NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Þrjú lið tryggðu sér oddaleik

Oklahoma City Thunder, Indiana Pacers og Golden State Warriors tryggðu sér öll oddaleik í einvígjum sínum í fyrstu umferð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Parker varð pabbi um morguninn og hetja um kvöldið

Tony Parker og félagar í San Antonio Spurs eru komnir í 3-2 í seríunni á móti Dallas Mavericks eftir 109-103 sigur í fimmta leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í kvöld. Toronto Raptors komst einnig í 3-2 á móti Brooklyn Nets en Houston Rockets náði að minnka muninn í 2-3 á móti Portland Trail Blazers.

Körfubolti
Fréttamynd

Joakim Noah í hóp með Michael Jordan

AP-fréttastofan hefur heimildir fyrir því að Joakim Noah, miðherji Chicago Bulls, hafi verið kosinn besti varnarmaður ársins í NBA-deildinni í körfubolta en verðlaunin verða afhent á morgun.

Körfubolti
Fréttamynd

Phil Jackson búinn að reka Woodson

Phil Jackson, forseti New York Knicks í NBA-körfuboltanum, tók sína fyrstu stóru ákvörðun í starfinu í dag þegar hann tók sig til og rak allt þjálfaralið félagsins. Þetta kemur fram í bandarískum fjölmiðlum.

Körfubolti
Fréttamynd

Úrslitakeppnin hefst í dag

Framundan er sannkölluð veisla fyrir alla körfubolta áhugamenn en úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefst í dag. Toronto Raptors tekur á móti Brooklyn Nets í fyrsta leik úrslitakeppninnar en þetta verður fyrsti leikur Toronto í úrslitakeppninni í sex ár.

Körfubolti
Fréttamynd

Tíu flottustu sirkúskörfurnar

Nú þegar deildarkeppnin er búin í NBA körfuboltanum og liðin sextán sem komust í úrslitakeppnina eru að undirbúa sig fyrir framhaldið er ekki úr vegi að rifja upp tíu flottustu sirkúskörfurnar í deildarkeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant að hefja æfingar á ný

Nú þegar keppnistímabilinu er lokið hjá stórliði Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum eru leikmenn og forráðamenn byrjaðir að horfa til næsta tímabils og eru fyrstu fréttirnar þær að Kobe Bryant getur byrjað að æfa aftur í næstu viku.

Körfubolti