Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Anne Rice er látin

Rithöfundurinn Anne Rice lést í gær, 80 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir að hafa skrifað vinsæla sagnaflokkinn Vampire Chronicles.

Menning
Fréttamynd

Tra­vis Scott sparkað af Coachella

Tónlistarmaðurinn Travis Scott mun ekki koma fram á Coachella en hann átti að troða upp á aðaltónleikum hátíðarinnar sem er ein sú stærsta í heiminum. Sextíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til skipuleggjenda hátíðarinnar um að sparka Scott.

Lífið
Fréttamynd

Vinnu­brögð sem enginn ætti að sjá

Þórarinn Eld­járn er tví­mæla­laust ein­hver ást­sælasti höfundur þjóðarinnar. Rit­höfundar­ferill hans fer að teygja sig upp í fimm­tíu árin og í ár, á fjöru­tíu ára af­mæli fyrsta smá­sagna­safns hans, Of­sögum sagt, gefur hann út sitt áttunda smá­sagna­safn, Um­fjöllun. 

Menning
Fréttamynd

Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“

Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir hafa glatt ófá börnin sem hinar litríku persónur Skoppa og Skrítla. Þeir sem horft hafa á Skoppu og Skrítlu vita að þær eru báðar mikil jólabörn og hafa til dæmis verið með jóladagatal á Stöð 2 og jólasýningu í Borgarleikhúsinu. En eru þær Linda og Hrefna jafn mikil jólabörn og vinkonurnar Skoppa og Skrítla?

Jól
Fréttamynd

Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út

Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út.

Erlent
Fréttamynd

Kynntust á Tinder

Æskufélagarnir Höskuldur Ólafsson og Frank Hall mynda tvíeykið Kig & Husk. Höskuldur þekkja flestir úr hljómsveitinni Quarashi og Frank úr hljómsveitinni Ske sem Höskuldur var einnig partur af, en vinirnir voru að senda frá sér sína fyrstu breiðskífu, Kill The Moon. Albumm náði tali af Höskuldi og byrjaði á að spyrja hann út í samstarfið.

Albumm
Fréttamynd

Birkir Blær svaf lítið í nótt vegna spennu

Birkir Blær Óðinsson sem keppir í úrslitum sænska Idolsins í kvöld segist lítið hafa sofið í nótt og er spenntur fyrir kvöldinu. Mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna.

Lífið
Fréttamynd

Skopstælingar?

„Ég veit að þetta er um margt óvenjuleg skáldsaga í samhengi íslenskrar bókmenntasögu,“ segir Guðni Elísson, höfundur skáldsögunnar Ljósgildran, í viðtali við Jakob Bjarnar Grétarsson og gerir lýðum ljóst að hann búist við að geta reitt marga til reiði með bók sinni

Skoðun
Fréttamynd

Útilokar ekki málsókn vegna meints ritstuldar

Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðamaður, segist munu bíða niðurstöðu siðanefndar Háskóla Íslands áður en hann tekur ákvörðun um mögulega málshöfðun á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, sem hann hefur sakað um ritstuld.

Innlent