Golden State Warriors hafa verið að skríða upp töfluna að undanförnu og mættu Houston Rockets á heimavelli sem hafa ekki átt góðu gengi að fagna í vetur. Andrew Wiggins skoraði 36 stig fyrir Warriors og Steph Curry bætti við 30 stigum og 10 stoðsendingum í 120-101 sigri liðsins.
Warriors hafa nú unnið ellefu af tólf heimaleikjum sínum á tímabilinu og eru í sjötta sæti Vesturdeildarinnar.
Rudy Gobert was ejected for kicking Kenrich Williams and tripping him pic.twitter.com/oCROiUhNk1
— Bleacher Report (@BleacherReport) December 4, 2022
Minnesota Timberwolves tapaði á heimavelli gegn Oklahoma Thunder þar sem Rudy Gobert var rekinn af velli í öðrum leikhluta fyrir að fella Kenrich Williams undir körfunni. Alls voru dæmdar átta tæknivillur á liðin í leiknum sem Oklahoma Thunder vann 135-128 útisigur.
Luka Doncic skoraði 30 stig fyrir Dallas Mavericks sem vann 121-100 útisigur á New York Knicks. Doncic bætti þar að auki við átta fráköstum og sjö stoðsendingum en hann hefur verið frábær á tímabilinu fyrir Dallas liðið sem er þó fyrir neðan miðja Vesturdeildina.
The NBA standings after today's action!
— NBA (@NBA) December 4, 2022
https://t.co/6FlAliik3X pic.twitter.com/VDlFGK0Cs3
Önnur úrslit í NBA-deildinni í nótt:
Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 96-123
Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 96-105
Toronto Raptors - Orlando Magic 121-108
Utah Jazz - Portland Trailblazers 111-116