu öll verðlaunin sem veitt voru í dag, nema verðlaunin fyrir besta markmanninn í meistaradeildinni sem féllu í hlut þýska markvarðarins Jens Lehmann hjá Arsenal.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Enn mætast Barcelona og Chelsea

    Nú rétt áðan var dregið í riðla í meistaradeild Evrópu. Englandsmeistarar Chelsea drógust í riðil með Evrópumeisturum Barcelona og því er ljóst að liðin mætast þriðja árið í röð í keppninni. Eiður Smári Guðjohnsen fær því ef til vill tækifæri til að mæta sínum gömlu félögum í Chelsea á knattspyrnuvellinum fyrr en margan hefði grunað.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal í riðlakeppnina

    Arsenal tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu með því að leggja króatíska liðið Dynamo Zagreb 2-1 á heimavelli sínum. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því komið áfram samanlagt 5-1. Gestirnir komust í 1-0 í kvöld og hleyptu smá lífi í einvígið, en mörk frá Freddy Ljungberg og Mathieu Flamini tryggðu Arsenal öruggan sigur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal undir í hálfleik

    Arsenal er undir 1-0 gegn Dynamo Zagreb þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því enn í ágætum málum með að komast áfram í riðlakeppnina. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal - Dynamo Zagreb í beinni á Sýn í kvöld

    Síðari leikur Arsenal og Dynamo Zagreb í forkeppni meistaradeildar Evrópu verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:55. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því í afar vænlegri stöðu fyrir heimaleikinn á Emirates-vellinum í kvöld, þar sem sæti í riðlakeppni meistaradeildarinnar er í húfi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho afar óhress með styrkleikaflokkana

    Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist ekki skilja í því hvernig standi á því að Chelsea lendi í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verði í riðla í meistaradeild Evrópu á morgun, á meðan lið sem Chelsea hefur skotið aftur fyrir sig í deildinni heimafyrir síðustu tvö ár, eru í fyrsta styrkleikaflokki.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Maccabi er hörkulið

    Peter Crouch, hinn leggjalangi markaskorari Liverpool, sagði að leikmenn Maccabi Haifa hefðu ekki verið nein lömb að leika sér við eftir að liðin skildu jöfn í síðari leik sínum í forkeppni meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Naumt hjá Liverpool

    Liverpool er komið í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu eftir 1-1 jafntefli við ísraelska liðið Maccabi Haifa á hlutlausum velli í Kænugarði í kvöld. Liverpool vann því samanlagt 3-2. Peter Crouch kom enska liðinu yfir á 54 mínútu með góðum skalla en ísraelska liðið svaraði aðeins örfáum mínútum síðar. Lengra komust Maccabi-menn þó ekki og Liverpool slapp með skrekkinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Crouch kemur Liverpool yfir

    Peter Crouch hefur komið Liverpool yfir 1-0 gegn Maccabi Haifa í leik liðanna í Kænugarði, en hann skoraði með skalla á 54. mínútu eftir laglegan undirbúning frá Jermain Pennant. Liverpool er því komið í 3-1 samanlagt í einvígi liðanna og ætti að vera komið með annan fótinn áfram. Hægt er að fylgjast vel með stöðu mála í leikjum kvöldsins á úrslitaþjónustunni hér á Vísi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jafnt í hálfleik í Kænugarði

    Staðan í leik Maccabi Haifa og Liverpool er 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í forkeppni meistaradeildarinnar í Kænugarði. Þá hefur spænska liðið Osasuna yfir 1-0 gegn þýska liðinu Hamburger SV í sömu keppni og AC Milan náði forystunni snemma á útivelli gegn Rauðu Stjörnunni frá Belgrad.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gerrard á bekknum hjá Liverpool

    Leikur Maccabi Haifa og Liverpool í forkeppni meistaradeildar Evrópu hefst nú klukkan 18:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Steven Gerrard er á varamannabekknum hjá Liverpool í Kænugarði.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benitez fékk að heyra það

    Liðsmenn Liverpool hafa ekki átt þægilegt ferðalag til Kænugarðs í Úkraínu í dag þar sem liðið mætir ísraelska liðinu Maccabi Haifa öðru sinni í forkeppni meistaradeildarinnar annað kvöld. Miklar tafir urðu á ferðalagi leikmanna Liverpool til Kænugarðs og þegar þangað kom, þurfti Rafael Benitez að sitja undir árásum ísraelskra blaðamanna sem kenndu honum um að leikurinn hefði verið færður á hlutlausan völl.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool og Haifa leika í Kænugarði

    Síðari leikur Liverpool og Maccabi Haifa í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður leikinn í Kænugarði í Úkraínu vegna þeirrar ólgu sem ríkir í Ísrael um þessar mundir. Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í síðustu viku að leikurinn yrði spilaður á hlutlausum velli og hafa forráðamenn Dynamo Kiev nú boðist til að hýsa leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool hefur leik

    Liverpool er rétt í þessu að hefja leik í Meistaradeild Evrópu gegn Macabi Haifa á Anfield Road í Liverpool. Tveir af þeim nýju leikmönnum sem Liverpool fékk til liðs við sig fyrir keppnistímabilið eru í byrjunarliðinu, þeir Jermaine Pennant og Craig Bellamy. Leikurinn er í beinni á Sýn og VefTV.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Glórulaust að fara til Ísrael

    Rafa Benitez segir það glórulaust að ætlast til þess að lið Liverpool fari til Ísrael til að spila í forkeppni meistaradeildarinnar á þeim ófriðartímum sem geysa í landinu. Benitez hefur biðlað til stjórnar evrópska knattspyrnusambandsins að láta í sér heyra sem fyrst, því hann segist ekki eiga von á því að leikmenn sínir né stuðningsmenn vilji fara til lands að spila þar sem ástandið sé svo eldfimt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Stuðningsmenn Liverpool smeykir við að fara til Ísrael

    Formaður alþjóðlegs stuðningsmannaklúbbs Liverpool er lítt hrifinn af því að liðið neyðist til að spila síðari leik sinni í þriðju umferð forkeppni meistaradeildarinnar í Ísrael, en mikill ófriður hefur verið í landinu að undanförnu. Liverpool mætir liði Maccabi Haifa frá Ísrael og á að spila útileik sinn í Haifa þann 22. eða 23. ágúst.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    FH færi til Úkraínu

    Í morgun var dregið í þriðju umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu og fari svo að Íslandsmeisturum FH takist að slá út pólska liðið Legia Varsjá, mæta þeir úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk í næstu umferð.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Framtíð Milan í meistaradeild ræðst fljótlega

    Knattspyrnusamband Evrópu mun taka ákvörðun um framtíð AC Milan í meistaradeildinni þann 2. ágúst nk, en þá verður gefið endanlegt svar um það hvort liðið fær að taka þátt í keppninni. Þangaði til annað kemur í ljós verða það því Milan, Inter, Chievo og Roma sem verða fulltrúar Ítala í keppninni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Súrt tap FH fyrir Legia Varsjá

    Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrri leik sínum gegn pólska liðinu Legia Varsjá 1-0 í Kaplakrika í kvöld. Markið skoraði Brasilíumaðurinn Elton undir lok leiksins og því bíður Hafnfirðinga afar erfitt verkefni úti í Póllandi eftir viku þegar liðin spila síðari leik sinn í annari umferð forkeppni meistaradeildarinnar. Bæði lið fengu raunar fín marktækifæri í kvöld en aðeins einstaklingsframtak varamanns Pólverjanna skildi að í lokin.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Markalaust í hálfleik í Kaplakrika

    Staðan í leik FH og Legia Varsjá í forkeppni meistaradeildarinnar er markalaus 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Bæði lið hafa fengið nokkur góð færi og fékk Tryggvi Guðmundsson besta færi Hafnfirðinga undir lok hálfleiksins. Pólska liðið er vel stutt af fjölda landa sinna sem mættir eru í stemminguna í Kaplakrika. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

    Fótbolti