Má spila aftur í NBA eftir dópbann Tyreke Evans má spila aftur í NBA-deildinni í körfubolta en hann var dæmdur í bann í maí 2019 eftir að hann gerðist brotlegur við reglur deildarinnar um lyfjanotkun. Hann má semja við lið í NBA frá og með föstudeginum. Körfubolti 15. febrúar 2022 18:31
Ekkert Naut stangað svona síðan Jordan hætti Chicago Bulls heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, með DeMar DeRozan fremstan í flokki. Liðið vann fjórða leik sinn í röð í nótt með 120-109 sigri gegn San Antonio Spurs. Körfubolti 15. febrúar 2022 07:30
Þetta eru frábær skipti fyrir Brooklyn Farið var yfir ótrúleg leikmannaskipti Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets á lokadegi félagaskiptaglugga NBA-deildarinnar í síðasta þætti af Lögmál Leiksins. James Harden og Paul Millsap fóru frá Nets til 76ers á meðan síðarnefnda liðið fékk Ben Simmons, Seth Curry, Andre Drummond og tvo valrétti í nýliðavölum á næstu árum. Einn núna í ár og annan árið 2027. Körfubolti 15. febrúar 2022 07:01
„Hann er aldrei að reyna við boltann, þetta er bara fauti“ Körfubræðurnir Marcus og Markieff Morris eru ekki allra en þeir eiga það til að beita bellibrögðum. Marcus braut illa á skemmtikraftinum Ja Morant nýverið og sá síðarnefndi var heppinn að ekki fór verr. Körfubolti 14. febrúar 2022 21:00
LeBron talaði við ungan sjálfan sig í einni flottustu Super Bowl auglýsingunni Körfuboltastjarnan LeBron James var ekki aðeins meðal áhorfenda á Super Bowl í nótt því hann var einnig í aðalhlutverki í einni auglýsingunni. Körfubolti 14. febrúar 2022 15:01
Áttundi í röð hjá Boston Boston Celtics halda fluginu áfram í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn áttunda sigur í röð í gær með 105-95 sigri gegn Atlanta Hawks. Körfubolti 14. febrúar 2022 07:31
LeBron James bætti samanlagt stigamet Kareem Abdul-Jabbar í nótt Golden State Warriors vann tveggja stiga sigur á heimavelli gegn LA Lakers, 117-115. Þrátt fyrir að klikka á tveimur vítum til að jafna leikinn þegar 2,4 sekúndur voru eftir þá fær LeBron James allar fyrirsagnirnar eftir leikinn þar sem hann bætti samanlagt stigamet Kareem Abdul-Jabbar í leiknum. Körfubolti 13. febrúar 2022 10:08
LaVert sökkti sínum gömlu félögum | Stórleikur Jokic dugði ekki til Alls fóru sjö leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Caris LaVert sökkti sínum gömlu félögum í Indiana Pacers og Nikola Jokić átti enn einn stórleikinn en það dugði ekki til. Körfubolti 12. febrúar 2022 10:31
Doncic fór hamförum og hjó nærri meti Nowitzkis Luka Doncic héldu engin bönd þegar Dallas Mavericks sigraði Los Angeles Clippers, 112-105, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 11. febrúar 2022 08:31
Harden fer til Philadelphia í skiptum fyrir Simmons Félagsskiptaglugginn í NBA-deildinni lokaði í kvöld, en stærstu skiptin áttu sér stað aðeins nokkrum klukkustundum áður en glugginn lokaði. Körfubolti 10. febrúar 2022 20:16
Vandræðalegt tap hjá Lakers Los Angeles Lakers mátti þola neyðarlegt tap fyrir Portland Trail Blazers, 107-105, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 10. febrúar 2022 08:01
LeBron og félagar áttu ekki roð í Giannis Los Angeles Lakers átti litla möguleika gegn meisturum Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í nótt. Milwaukee vann öruggan sigur, 116-131. Körfubolti 9. febrúar 2022 08:01
LeBron gæti farið frá Lakers til að spila með syninum LeBron James dreymir um að spila með syni sínum og gæti yfirgefið Los Angeles Lakers til að láta þann draum verða að veruleika. Körfubolti 8. febrúar 2022 09:31
Ekkert fær Sólirnar og Stríðsmennina stöðvað Efsta lið Vesturdeildarinnar, Phoenix Suns, bar sigurorð af Chicago Bulls, 124-129, á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 8. febrúar 2022 08:01
Lögmál leiksins: Hver í NBA-deildinni í dag er líkastur Scottie Pippen? Lögmál leiksins er á sínum stað klukkan 21.35 á Stöð 2 Sport 2. Þar verður farið yfir allt það helsta sem hefur gerst í NBA-deildinni í körfubolta undanfarna daga og þá verður nýr liður á dagskrá. Körfubolti 7. febrúar 2022 18:30
Skiptu í burtu leikmanni sem skoraði 42 stig í síðasta leik Caris LeVert fór á kostum með Indiana Pacers í NBA deildinni í körfubolta á dögunum en hann er ekki leikmaður liðsins lengur. Pacers ákvað að skipta honum til Cleveland Cavaliers. Körfubolti 7. febrúar 2022 17:30
Hörmungar Brooklyn halda áfram Nikola Jokic var með þrefalda tvennu þegar Denver Nuggets sigraði Brooklyn Nets, 124-104, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var áttunda tap Brooklyn í röð. Körfubolti 7. febrúar 2022 08:15
LeBron snéri aftur með þrefaldri tvennu í framlengdum endurkomusigri Lakers LeBron James fór fyrir liði Los Angeles Lakers eftir fimm leikja fjarveru. Liðið vann sjö stiga sigur gegn New York Knicks í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur urðu 122-115, en LeBron var með þrefalda tvennu. Körfubolti 6. febrúar 2022 09:30
Nets opið fyrir því að skipta á Harden og Simmons Svo virðist sem vítisdvöl Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers sé senn á enda en það virðist sem Brooklyn Nets sé tilbúið að skipta á James Harden og Simmons sem hefur ekki enn spilað á þessari leiktíð vegna ósættis við stjórn 76ers-liðsins. Körfubolti 5. febrúar 2022 13:31
Sjöunda tap Nets í röð | Luka í þrennuham Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn Nets steinlá gegn Utah Jazz, þeirra sjöunda tap í röð. Þá bauð Luka Dončić upp á þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á Philadelphia 76ers. Körfubolti 5. febrúar 2022 09:31
Shaq segir Simmons haga sér eins og smábarn og hann tapar líka milljörðum Ben Simmons neitar enn að spila með Philadelphia 76ers í NBA-deildinni og það virðist engin lausn vera í sjónmáli. Körfubolti 4. febrúar 2022 14:01
ESPN sendir út NBA leik þar sem bara konur vinna við útsendinguna Bandaríska sjónvarpsstöðin ESPN ætlar að bjóða upp á mjög sérstaka frá leik Golden State Warriors og Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta í næstu viku. Körfubolti 4. febrúar 2022 13:30
Garland og VanVleet valdir í Stjörnuleik NBA í fyrsta sinn Í gær kom það í ljós hvaða leikmenn fá að spila Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár í viðbót við þá leikmenn sem höfðu verið kosnir í byrjunarliðin. Körfubolti 4. febrúar 2022 07:31
Gerði hlé á blaðamannafundi eftir leik til að panta sér McDonald's Anthony Edwards er litríkur persónuleiki ofan á það að vera frábær körfuboltamaður. Hann fór á kostum bæði í sigri Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í nótt sem og á blaðamannafundinum eftir leikinn. Atlanta Hawks endaði ellefu leikja sigurgöngu Phoenix Suns og Clippers vann nágranna sína Lakers á sigurkörfu 4,1 sekúndu fyrir leikslok. Körfubolti 4. febrúar 2022 07:00
Bauð upp á ótrúlega tölfræði 2.2.22 Tölfræði Desmond Bane í leik í NBA-deildinni í nótt var ekki merkileg en samt svo stórmerkileg. Körfubolti 3. febrúar 2022 15:30
Hörmungar Brooklyn Nets liðsins halda áfram Kyrie Irving og ískaldur James Harden tókst ekki að enda taphrinu Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers endaði aftur á móti sína taphrinu og það án LeBron James. Körfubolti 3. febrúar 2022 07:30
Gary Trent yngri skilar stórstjörnutölum í hverjum leik í NBA-deildinni Skotbakvörðurinn Gary Trent Jr. er ekki frægasta nafnið í NBA-deildinni í körfubolta en það gæti breyst fljótt með sama áframhaldi. Strákurinn átti enn einn stórleikinn með Toronto Raptors í nótt. Körfubolti 2. febrúar 2022 07:30
Steph sjóðandi í lokin í sjötta sigri Golden State í röð Golden State Warriors og Philadelphia 76ers héldu sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en löng Atlanta Hawks sigurganga endaði. Körfubolti 1. febrúar 2022 07:31
Lögmál leiksins: Umræða um Atlanta Hawks Atlanta Hawks hefur unnið sjö leiki í röð eftir sigur gegn Los Angeles Lakers. Mikil umræða skapaðist um liðið í þættinum Lögmál leiksins. Liðið er í 10. sæti austur deildarinnar í NBA. Körfubolti 31. janúar 2022 23:33
LeBron sendur heim til LA og Lakers liðið henti enn einu sinni frá sér leik LeBron James missti af þriðja leiknum í röð vegna meiðsla og Los Angeles Lakers tapaði honum eins og hinum tveimur. Besta liði NBA-deildarinnar, Phoenix Suns, fagnaði hins vegar tíunda sigur leiki sínum í röð og þeim fertugasta á leiktíðinni. Körfubolti 31. janúar 2022 07:15