Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Pistol: Sex Pistols fá Disney-meðhöndlunina

Það er eitthvað kaldhæðnislegt við að pönkhljómsveitin Sex Pistols endi undir hatti Disney samsteypunnar og mætti jafnvel segja það smiðshöggið á niðurlægingu þá sem Malcom McClaren, umboðsmaður þeirra, hóf með afskiptum sínum af söngvaranum Steve Jones. Nú er hægt að sjá sjónvarpsþáttaröðina Pistol á Disney+, en hún fjallar um feril hljómsveitarinnar. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Bókmenntahátíðir eru „hæklass“ útgefendaböll

Nú er blásið til mikillar bókamessu í Gautaborg, eftir að allt slíkt hefur legið í láginni á Covid-tímum og því mikil eftirvænting meðal bókmenntafólks. Fulltrúar Íslands verða rithöfundarnir Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir.

Menning
Fréttamynd

Dýrið sankaði að sér verðlaunum

Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

„Algjörlega laus við áhrif frá púkanum“

Virk tónlistariðkun Unnsteins Manuels sat aðeins á hakanum í byrjun námsins í kvikmyndaskóla í Berlín. Hann tók því meðvitaða ákvörðun til að bregðast við þessu og sagði hann frá því í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Amatör. 

Tónlist
Fréttamynd

TikTok stjarna sem ólst upp í Latabæ og elskar Ísland

Leikkonan Chloe Lang kom til Íslands þegar hún var aðeins níu ára gömul til þess að taka við hlutverki Sollu Stirðu í Latabæ. Í dag býr hún í New York, er orðin TikTok stjarna, elskar Ísland og kemur reglulega í heimsókn.

Lífið
Fréttamynd

Flottur harmoníkuleikari úr Skagafirði

Einn efnilegasti og flottasti harmoníkuleikari landsins, Jón Þorsteinn Reynisson, sem er úr Skagafirði en býr á Akureyri hefur nú lokið framhaldsnámi við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn í harmonikuleik. Hann spilar á takkaharmonikku.

Lífið
Fréttamynd

„Victoria's Secret er gamall maður sem býr í Ohio“

Tónlistarkonan Jax situr í þrettánda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Victoria's Secret. Lagið er ádeila á undirfatarisann þar sem Jax syngur meðal annars um skaðlega fegurðarstaðla og segir Victoria's Secret einfaldlega vera gamlan mann sem býr í Ohio.

Tónlist
Fréttamynd

„Það er ekkert sem er manni óviðkomandi“

Chanel Björk er baráttu- og fjölmiðlakona sem berst fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Hún var valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2021 og lýsir sér meðal annars sem miklum pælara. Chanel Björk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Segja niður­skurðinn brjóta í bága við kvik­mynda­stefnu stjórn­valda

Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Setur upp listasýningu til heiðurs ömmu sinni

Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa. 

Menning
Fréttamynd

Cardi B játar líkams­á­rás á stripp­stað

Rapparinn Cardi B játaði í dag að hafa skipulagt árás og ráðist á starfsmann strippstaðarins Angels í New York árið 2018. Cardi taldi að einn starfsmanna barsins væri viðhald eiginmanns hennar, Offset.

Lífið
Fréttamynd

Krakkarnir segi hinum fullorðnu hvað þeir vilji lesa

Samtal, lýðræði og opin skoðanaskipti verða í aðalhlutverki á Fundi fólksins sem stendur yfir í dag og á morgun. Nú í hádeginu ætla krakkarnir sjálfir að segja hinum fullorðnu hvað þeir vilja lesa og af hverju áhuginn virðist dvína á unglingastigi.

Innlent
Fréttamynd

Spartverjar á Íslandi

Paramount birti í gærkvöldi mynd af Spartverjum á Íslandi og sagði að tökur á annari þáttaröð sjónvarpsþáttanna Halo, sem byggja á samnefndum tölvuleikjum, væru hafnar. Myndin sýnir fjóra Spartverja í fullum skrúða við Kvernufoss.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Brosið stirðnar á andlitum bíófólks

Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar komnar á Spotify

Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar eru komnar á Spotify. Netverjar virðast margir hverjir alsælir með viðbótina á streymisveituna og segjast upplifa nostalgíu við hlustunina. Jóhanna var aðeins tíu ára gömul þegar fyrsta platan hennar „Jóhanna Guðrún“ kom út, á sjálfan afmælisdaginn 16. október.

Lífið