Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Áhorfendametið í Krikanum á 19 ára afmæli í dag

    FH-ingar vonast til þess að slá áhorfendametið í Kaplakrikanum þegar fjórði úrslitaleikur FH og Akureyrar fer þar fram í kvöld. FH-ingar eru 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þessum leik sem hefst klukkan 19.30.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðlaugur: Sveinbjörn var frábær

    Guðlaugur Arnarsson var sem klettur í vörn Akureyrar í dag er liðið vann FH 23-22 í æsispennandi leik. Akureyri er 2-1 undir í einvíginu en lék betur í dag en í hinum tveimur leikjunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Pálmar: Datt þeirra megin í dag

    Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson var eðlilega hundsvekktur með tapið gegn Akureyri í dag. FH fór tómhent heim að norðan eftir 23-22 sigur Deildarmeistaranna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Heimir og Baldvin: Ræðst á lokaskotinu

    Æskufélagarnir Heimir Örn Árnason og Baldvin Þorsteinsson skiptust á léttum skotum eftir sigur Akureyrar á FH í dag, 23-22. Heimir segir að úrslitin í einvíginu ráðist ekki fyrr en á lokaskoti þess, á föstudaginn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Enn er líf í Akureyringum

    Akureyri vann nauman sigur á FH í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í dag. Akureyri vann leikinn 23-22 og því er staðan í einvígi liðanna um titilinn 2-1 fyrir FH. Næst er leikið á miðvikudag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Jóhann Gunnar spáir í þriðja leik Akureyrar og FH

    Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, hefur verið einn af öflugustu leikmönnum Safamýrapilta í vetur og fékk Vísir hann til að spá fyrir um þriðja leik Akureyrar og FH í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ásbjörn: Þægilegt, en alls ekki búið

    „Það er virkilega þægilegt að vera komnir í 2-0 í einvíginu,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, eftir sigurinn í kvöld. FH vann Akureyri, 28-26, í öðrum leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðmundur Hólmar: Þetta er búið að vera skrautlegt

    Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, hefur mikið verið í umræðunni eftir fyrsta leik Akureyrar og FH. Guðmundur fékk að líta rauða spjaldið í leiknum en slapp við bann þar sem dómarar leiksins skiluðu ekki inn agaskýrslu eftir leik. Við það var formaður dómaranefndar HSÍ ósáttur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Afturelding hélt sæti sínu í N1 deild karla

    Afturelding tryggði sér 2-0 sigur í úrslitaeinvíginu í umspili N1 deild karla í handbolta með því að vinna sjö marka sigur á Stjörnunni, 25-18, í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Afturelding vann þar með alla fjóra leiki sína í umspilinu og heldur því sæti sínu í N1 deild karla.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Formaður dómaranefndar ósammála Antoni og Hlyni

    Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, er ekki sammála þeirri ákvörðun dómaranna Antons Gylfa Pálssonar og Hlyns Leifssonar að sleppa því að senda inn agaskýrslu vegna rauða spjaldsins sem þeir gáfu Akureyringnum, Guðmundi Hólmar Helgasyni, í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Atli Rúnar: Hugsaði ekkert sérstakt

    Atli Rúnar Steinþórsson var kampakátur eftir sigurmark sitt gegn Akureyri í kvöld. Hann skoraði um leið og lokaflautan gall og tryggði Hafnfirðingum forskot í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Afturelding komin 1-0 yfir á móti Stjörnunni

    Afturelding steig eitt skref í átt að því að halda sæti sínu í N1 deild karla í handbolta þegar liðið vann 28-27 sigur á Stjörnunni í fyrsta úrslitaleik liðanna um sæti í N1 deild karla á næsta tímabili. Mosfellingar eru þar með komnir í 1-0 en tvo sigra þarf til að tryggja sér sætið í úrvalsdeildinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Sigurmark Atla á lokasekúndunni

    Atli Rúnar Steinþórsson tryggði FH dramatískan sigur með síðasta kasti leiksins gegn Akureyri í kvöld. Lokatölur 21-22. Þetta var fyrsti leikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en þrjá sigurleiki þarf til að verða meistari.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar Andri: Þetta verða hnífjafnir leikir

    Logi Geirsson mun spila með FH gegn Akureyri í kvöld þó svo hann sé ekki upp á sitt besta og geti ekki beitt sér af fullum krafti. Úrslitarimman um Íslandsmeistaratitilinn um handbolta hefst í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðlaugur: Var rólegur í páskaeggjaátinu

    Úrslitarimman í N1-deild karla hefst í kvöld þegar deildarmeistarar Akureyrar taka á móti FH í íþróttahöllinni á Akureyri. Rúm vika er síðan undanúrslitin kláruðust og við það eru margir ósáttir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Oddur heldur út til Þýskalands í dag

    "Ég ætla að skella mér til Þýskalands á morgun og skoða aðstæður hjá Wetzlar,” sagði Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Oddur mun halda til Þýskalands í dag þar sem hann mun verða til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Wetzlar í eina þrjá daga.

    Handbolti