Arenas vill endurbyggja traustið við unglingana í Washington Byssubrandurinn Gilbert Arenas, leikmaður Washington Wizards í NBA-deildinni, skrifaði sögu sem birt var á vefútgáfu Washington Post í morgun. Körfubolti 2. febrúar 2010 23:30
Bryant: West hefur kennt mér ótrúlega mikið NBA stórstjarnan Kobe Bryant náði þeim merka áfanga í nótt að verða stigahæsti leikmaður í sögu LA Lakers þegar hann skoraði 44 stig í 95-93 tapi Lakers gegn Memphis Grizzlies. Körfubolti 2. febrúar 2010 17:00
NBA-deildin: Bryant orðinn stigahæstur í sögu Lakers Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þar bar hæst að Memphis Grizzlies vann óvæntan 95-93 sigur á LA Lakers þrátt fyrir að Kobe Bryant hafi leikið á alls oddi og skorað 44 stig. Körfubolti 2. febrúar 2010 10:00
Paul verður líklega frá vegna meiðsla í mánuð Stjörnuleikstjórnandinn Chris Paul hjá New Orleans Hornets í NBA-deildinni verður frá vegna hnémeiðsla í það minnsta í mánuð. Samkvæmt heimildum ESPN fréttastofunnar mun Paul gangast undir aðgerð á vinstra hné en ætti að vera klár í slaginn að nýju í mars. Körfubolti 1. febrúar 2010 18:30
NBA-deildin: Bryant tryggði Lakers sigur gegn Celtics Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöldi og í nótt og þar bar hæst naumur 90-89 sigur LA Lakers gegn Boston Celtics þar sem enginn annar en Kobe Bryant skoraði sigurkörfuna þegar skammt lifði leiks. Körfubolti 1. febrúar 2010 10:00
NBA: Andre Miller með 52 stig í sigri Portland á Dallas Andre Miller setti nýtt persónulegt met með því að skora 52 stig, 25 þeirra ífjórða leikhluta og framlengingu, þegar Portland Trail Blazers vann 114-112 útisigur á Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 31. janúar 2010 11:00
NBA: Atlanta vann Boston einu sinni enn - sigurganga Denver á enda Atlanta Hawks vann Boston Celtics í fjórða skiptið á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vann þar með alla deildarleiki liðanna í fyrsta skiptið í ellefu ár. Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers unnu bæði leiki sína í nótt en átta leikja sigurganga Denver Nuggets endaði í Oklahoma City. Körfubolti 30. janúar 2010 11:00
Vatnsflöskuspark James kostaði þrjár milljónir króna NBA-deildin hefur sektað ofurstjörnuna LeBron James um 3,1 milljónir íslenskra króna fyrir að sparka í vatnsflösku í leik Cleveland og Minnesota á dögunum. Körfubolti 29. janúar 2010 22:30
NBA: Búið að velja varamenninna í Stjörnuleikinn - sjö nýliðar Sjö leikmenn voru valdir í fyrsta sinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fram fer á nýja Cowboys-leikvanginum í Dallas 14. febrúar næstkomandi. Körfubolti 29. janúar 2010 10:00
NBA: Orlando vann upp sextán stiga forskot Boston Orlando Magic vann 96-94 sigur á Boston Celtics í NBA-deildinni í nótt og Phoenix Suns endaði slæmt gengi sitt með því að vinna góðan sigur á Dallas Mavericks. Bæði lið unnu sig til baka inn í leikina eftir að hafa lent undir. Körfubolti 29. janúar 2010 09:00
NBA: Áttundi sigur Denver í nótt og sjaldgæfur Nets-sigur Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers unnu bæði sannfærandi sigra í NBA-deildinni í nótt en uppgangur Denver Nuggets hélt einnig áfram með áttunda sigri liðsins i röð og lélegasta lið deildarinnar, New Jersey Nets, náði einnig að vinna sjaldgæfan sigur. Körfubolti 28. janúar 2010 09:00
Er San Antonio tilbúið að fórna Ginobili fyrir Stoudemire? San Antonio Spurs hefur mikinn áhuga á að næla í Amar’e Stoudemire hjá Phoenix Suns og það er skrifað um það í bandarískum fjölmiðlum að forráðamenn Spurs séu að undirbúa það að bjóða Phoenix sterka leikmenn í skiptum fyrir Stoudemire. Körfubolti 27. janúar 2010 23:30
NBA: Allt hrunið hjá Phoenix Suns og loksins útisigur hjá Lakers Los Angeles Lakers vann loksins sigur á útivelli í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann 115-103 sigur á Washington Wizards. Það gengur hinsvegar lítið hjá Phoenix Suns sem tapaði í sjöunda sinn í síðustu níu leikjum og er á leiðinni út úr úrslitakeppninni með sama áframhaldi. Körfubolti 27. janúar 2010 09:00
NBA: LeBron James tryggði Cleveland sigurinn á vítalínunni LeBron James skoraði úr tveimur vítaskotum 4,1 sekúndu fyrir leikslok og tryggði Cleveland Cavaliers 92-91 útisigur á Miami Heat í NBA-deildinni í nótt. Dwyane Wade fékk lokaskotið í leiknum en það geigaði. Körfubolti 26. janúar 2010 09:00
NBA: Kobe einni stoðsendingu frá þrennunni en Lakers tapaði Hedo Turkoglu tryggði Toronto Raptors 106-105 sigur á Los Angeles Lakers með því að hitta úr tveimur vítaskotum 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Kobe Bryant átti síðasta skot leiksins en hitti ekki og Lakers-liðið tapaði í annað skiptið í þremur leikjum. Körfubolti 25. janúar 2010 09:00
NBA: James með enn einn stórleikinn LeBron James varði skot frá Kevin Durant á lokaandartökum leiksins gegn Oklahoma og sá þannig til þess að Cleveland slapp með eins stigs sigur. Körfubolti 24. janúar 2010 11:30
NBA: Kobe kláraði Knicks Fyrir nákvæmlega fjórum árum skoraði Kobe Bryant 81 stig gegn Toronto. Hann jafnaði ekki þann árangur gegn Knicks í nótt en tók engu að síður yfir leikinn og sá til þess að Lakers ynni með því að skora 22 stig í síðari hálfleik en hann var alls með 27 stig í leiknum. Körfubolti 23. janúar 2010 11:00
Iverson byrjar í Stjörnuleiknum Allen Iverson verður í byrjunarliði í Stjörnuleiknum. Hann er enn vinsæll og stuðningsmenn kusu hann í liðið þó svo hann hafi aðeins leikið 19 leiki og aldrei verið lélegri. Körfubolti 22. janúar 2010 11:15
NBA: Cleveland lagði meistarana Það var sannkallaður stórleikur í NBA-deildinni í nótt þegar Cleveland tók á móti meisturum Los Angeles Lakers. Cleveland hafði betur, 93-87, en það var risasóknarfrákast frá Anderson Varejao sem gerði gæfumuninn í lokin. Hann fékk vítaskot í kjölfarið sem hann setti niður. Körfubolti 22. janúar 2010 09:00
NBA: Þriðja tap Boston í röð Rasheed Wallace fékk misjöfn viðbrögð frá áhorfendum í Detroit er hann snéri aftur á sinn gamla heimavöll í búningi Boston Celtics. Körfubolti 21. janúar 2010 09:00
NBA: Tímamótaleikur hjá Shaq Leikmenn Cleveland Cavaliers hefndu í nótt fyrir tapið í annarri umferð gegn Toronto Raptors. Á þeim tíma var Cleveland-liðið enn að komast í gang en það var ekki mikill vandræðagangur á liðinu í gær. Körfubolti 20. janúar 2010 09:00
NBA: Lakers lagði Orlando Liðin sem spiluðu til úrslita í NBA-deildinni í fyrra, LA Lakers og Orlando Magic, mættust í nótt og niðurstaðan varð sú sama - Lakers vann. Körfubolti 19. janúar 2010 09:00
NBA: Toronto skellti Dallas Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Toronto lagði Dallas og Denver vann góðan sigur á Utah Jazz. Körfubolti 18. janúar 2010 09:00
LeBron James enn á ný frábær í fjórða leikhluta í sigri Cleveland LeBron James skoraði 13 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Cleveland Cavaliers vann nauman 102-101 sigur á Los Angeles Clippers á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Baron Davis gat tryggt Clippers sigurinn í lokinn en lokaskotið klikkaði. Körfubolti 17. janúar 2010 11:00
Lakers endurheimti Gasol og náði góðri hefnd gegn Clippers Kobe Bryant skoraði 30 stig í 40 stiga sigri Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers, 126-86, í NBA-deildinni í nótt. Clippers vann leik liðanna í dögunum en Lakers hefndi með því að vinna stærsta sigur sinn á Clippers síðan í litla liðið í Los Angeles flutti í Staples Center 1994. Körfubolti 16. janúar 2010 10:45
Arenas játar sekt sína Körfuboltakappinn Gilbert Arenas hjá Washington Wizards játaði sekt sína fyrir framan dómara í dag. Hann er sakaður um að hafa borið skotvopn án þess að hafa tilskilin leyfi. Byssuna var hann með í búningsklefa Wizards. Reyndar var hann með fjórar byssur í skápnum sínum. Körfubolti 15. janúar 2010 23:45
Nýliði hjá Utah tryggði liðinu sigur á Cleveland í nótt Nýliðinn Sundiata Gaines tryggði Utah Jazz 97-96 sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en leikið var á Salt Lake City. Gaines skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og klukkan rann út en þetta var fyrsta þriggja stiga karfan hans á NBA-ferlinum. Körfubolti 15. janúar 2010 09:00
Arenas gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi Lögreglan í Washington er búin að kæra Gilbert Arenas, leikmann Washington Wizards, vegna byssuatviksins sem átti sér stað í búningsklefa Wizards og hefur mikið verið fjallað um. Körfubolti 14. janúar 2010 23:15
Kobe bara með 10 stig en skoraði samt mikilvægustu körfuna Kobe Bryant skoraði úrslitakörfu Los Angeles Lakers á móti Dallas Mavericks í 100-95 sigri meistaranna í NBA-deildinni í nótt. Kobe skoraði körfuna 28 sekúndum fyrir leikslok. Körfubolti 14. janúar 2010 09:00
Tim Duncan flottur i stórsigri San Antonio á meisturum Lakers Tim Duncan skoraði 25 stig og tók 13 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 20 stiga sigur á meisturum Los Angeles Lakers, 105-85, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 13. janúar 2010 09:00