

Menning
Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Þolendur ofbeldis þurfa að þroskast hratt
Nýja, Íslenska rokkhljómsveitin Tragically Unknown hefur gefið út sitt fyrsta lag, Villain Origin Story.

„Ég lofaði þeim að birta þetta ekki fyrr en eftir þeirra dag“
„Ég var alltaf með myndavélina um hálsinn,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sem byrjaði að taka myndir ungur að aldri.

Dómari gekk út þegar Giuliani var afhjúpaður í sjónvarpsþætti
Rudy Giuliani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri New York, var afhjúpaður í þættinum The Masked Singer í gær og það varð til þess að einn dómaranna gekk út.

The Weeknd steypir Frikka Dór af stóli
Kanadíski söngvarinn The Weeknd skipar fyrsta sæti íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið sitt Sacrifice. Friðrik Dór dettur niður um eitt sæti eftir margar vikur á toppnum með lagið Bleikur og Blár.

„Það getur verið erfiðara að þegja, að aðhafast ekki og láta sem maður viti ekki“
Listakonan Rúrí opnar sýningu á Hlöðulofti Korpúlfsstaða í dag en kveikjan að sýningunni er það ástand sem nú geysar í Úkraínu. Rúrí er meðal frumkvöðla í gjörningalist á Íslandi og verkin snúast um afleiðingar stríðsátaka, sýningarstjóri er Pari Stave.

„Maður myndi ekki kunna að meta það ef allt gengi upp“
Árni Páll Árnason er listamaður og rappari, þekktur undir listamannsnafninu Herra Hnetusmjör, og á að baki sér ótal marga smelli á borð við „Upp Til Hópa“ og „Já ég veit“. Árni er mikill fjölskyldumaður, tveggja barna faðir og nýtur lífsins edrú, eins og kemur gjarnan fram í textum hans. Árni Páll er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Flóni og Hrafnkatla eiga von á barni
Tónlistarmaðurinn Flóni og Hrafnkatla Unnarsdóttir kærasta hans eiga von á sínu fyrsta barni.

Nýi miðbærinn á Selfossi Svansvottaður
Nýi miðbærinn á Selfossi er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og er það mjög mikil viðurkenning fyrir þá starfsemi, sem fer þar fram í dag. Miðbærinn er í dag á fimm þúsund og fimm hundruð fermetra svæði en nú fara framkvæmdir að hefjast við annan áfanga, sem verður um átján þúsund fermetrar.

Eitís skotin gleði í bland við gljáa 21. aldarinnar
Heiðrún Anna, sem margir þekkja úr hljómsveitum á borð við Cigarette og Gloss, býður upp á draumkennt og dáleiðandi syntapopp á sinni fyrstu sólóplötu, Melodramatic.

Sólveig Birta komst áfram í The Voice Kids
Sólveig Birta Hannesdóttir, sem sló í gegn í þýska Voice fyrir um mánuði síðan, komst rétt í þessu áfram í keppninni.

Guðríður komin í hald lögreglu
Lögreglan á Vesturlandi hefur lagt hald á styttuna af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku og komið fyrir inni í listaverki fyrir framan Nýlistasafnið í Reykjavík.

Aldrei að vita nema Skin taki sviðsdýfu í Laugardalshöll
Langþráðir afmælistónleikar Brit-rokksveitarinnar Skunk Anansie munu loksins fara fram hér á landi í lok mánaðarins. Hljómsveitin er á tónleikaferðalagi um Evrópu en söngkona sveitarinnar segist vera spenntust fyrir Íslandi af öllum áfangastöðunum.

Fyrsta blikið: „Hæ fjölskylda! Hérna er ég með stelpu“
Það vantaði ekki útgeislunina og einlægnina í þriðja þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið. Í kvöld klukkan 18:55 verður svo þáttur fjögur á dagskrá Stöðvar 2.

Bill Murray sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað
Bill Murray hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað kvikmyndarinnar Being Mortal og hefur framleiðsla hennar verið stöðvuð. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík hegðun er borin upp á leikarann.

Emmsjé Gauti og Herra Hnetusmjör gefa út nýtt lag: „Það er alveg kominn tími á smá fokking stemningu“
Tveir vinsælustu rapparar landsins, þeir Emmsjé Gauti og Herra Hnetusmjör leiða saman hesta sína í laginu Hálfa milljón sem kom út í dag. Því er spáð að lagið verði einn af stærri sumarsmellum ársins 2022.

Eyþór Ingi í gervi Páls Rósinkranz
Eyþór Ingi fór á kostum í þættinum Kvöldstund með Eyþóri Inga á miðvikudagskvöldið á Stöð 2.

Ástarsorg, togstreita og „daddy issues“
Stefanía Pálsdóttir frumsýnir í dag sitt fyrsta tónlistarmyndband, við lagið Easy. Lagið er það fyrsta af annarri sólóplötu listakonunnar sem væntanleg er í sumar.

„Í dag er bjartara yfir lífinu og auðveldara að gera þessa lífsreynslu upp“
Nýja íslenska rokk hljómsveitin Tragically Unknown sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag sem ber nafnið Villain Origin Story. Hljómsveitin er skipuð þeim Oddi Mar Árnasyni gítarleikara, Helenu Hafsteinsdóttur söngkonu, textasmið og lagahöfundi, og Þórgný Einari Albertssyni bassaleikara og lagahöfundi. Blaðamaður hafði samband við þau og fékk að heyra nánar frá nýja laginu.

Kristján Edelstein bæjarlistamaður Akureyrar
Tónlistarmaðurinn Kristján Edelstein er bæjarlistamaður Akureyrar fyrir árið 2022. Þetta var tilkynnt í gær á Vorkomu Akureyrarbæjar sem er haldin árlega á sumardaginn fyrsta.

Cinema Paradiso-leikarinn Jacques Perrin látinn
Franski leikarinn og leikstjórinn Jacques Perrin er látinn, áttatíu ára að aldri. Hann er einna helst þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk hins fullorðna Salvatore í myndinni Cinema Paradiso frá árinu 1988.

Íslenski skálinn á Feneyjatvíæringnum opnaður: „Þetta var extra langt ferðalag“
Foropnun íslenska skálans á myndlistarhátíðinni Feneyjatvíæringnum fór fram við hátíðlega athöfn í Feneyjum í dag. Sigurður Guðjónsson sýnir að þessu sinni fyrir hönd Íslands á tvíæringnum.

Landverðir gáfu Barnaspítalanum fjölda gjafa
Ofurhetjurnar Landverðirnir afhentu Barnaspítala hringsins fjölda gjafa í gær. Meðal gjafa voru Playstation tölvur, fjarstýringar, LEGO-kubbar, boltar og bækur.

Céline Dion á leið á hvíta tjaldið
Céline Dion aðdáendur geta verið spenntir þar sem söngkonan mun koma fram í kvikmynd í byrjun næsta árs en tónlist frá söngkonunni spilar einnig stórt hlutverk. Þetta veður í fyrsta skipti sem Dion leikur í mynd og ber hún heitið It's All Coming Back to Me.

„Heilbrigðiskerfið hunsar okkur“
Tónlistarmaðurinn Orðljótur var að senda frá sér lagið Bylting.

Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann: Um menningarmöguleika í sveitarfélaginu Árborg
Menning er jafn mikilvæg og matur stendur í óskrifaðri bók. En til þess að svo verði þarf að metta grunnþarfirnar fyrst. Sjá til þess að allir hafi í sig og á og jafna möguleika. Gæta jafnréttis og réttlætis á öllum sviðum samfélagsins.

„Var eiginlega viss um að ég ætlaði ekkert að syngja aftur“
„Ég var roslega ung þegar ég byrjaði að syngja opinberlega. Ég var tólf eða ellefu ára þegar ég söng í söngleik sem Baltasar Kormákur setti upp í Loftkastalanum, þetta var barnasýning sem hét Bugsy Malone,“ segir Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur.

Opna sýninguna Lífsleikni: „Lítum aftur á þessi augnablik sem höfðu svo gríðarlega mikil áhrif á mörg okkar“
Laugardaginn 23. apríl næstkomandi opnar sýning Dýrfinnu Benitu Basalan, Lífsleikni, í Listval, Hólmaslóð 6.

A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar
Rapparinn A$AP Rocky var handtekinn á flugvelli í Los Angeles í gær, grunaður um að hafa skotið kunningja sinn í fyrra.

Byrjaði 14 ára að syngja með Karlakór Hreppamanna
Jómundur Atli Bjarnason, sem var 14 ára þegar honum bauðst að syngja með Karlakór Hreppamanna var ekki lengi að slá til og segja já. Nú er hann nýorðinn 15 ára og er að að syngja á sínum fyrstu vortónleikum. 62 ár eru á milli hans og elsta kórfélagans.

Frikki Dór og Britney Spears eru innblástur í myndlistinni
Myndlistarkonan Kristín Dóra var skilgreind sem popplistamaður þegar hún var í námi við Listaháskólann. Hún segir mikilvægt að ólíkar stefnur fái að taka pláss í myndlistarheiminum í dag. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti KÚNST en þáttinn má finna í heild sinni neðar í pistlinum.