
Seattle berst fyrir NBA-liði
Hópur fjárfesta sem ætlar sér að flytja bandaríska körfuboltaliðið Sacramento Kings til Seattle gefst ekki upp þó á móti blási.
Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.
Hópur fjárfesta sem ætlar sér að flytja bandaríska körfuboltaliðið Sacramento Kings til Seattle gefst ekki upp þó á móti blási.
Það er nú orðið ljóst að miðherjinn Dwight Howard þarf ekki að fara í aðgerð vegna axlarmeiðslanna sem hafa verið að plaga hann í dágóðan tíma.
Bakvörður Portland Trailblazers, Damian Lillard, hefur verið valinn nýliði ársins í NBA-deildinni með miklum yfirburðum.
Boston Celtics og Houston Rockets neita að gefast upp í rimmum sínum gegn NY Knicks og Oklahoma Thunder í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Denver og Memphis unnu þá fína sigra. Denver bjargaði tímabilinu með því að berja hraustlega frá sér gegn Golden State í nótt. Andre Igoudala með 25 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar. Ty Lawson og Wilson Chandler báðir með 19 stig.
Það vakti mikla athygli í gær þegar NBA-leikmaðurinn Jason Collins lýsti því yfir að hann væri samkynhneigður. Lengi hefur verið beðið eftir því að atvinnumaður í Bandaríkjunum kæmi út úr skápnum.
Chicago Bulls og Oklahoma Thunder tókst ekki að tryggja sér sæti í næstu umferð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Bæði lið máttu sætta sg við tap í nótt.
Körfuknattleiksmaðurinn Jason Collins hjá Washington Wizards í NBA-deildinni er kominn út úr skápnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Sports Illustrated.
Dwight Howard, leikmaður LA Lakers, var rekinn út úr húsi í nótt er San Antonio sópaði Lakers í frí. Það gæti hafa verið síðasti leikur Howard fyrir Lakers.
Það var stór dagur í lífi Michael Jordan um helgina er hann giftist í annað sinn. Jordan gekk þá að eiga unnustu sína til margra ára, Yvette Prieto.
Það styttist í að ævisaga körfuboltaþjálfarans sigursæla, Phil Jackson, komi út en þar verður líkast til margt áhugavert. Þar á meðal er að þjálfarinn sagði leikmönnum sínum frá því í miðri úrslitakeppni árið 2011 að hann væri með krabbamein.
San Antonio sópaði LA Lakers í fríið með öruggum sigri í fjórða leik liðanna í nótt. Án Kobe Bryant og fleiri lykilmanna átti Lakers ekki möguleika gegn Spurs.
Meiðsli Russell Westbrook eru leikmönnum og stuðningsmönnum Oklahoma City Thunder mikið áfall. Boltastrákur á vegum félagsins tók tíðindunum hvað verst.
Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA í nótt en þar má helst nefna frábæran sigur Chicago Bulls á Brooklyn Nets, 142-134, eftir þríframlengdan leik.
Oklahoma City Thunder varð fyrir áfalli þegar það fékkst staðfest að bakvörðurinn Russel Westbrook verður ekki meira með liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.
LA Lakers er við það að falla úr leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir slæmt tap fyrir San Antonio Spurs, 120-89, á heimavelli sínum í nótt.
Rick Pitino, þjálfari meistara Louisville í háskólakörfunni í Bandaríkjunum, stóð í gær við stóru orðin og fékk sér húðflúr eins og hann var búinn að lofa leikmönnum sínum.
LeBron James, stórstjarna Miami Heat, var allt annað en sáttur við að lenda aðeins í öðru sæti í vali á varnarmanni ársins í NBA-deildinni.
Ray Allen tók fram úr Reggie Miller í nótt og er nú orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Þar náðu heimaliðin öll 2-0 forystu í sínum rimmum.
Marc Gasol, leikmaður Memphis Grizzlies, var í dag valinn besti varnarmaðurinn í NBA-deildinni. LeBron James, leikmaður Miami Heat, varð annar í kjörinu.
Kevin Durant er á forsíðu nýjasta heftis Sports Illustrated í Bandaríkjunum og segist þar vera orðinn dauðþreyttur á því að vera í öðru sæti.
Denver tapaði sínum fyrsta heimaleik í NBA-deildinni í rúma þrjá mánuði en liðið fékk á sig 131 stig frá Golden State í leik liðanna í nótt.
Kobe Bryant ætlar að hætta að skrifa á Twitter-síðu sína á meðan leikjum LA Lakers stendur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.
Chris Paul skoraði sigrukörfu LA Clippers gegn Memphis á lokasekúndu annars leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Clippers er þar með komið með 2-0 forystu í einvíginu.
Hinn 26 ára Larry Hill datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann setti niður skot frá miðju á leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Úrslitin í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt voru öll eftir bókinni en þá fóru fjórir leikir fram.
Hinn 37 ára gamli Andre Miller tryggði Denver Nuggets 97-95 sigur á Golden State Warriors í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni NBA í gærkvöldi.
Carmelo Anthony fór á kostum þegar New York Knicks tók forystu gegn Boston Celtics með 85-78 sigri í Maddison Square Garden í New York í kvöld.
Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefst í dag og það er bara ein spurning sem skiptir máli: Getur einhver stöðvað LeBron James og meðreiðarsveina hans í liði Miami Heat?