Hvað er íslenzki sjávarklasinn? Kortlagning íslenzka sjávarklasans, sem kynnt var í fyrradag, er þarft verkefni og líklegt til að bæði breyta og skerpa sýn okkar á sjávartengda atvinnustarfsemi á Íslandi. Yfirlýst markmið verkefnisins, sem Háskóli Íslands og ýmis fyrirtæki standa að, er að „kortleggja alla starfsemi í sjávarklasanum, efla vitund, áhuga og samstarf og móta stefnu um sjávarklasann á Íslandi“. Fastir pennar 26. maí 2011 08:00
Askan og öryggið Gosið í Grímsvötnum er nú í rénun og vonandi að það hafi úr þessu lítil áhrif á flugumferð í Evrópu. Truflun á flugumferð í gær var mun minni en þegar gaus í Eyjafjallajökli í fyrra Fastir pennar 25. maí 2011 06:00
Vondar fréttir, samstillt viðbrögð Eldgosið í Grímsvötnum minnir okkur enn og aftur á að við búum í landi þar sem náttúruöflin eru óútreiknanleg og geta hvenær sem er gripið harkalega inn í okkar daglega líf. Náttúran sýnir mátt sinn og megin og manneskjurnar verða um leið ósköp smáar frammi fyrir þeim ógnarkrafti sem í henni býr. Fastir pennar 24. maí 2011 07:00
Unnið fyrir opnum tjöldum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, svo og Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, hafa gert alvarlegar athugasemdir við frummatsskýrslu Orkuveitu Reykjavíkur vegna fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráuhnúka í Bláfjöllum. Fastir pennar 23. maí 2011 10:00
Fara markmiðin saman? Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, sagði í gær frá nýrri mælingu svissneska viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni ríkja. Ísland sígur um eitt sæti á listanum, niður í það 31. en var árið 2006 í fjórða sætinu. Flest lönd sem við viljum bera okkur saman við eru miklu ofar á listanum. Fastir pennar 19. maí 2011 09:00
Áfram frjáls för Frjáls för fólks á milli ríkja Evrópu er einn mikilvægasti ávinningur Evrópusamstarfsins. Hægt er að ferðast frá Bjargtöngum í vestri til Narvi í Eistlandi í austri án þess að standa í biðröð eftir vegabréfaskoðun. Svíinn, sem afgreiðir í búð í Kaupmannahöfn og talar við íslenzka viðskiptavini með skánskum hreim, sá ekki einu sinni landamæravörð við skiltið „Danmark" við Eyrarsundsbrúna þegar hann ók í vinnuna. Víða um Evrópu eru landamærin ekki annað en strik á korti. Fastir pennar 18. maí 2011 06:00
Grautað í pottum Efni frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til breytinga á fiskveiðistjórnunarlöggjöfinni liggur nú loksins fyrir, þótt enn hafi frumvarpið ekki verið lagt formlega fram á Alþingi. Óhætt er að fullyrða að frumvarpið staðfesti þær áhyggjur sem margir höfðu fyrirfram af því að þar væri hreint glapræði á ferðinni. Fastir pennar 17. maí 2011 09:30
Tími breytinga Tölur, sem voru kynntar á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs á föstudag, sýna að þrátt fyrir að sett hafi verið lög um jafnari hlutföll kynjanna í stjórnum fyrirtækja fjölgar konum í stjórnum mjög hægt. Hlutfall kvenna meðal stjórnarmanna í 300 stærstu fyrirtækjum landsins er um 19 prósent, en hlutur annars kynsins má ekki vera lakari en 40% samkvæmt löggjöfinni. Fastir pennar 16. maí 2011 06:00
Hvernig er velferðin tryggð? Stundum þarf að benda á sjálfsagða hluti, sem eiga að liggja í augum uppi og vera á hvers manns vitorði en eru það af einhverjum orsökum ekki. Þetta er gert í svokallaðri skoðun Viðskiptaráðs, sem sagt var frá hér í blaðinu í vikunni. Fastir pennar 13. maí 2011 07:00
Yfirvofandi læknaskortur Kjör heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi standast engan veginn samjöfnuð við það sem gerist í nágrannalöndunum. Ein birtingarmynd þess kemur fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær, þar sem sagt var frá því að margir læknar og hjúkrunarfræðingar á Íslandi notuðu sumarleyfi sín og uppsöfnuð vaktafrí til að fara á nokkurs konar vertíð í Svíþjóð og Noregi og hala inn margra mánaða laun á stuttum tíma. Fastir pennar 10. maí 2011 06:00
Mörg spurningamerki Gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði er alla jafna fagnaðarefni. Nú hafa verið gerðir kjarasamningar til þriggja ára. Það eykur vissulega líkurnar á stöðugleika og friði á vinnumarkaðnum á þeim tíma og að íslenzkt atvinnulíf nái vopnum sínum og geti á nýjan leik farið að skapa atvinnu og hagvöxt. Fastir pennar 8. maí 2011 09:55
Til hamingju með Hörpu Full ástæða er til að óska Íslendingum til hamingju með tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, þar sem fyrstu sinfóníutónleikarnir voru haldnir í fyrrakvöld. Loksins hefur Ísland eignazt tónlistarhús sem stenzt samjöfnuð við mörg þau beztu í nágrannalöndum okkar. Loksins hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands fengið samastað sem henni hæfir og leyfir henni að hljóma eins og hún á skilið. Loksins fær Íslenzka óperan sal þar sem von er til að stórar sýningar standi undir sér. Fastir pennar 6. maí 2011 07:00
Hættuleg tilraunastarfsemi Innan Evrópusambandsins hafa um nokkurt skeið verið til umræðu hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins sem taka mjög mið af íslenzka kvótakerfinu. Framkvæmdastjórn ESB hefur kynnt sér íslenzka kerfið vel, leitað til íslenzkra ráðgjafa um endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB og litið um margt til Íslands sem fyrirmyndar um stjórn fiskveiða. Fastir pennar 4. maí 2011 06:00
Önnur Kalifornía? Beint lýðræði er í sókn víða um heim, einkum á Vesturlöndum. Yfir helmingur þjóðaratkvæðagreiðslna, sem efnt hefur verið til frá frönsku byltingunni, hefur átt sér stað á undanförnum 25 árum. Nýlega ákváðu íbúar í Suður-Súdan í Fastir pennar 3. maí 2011 06:00
Sameiginleg ábyrgð Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og forysta ríkisstjórnarinnar hafa fundið sér sameiginlegan blóraböggul ef marka má ræðuhöld gærdagsins, Landssamband íslenzkra útvegsmanna. Hin ófrávíkjanlega krafa atvinnurekenda að fá einhverja vissu um starfsskilyrði sjávarútvegsins áður en gengið yrði frá kjarasamningum er kölluð "grímulaus sérhagsmunagæzla“ og "kúgun“ LÍÚ. Skoðun 2. maí 2011 06:00
Lífrænn innflutningur Áhugi íslenzkra neytenda á lífrænum búvörum hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Nýlega er búið að stofna Samtök lífrænna neytenda. Jafnframt hefur umræða um umhverfisvænan landbúnað og velferð dýra verið býsna hávær að undanförnu. Fastir pennar 29. apríl 2011 00:00
Kapp með forsjá Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ákveðið að flytja ekki Landhelgisgæzluna til Suðurnesja að svo stöddu og þar með gengið þvert gegn væntingum heimamanna og rofið þau fyrirheit sem margir töldu að ríkisstjórnin hefði gefið þegar hún fundaði í Reykjanesbæ og lofaði að skoða málið. Þetta er engu að síður rétt ákvörðun. Fastir pennar 28. apríl 2011 06:00
Sterk staða - mikil ábyrgð Fréttablaðið á tíu ára afmæli í dag. Blaðið var fyrst gefið út 23. apríl árið 2001. Þá voru ekki margir aðrir en aðstandendur blaðsins sem höfðu trú því að útgáfan gæti gengið, eins og Eyjólfur Sveinsson, stofnandi blaðsins, segir frá í viðtali í blaðinu í dag. Fastir pennar 23. apríl 2011 06:00
Þungum steinum velt Páskafríið er frábært. Fimm frídagar sem er hægt að ganga að sem vísum, ólíkt jólafríinu sem er mjög misjafnlega vinnuveitendavænt, og án streitunnar og gjafakapphlaupsins sem stundum fylgir jólahátíðinni. Nú er tækifærið til að njóta góðra stunda með vinum og fjölskyldu. Fastir pennar 21. apríl 2011 06:00
Hnútur sem þarf að leysa Viðræður atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og stjórnvalda komust í vondan hnút síðastliðinn föstudag þegar kjaraviðræður sigldu í strand. Sjávarútvegsmál voru stærsta ágreiningsefnið en ríkisstjórnin gat ekki sýnt vinnuveitendum á spilin um það hvaða breytingar yrðu gerðar á stjórn fiskveiða. Fastir pennar 19. apríl 2011 09:27
Vantraust á pólitíkina Atkvæðagreiðslan um tillögu Sjálfstæðisflokksins um vantraust á ríkisstjórnina veikti hana en felldi hana ekki. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, varð sá þriðji úr þingflokknum til að ganga úr skaftinu. Meirihluti ríkisstjórnarinnar á þingi er nú orðinn eins naumur og hann getur orðið. Fastir pennar 14. apríl 2011 10:21
Lýðræðislegt gjald Sautján ára aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu virðist furðu oft gleymast í umræðum um Evrópumál. Hún gleymist til dæmis þegar talað er um "aðlögunarviðræður“ en ekki aðildarviðræður við Evrópusambandið og því haldið fram að íslenzkt samfélag þurfi að taka gagngerum breytingum, áður en til aðildar að ESB getur komið. Þeir sem tala svona hafa ekki tekið eftir þeim gífurlegu breytingum sem EES-aðildin hefur leitt af sér, en í samanburðinum er undirbúningur stjórnsýslunnar fyrir hugsanlega ESB-aðild smámunir. Fastir pennar 12. apríl 2011 07:00
Ábyrgð og afleiðingar Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin í fyrradag var afgerandi. Þjóðin hafnar samningaleiðinni og vill þess í stað láta reyna á lögmæti hins evrópska innistæðutryggingakerfis fyrir dómstólum. Fastir pennar 11. apríl 2011 06:00
Já fyrir atvinnu og uppbyggingu Hverjir ættu að setja krossinn við já á kjörseðlinum í Icesave-kosningunni í dag? Það ættu þeir klárlega að gera sem vilja ljúka stjórnmáladeilum og lögfræðiþrefi við nágranna- og vinaríki okkar og tryggja Íslandi þann stuðning og samstarf sem við þurfum á að halda til að vinna okkur út úr efnahagskreppunni. Fastir pennar 9. apríl 2011 06:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun