
Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans
Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi.
Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.
Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi.
Boston Celtics og Dallas Mavericks tryggðu sér bæði sæti í úrslitum deildanna í NBA deildinni í körfubolta eftir sannfærandi sigra í oddaleik í nótt.
Jayson Tatum dró vagninn fyrir Boston Celtics í nótt er liðið tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Austudeildarinnar í NBA með 13 stiga sigri gegn ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 108-95. Þá Vann Golden State Warriors 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies, 110-96, og liðið er því á leið í úrslit Vesturdeildarinnar.
Rússneskur dómstóll framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner um heilan mánuð. Griner hefur verið í haldi lögreglu í Rússlandi síðan í febrúar.
Joel Embiid talaði ekki undir rós eftir að Philadelphia 76ers féll úr leik í undanúrslitum Austurdeildar NBA og gagnrýndi samherja sinn, James Harden.
Miami Heat varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sig inn í fjögurra liða úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns og Dallas Mavericks mætast hins vegar í oddaleik.
Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig og Jrue Holiday varðist fullkomlega á ögurstundu þegar meistarar Milwaukee Bucks náðu að vinna Boston Celtics 110-107 og komast í 3-2 í einvígi liðanna í NBA-deildinni í körfubolta.
Útlitið er ekki gott fyrir Ja Morant, leikstjórnanda NBA-liðs Memphis Grizzlies eftir að hann meiddist í einvíginu á móti Golden State Warriors.
Phoenix Suns og Miami Heat tóku forystuna í einvígum sínum í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt.
Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl.
Adreian Payne lést í gær eftir að hafa verið skotinn til bana þar sem hann var staddur í Orlando í Flórída-fylki.
Hinn 35 ára gamli Al Horford hefur á fimmtán ára ferli í NBA-deildinni í körfubolta aldrei skorað eins mörg stig í úrslitakeppni eins og í gærkvöld. Hann átti ríkan þátt í 116-108 sigri Boston Celtics á meisturum Milwaukee Bucks.
Í þætti kvöldsins af Lögmáli leiksins er Andri Már „Nablinn“ Eggertsson með magnað innslag eftir vikuferð sína til Boston.
Serbneski miðherjinn Nikola Jokic var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð en nokkrir bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir þessu.
Chris Paul var æfur eftir framkomu ungs stuðningsmanns Dallas Mavericks í garð fjölskyldu hans á leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í gær.
James Harden og Joel Embiid voru í aðalhlutverkunum þegar Philadelphia 76ers jöfnuðu einvígið við Miami Heat, 2-2, í NBA-deildinni í nótt með 116-108 sigri.
Dallas Mavericks jafnaði metin í 2-2 í viðureign sinni við Phoenix Suns í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í körfubolta karla í American Airlines-höllinni í kvöld.
Golden State Warriors er komið 2-1 yfir í einvígi sínu gegn Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta eftir stórsigur í nótt, 142-112.
Giannis Antetokounmpo skoraði 42 stig þegar Milwauke Bucks komst 2-1 yfir í viðureign sinni við Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta karla í kvöld.
Úrslitakeppnin í NBA körfuboltanum er í fullum gangi og fóru tveir leikir fram í gærnótt.
Magic Johnson á hlut í nokkrum íþróttafélögum og ætlar núna að bæta félagi í NFL-deildinni í þann hóp.
Ben Simmons, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, verður frá lengur en upphaflega var talið. Nú er ljóst að Simmons verður frá í þrjá til fjóra mánuði til viðbótar.
Miami Heat er komið í 2-0 í einvíginu gegn Philadelphia 76ers í undanúrslitum Austurdeildar NBA eftir 119-103 sigur á heimavelli í nótt.
Körfuboltakonan Dana Evans gerði á dögunum sögulegan samning við Jordan vörumerkið en það þarf nefnilega að fara aftur til gullaldarliðs Chicago Bulls á tíunda áratugnum til að finna slíkan samning.
Ja Morant átti stórkostlegan leik þegar Memphis Grizzlies jafnaði metin í einvíginu gegn Golden State Warriors með 106-101 sigri í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í nótt.
Mögnuð frammistaða Lukas Doncic dugði skammt fyrir Dallas Mavericks þegar liðið tapaði fyrir Phoenix Suns, 121-114, í undanúrslitum Vesturdeildar NBA.
Hinn stórskemmtilegi leikur Nei eða Já var á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þar spyr Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, ofvitana sem eru með honum í setti að spurningum er snúa að NBA-deildinni í körfubolta og þeir verða að svara játandi eða neitandi.
„Golden State Warriors lítur langbest út af öllum liðunum í Vestrinu og eru búnir að líta best út alla úrslitakeppnina og fyrir mér eru þeir favorites í Vestrinu,“ segir Hörður Unnsteinsson í Lögmál leiksins í kvöld þar sem farið er yfir úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.
Þrátt fyrir að Draymond Green hafi verið rekinn út úr húsi í fyrri hálfleik vann Golden State Warriors Memphis Grizzlies, 116-117, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í gær.
Memphis Grizzlies varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta þegar liðið lagði Minnesota Timberwolves 114-106. Það er nú ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Austur- og Vesturdeildarinnar.