NBA: Dallas vann sinn tíunda leik í röð Dallas Mavericks er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tíunda leik í röð í nótt. Los Angeles Lakers vann Washington Wizards, Portland Trail Blazers skellti Phoenix Suns og þá blómstrar Atlanta Hawks án síns besta leikmanns. Körfubolti 8. desember 2010 09:00
Nýjasta gælunafn O´Neal: Shaq-a-Claus Það eru fáir betri því að stela sviðsljósinu en NBA-körfuboltamaðurinn Shaquille O'Neal sem hefur byrjað frábærlega með Boston Celtics í vetur. Shaquille hefur brugðið sér í allra kvikinda líka á löngum og farsælum ferli og nú ætlar hann að gleðja unga Boston-búa fyrir jólin. Körfubolti 7. desember 2010 23:45
NBA: Fimmti sigur Miami-liðsins í röð Miami Heat virðist vera loksins komið í gang í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt. Chicago Bulls vann Oklahoma City Thunder, Atlanta Hawks vann Orlando Magic og sigurganga New York Knicks heldur áfram. Körfubolti 7. desember 2010 09:00
NBA: San Antonio vann New Orleans í annað skipti á einni viku San Antonio Spurs er ekkert að gefa eftir í NBA-deildinni í körfubolta en aðra sögu er að segja frá New Orleans Hornets. Liðin mættust í annað skiptið á einni viku í nótt og vann San Antonio liðið aftur. Körfubolti 6. desember 2010 09:00
LeBron segist enn vera vinur Gibson Það var mikill hiti í mönnum þegar LeBron James heimsótti sinn gamla heimavöll síðasta fimmtudag. Nokkuð var látið með það hvernig James kom fram við sína gömlu félaga á bekknum. Körfubolti 5. desember 2010 17:00
Níu sigurleikir í röð hjá Dallas Dallas Mavericks er sjóðheitt þessa dagana og vann í nótt sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni. Að þessi sinni gegn Sacramento. Körfubolti 5. desember 2010 11:52
NBA: Lakers aftur á sigurbraut Fjögurra leikja taphrinu LA Lakers lauk í nótt þegar Lakers hreinlega pakkaði Sacramento saman. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð á Sactramento. Körfubolti 4. desember 2010 11:21
Jordan-LeBron auglýsingin ekki gerð með vitund Jordan Nike-auglýsing LeBron James fyrir tímabilið vakti verðskuldaða athygli en hún fjallaði um vistaskipti James frá Cleveland til Miami. Körfubolti 3. desember 2010 11:00
Stuðningsmenn Cleveland létu LeBron James heyra það - myndband LeBron James, leikmaður Miami Heat, var aðalfréttaefnið í NBA deildinni í gær þegar hann fór í fyrsta sinn á gamla heimavöllinn í Cleveland eftir umdeild félagaskipti hans s.l. sumar. Í myndbandinu fyrir er samantekt frá leiknum í gær þegar LeBron James kom inn á keppnisvöllinn og sjón er sögu ríkari. Körfubolti 3. desember 2010 10:15
LeBron lét baulið ekki trufla sig og fór á kostum Það var allt á suðupunkti í Cleveland í nótt þegar LeBron James snéri aftur til Cleveland í búningi Miami Heat. Áhorfendur létu öllum illum látum í garð leikmannsins en hann svaraði fyrir sig með stórleik á vellinum og gekk í burtu sem sigurvegari. Körfubolti 3. desember 2010 09:16
Cleveland ætlar að láta Miami blæða Dramanu í kringum vistaskipti LeBron James frá Cleveland til Miami er ekki lokið. Samkvæmt nýjustu fréttum er Cleveland að rannsaka hvort Miami hafi brotið reglur um félagaskipti. Körfubolti 2. desember 2010 13:30
NBA deildin: Meistaralið Lakers tapaði sínum fjórða leik í röð Meistaralið LA Lakers tapaði sínum fjórða leik í röð í NBA deildinni í gær og nú gegn Houston á útivelli 109-99. Þetta er í fyrsta sinn frá því í apríl árið 2007 þar sem Lakers tapar fjórum leikjum í röð. Körfubolti 2. desember 2010 08:30
NBA: Þriðja tap Lakers í röð Hlutirnir eru ekki alveg að ganga upp hjá LA Lakers þessa dagana en liðið tapaði í nótt þriðja leik sínum í röð. Að þessu sinni gegn Memphis. Körfubolti 1. desember 2010 08:59
Allt í góðu hjá LeBron og Spoelstra - labbaði ekki viljandi á þjálfarann Það er órói í Miami eftir slaka byrjun Sólstrandargæjanna í Heat í NBA-deildinni. Sögusagnir um neikvæðni stórstjarnanna í garð þjálfarans, Erik Spoelstra, deyja ekki og dóu svo sannarlega ekki er hann hélt einkafund með LeBron James. Körfubolti 30. nóvember 2010 23:45
Ekki víst að LeBron taki börnin með á völlinn í Cleveland Það eru margir NBA-aðdáendur farnir að telja niður fyrir næstu viku því þá snýr LeBron James aftur til Cleveland en hann yfirgaf herbúðir félagsins eins og frægt er orðið síðasta sumar og gekk í raðir Miami Heat. Körfubolti 30. nóvember 2010 16:45
NBA: Miami aftur á sigurbraut LeBron James og félagar í Miami Heat komust aftur á sigurbraut í nótt er þeir tóku á móti Washington Wizards. LeBron skoraði 30 stig, Dwyane Wade 26 og Chris Bosh var með 20. Körfubolti 30. nóvember 2010 09:01
NBA: Lakers búið að tapa tveim leikjum í röð Indiana Pacers er á fínni siglingu í NBA-deildinni þessa dagana en liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir hafa ekki verið auðveldir því Pacers skellti Miami um daginn og svo meisturum LA Lakers í nótt og það í Staples Center. Körfubolti 29. nóvember 2010 09:00
Æsispennandi Íslendingaslagur í Svíþjóð Sundsvall Dragons hafði betur gegn Uppsala Basket í æsispennandi leik í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær, 88-87, á útivelli. Körfubolti 28. nóvember 2010 14:00
NBA í nótt: Dallas á skriði - vann Miami Dallas Mavericks er á miklu skriði þessa dagana en í nótt vann liðið góðan sigur á lánlausu liði Miami Heat, 106-95. Körfubolti 28. nóvember 2010 11:16
NBA í nótt: Dallas stöðvaði sigurgöngu San Antonio Það kom að því að San Antonio Spurs tapaði aftur leik í NBA-deildinni í körfubolta. Eftir tólf sigra í röð varð liðið að sætta sig við tap gegn Dallas í nótt. Körfubolti 27. nóvember 2010 11:18
NBA í nótt: Atlanta aftur á sigurbraut Atlanta vann í nótt sigur á Washington, 116-96, eftir að hafa tapað síðustu þremur leikjum í röð. Körfubolti 26. nóvember 2010 09:03
Kobe Bryant þakkar Michael Jackson fyrir góð ráð Kobe Bryant hefur nú viðurkennt að einn af mentorum hans, þegar hann var ungur leikmaður að stíga sín fyrstu skref í NBA-deildinni, hafi verið enginn annar en Konungur popsins, Michael Jackson. Jackson sá sjálfan sig í Kobe Bryant og vildi veita honum góð ráð sem Kobe segir nú hafa reynst sér vel. Körfubolti 25. nóvember 2010 19:45
Phil Jackson: Leikmenn Miami munu biðja um Riley Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur blandað sér í umræðuna um framtíð Miami Heat og þjálfara þess Erik Spoelstra. Körfubolti 25. nóvember 2010 19:00
NBA í nótt: Enn tapar Miami Miami Heat tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, í þetta sinn fyrir grönnum sínum í Orlando Magic, 104-95. Körfubolti 25. nóvember 2010 09:00
NBA í nótt: Kærkominn sigur hjá New Jersey New Jersey Nets vann í nótt sinn fyrsta sigur í fjórum leikjum er liðið lagði Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 107-101. Körfubolti 24. nóvember 2010 08:58
Leikmenn í NBA mögulega í verkfall á næsta ári Svo gæti farið að næsta tímabil í NBA-deildinni í körfubolta fari seinna af stað en vanalega vegna verkfalls leikmanna. Körfubolti 23. nóvember 2010 19:00
Artest langar að spila í NFL-deildinni Ólíkindatólið Ron Artest hjá LA Lakers íhugar nú alvarlega þann möguleika að reyna að komast að hjá liði í NFL-deildinni þegar körfuboltaferill hans er á enda. Körfubolti 23. nóvember 2010 18:22
NBA í nótt: Stórstjörnurnar í Miami steinlágu fyrir Indiana Stjörnum prýtt lið Miami heldur áfram að hiksta í NBA-deildinni í körfubolta en Dwyane Wade hefur aldrei skotið verr á ferlinum en þegar að Miami tapaði fyrir Indiana í nótt, 93-77. Körfubolti 23. nóvember 2010 09:00
NBA í nótt: Toronto vann Boston Toronto vann í nótt góðan sigur á Boston í nótt er fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 22. nóvember 2010 09:04
Þjálfari Phoenix Suns bannar Steve Nash að spila Alvin Gentry, þjálfari Phoenix Suns, veit vel að Steve Nash vill spila með liðinu þrátt fyrir að vera glíma við meiðsli í nára. Gentry hefur samt látið stjörnuleikmann sinn hvíla í síðustu tveimur leikjum sem hafa báðir tapast. Körfubolti 21. nóvember 2010 14:30