„Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Valur sigraði Stjörnuna 32-27 í opnunarleik Olís deildarinnar í Garðabæ í kvöld. Viktor Sigurðsson var öflugur fyrir Val í kvöld með níu mörk og nýi þjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, var ánægður með sigurinn. Handbolti 3. september 2025 21:33
Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handboltavertíðin í Olís-deild karla hófst með leik Stjörnunnar og Vals í Hekluhöllinni í Mýrinni í Garðabænum í kvöld. Valsmenn hefja leiktíðina vel en liðið vann sannfærandi sigur. Val er spáð deildarmeistaratitilinum af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum deildarinnar og Ágúst Þór Jóhannsson fer vel af stað með liðið. Handbolti 3. september 2025 20:58
Sigursteinn framlengir við FH Þjálfari karlaliðs FH í handbolta, Sigursteinn Arndal, hefur framlengt samning sinn við félagið til þriggja ára. Handbolti 1. september 2025 13:31
Stjarnan er meistari meistaranna Stjarnan fagnaði sigri í kvöld í Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki eftir eins marks sigur á Íslands- og bikarmeisturum Fram. Handbolti 21. ágúst 2025 20:51
„Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason hafa fylgst að nánast allan handboltaferilinn og eru nú báðir búnir að leggja skóna á hilluna. Þeir hafa ekki enn fengið nóg af hvorum öðrum og eru jafnvel meira saman eftir að hafa hætt í handbolta, en hvorugur er góður í golfi. Handbolti 21. ágúst 2025 10:31
„Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Rúnar Kárason hvetur stjórnendur hjá ÍBV til þess að viðurkenna mistök og biðja Kára Kristján Kristjánsson afsökunar vegna þess hvernig komið var fram við hann eftir að samningur hans við félagið rann út í sumar. Handbolti 17. ágúst 2025 22:48
ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar ÍBV hefur sent frá sér stuttorða yfirlýsingu þar sem félagið harmar að samningsviðræður við Kára Kristján Kristjánsson hafi ekki gengið sem skyldi. Handbolti 15. ágúst 2025 18:51
Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Eyjagoðsögnin og einn farsælasti leikmaður ÍBV í gegnum tíðina náði ekki samkomulagi við ÍBV um nýjan samning. Ferill hans er líklega á enda. Handbolti 15. ágúst 2025 08:06
„Margt dýrmætt á þessum ferli“ Eftir langan og farsælan feril eru handboltaskór Ásbjörns Friðrikssonar komnir upp í hillu. Hann ætlar að kúpla sig alfarið út til að byrja með fjölskyldunnar vegna og skilur sáttur við. Handbolti 15. júlí 2025 11:32
Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Handknattleiksdeild KA hefur samið við georgíska landsliðsmanninn Giorgi Dikhaminjia um að leika með liðinu í vetur. Giorgi, sem er 28 ára gamall og 188 cm á hæð, leikur oftast sem hægri skytta en getur einnig leyst af í horninu. Handbolti 11. júlí 2025 17:48
Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Íslandsmeistarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram til fjölda ára og landsliðsmaður Finnlands, hefur samið við Sandefjord, nýliða í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 11. júlí 2025 13:32
Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. Handbolti 7. júlí 2025 10:43
Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Alexander Petersson, sem á að baki einn lengsta handboltaferil sem sögur fara af, er hættur. Handbolti 1. júlí 2025 18:30
Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Valsmenn hafa eignast Evrópumeistara í bæði karla- og kvennaflokki á síðustu árum. Kvennaliðið vann Evrópubikarinn í vetur og fara aftur í Evrópukeppni í vetur en karlarnir sitja aftur á móti heima. Handbolti 29. júní 2025 13:58
Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Rúnar Kárason hefur framlengt samning sinn við Fram en Rúnar varð bæði bikar- og Íslandsmeistari með Fram á nýafstöðnu tímabili í Olís-deild karla. Handbolti 23. júní 2025 18:02
KA menn fá örvhenta norska skyttu KA hefur fengið liðsstyrk í handboltalið sitt þar sem Norðmaðurinn Morten Boe Linder hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Þessu greinir félagið frá á KA.is. Sport 18. júní 2025 23:01
„Stress og spenningur að flytja einn út og þurfa læra á uppþvottavél“ Reynir Þór Stefánsson segist gera sér grein fyrir hvernig stökk það er að fara úr efstu deilda í handbolta hér á landi yfir í þýsku úrvalsdeildina. Mikil vinna sé fram undan. Handbolti 12. júní 2025 10:33
KA ræður manninn sem gerði KA/Þór að Íslandsmeisturum Andri Snær Stefánsson er nýr þjálfari karlaliðs KA í handbolta en félagið segir frá ráðningunni á heimasíðu sinni. Handbolti 7. júní 2025 12:01
Elín Klara og Reynir Þór valin best Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir og Framarinn Reynir Þór Stefánsson voru kosin bestu leikmenn Olís deildanna í handbolta þegar uppskeruhátíð HSÍ fór fram í dag. Handbolti 5. júní 2025 23:50
Dagur Árni fetar í fótspor pabba síns Handknattleiksdeild Vals hefur tryggt sér krafta eins allra efnilegasta leikmanns landsins því hinn 18 ára gamli Dagur Árni Heimisson hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Handbolti 5. júní 2025 10:10
Lýst sem ungum Elvari: Reynir til eins besta liðs Þýskalands Þýska handknattleiksfélagið Melsungen staðfesti í dag komu Framarans unga Reynis Þórs Stefánssonar. Óhætt er að segja að síðustu vikur hafi verið sannkallaður draumur hjá þessum 19 ára leikmanni. Handbolti 5. júní 2025 09:35
Gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum á leikmannahópnum Eftir sögulegt tímabil og sigra hér heima sem og í Evrópu tekur Ágúst Þór Jóhannsson, fráfarandi þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta við karlaliði félagsins og fær það verkefni að koma liðinu aftur á sigurbrautina. Handbolti 5. júní 2025 09:30
Spilar með tilfinningum sínum: „Næst kýlir maður með vinstri“ Tryggvi Garðar Jónsson, tvöfaldur meistari með Fram í handboltanum er á leið út í atvinnumennsku. Tímabilið hjá honum var ekki allt eins og blómstrið eina, Tryggvi spilar með tilfinningum sínum, þær leiða hann stundum í gönur en aftra því þó ekki að hann vinni titla. Handbolti 4. júní 2025 09:30
Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Hinn 22 ára gamli Tryggvi Garðar Jónsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í handbolta með Fram, flytur til Austurríkis í sumar því hann hefur samið við úrvalsdeildarfélagið ALPLA Hard. Handbolti 27. maí 2025 13:30
Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Framarar urðu í fyrrakvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta í fyrsta sinn í 12 ár. Mikil vinna er að baki og kveðst Reynir Þór Stefánsson hafa bætt á sig um átta kílóum af vöðvum fyrir leiktíðina. Óhætt er að segja að það hafi skilað sér, enda meðal allra bestu manna liðsins í vetur. Handbolti 24. maí 2025 10:31
„Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var gríðarlega stoltur af sínu liði í kvöld. Fram sigraði Val með einu marki í kvöld, 27-28, og sópaði Val þar með 3-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 22. maí 2025 22:18
„Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Rúnar Kárason varð Íslandsmeistari í handbolta í þriðja sinn í kvöld er Fram vann eins marks sigur gegn Val í úrslitum Olís-deildar karla, 27-28. Handbolti 22. maí 2025 22:03
„Þjáning í marga daga“ „Þetta er bara ömurlegt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tap liðsins gegn Fram í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Handbolti 22. maí 2025 21:50
Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Fram er Íslandsmeistari í handbolta karla árið 2025. Varð það ljóst eftir sigur liðsins á Val í kvöld þar sem sigurmarkið kom þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir. Lokatölur 27-28 og Framarar sópuðu Val úr keppni 3-0. Fram er því tvöfaldur meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins karlamegin. Handbolti 22. maí 2025 18:47
Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Khalil Chaouachi og sambýliskona hans Szonja Szöke munu leika með handboltaliðum FH næstu þrjú árin. Khalil er 23 ára línumaður en Szonja tvítugur markmaður. Félagið mun hjálpa þeim að aðlagast nýju landi og nýjum handbolta. Handbolti 22. maí 2025 13:08
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn