

Olís-deild karla
Leikirnir

Seinni bylgjan: Ásbjörn í miklu basli eftir kinnhestinn
„Þetta var ljótt djók. Þetta er bara leiðinlegt fyrir hann,“ sagði Róbert Gunnarsson um FH-inginn Ásbjörn Friðriksson í Seinni bylgjunni í gærkvöld eftir gríninnslag tengt markametsfíaskóinu í síðustu viku.

Patrekur: Ekki sammála að það væri einhver krísa hjá okkur milli manna
Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stig á árinu 2022 var Patrekur Jóhanneson, þjálfari Stjörnunnar, með góða tilfinningu fyrir leiknum gegn FH í kvöld. Og hún reyndist á rökum reist því Stjörnumenn unnu þriggja marka sigur, 24-27.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 24-27 | Fyrsti sigur Stjörnumanna á árinu
Stjarnan vann sinn fyrsta leik á árinu þegar liðið lagði FH að velli, 24-27, í Kaplakrika í kvöld. Þetta var fyrsta tap FH-inga á heimavelli í vetur.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Selfoss 25-32 | Selfyssingar keyrðu yfir Víkinga þegar leið á
Víkingur tók á móti Selfossi í 19. umferð Olís-deildar karla í kvöld.

Halldór Jóhann: Ekki auðveldur leikur
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur við sjö marka sigur á móti Víking í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Grótta 26-28 | Grótta eygir enn von um úrslitakeppni
Grótta hélt möguleikanum á sæti í úrslitakeppni á lífi er liðið hafði betur gegn HK í Olís-deild karla í handbolta í dag.

Jónatan Magnússon: Töpum þessu stigi
„Ég er drullu svekktur og fúll,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 25-25 jafntefli á móti Aftureldingu í KA heimilinu í dag. KA var að vinna með tveimur þegar skammt var eftir af leiknum en fór afskaplega illa að ráði sínu á lokametrunum og náði ekki skoti í lokasókninni.

Umfjöllun og viðtöl: KA - Afturelding 25-25 | Jafnt í KA heimilinu
KA og Afturelding skildu jöfn 25-25 í KA heimilinu á Akureyri í dag eftir dramatískar lokasekúndur þar sem KA fór illa að ráði sínu í lokasókninni.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 30 - 30 Haukar | Bæði lið stigi ríkari eftir stórslaginn
ÍBV og Haukar, tvö af efstu fjórum liðunum í Olís-deild karla í handbolta, áttust við í hörkuleik í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 30-26| Valsmenn aftur á sigurbraut
Valur komst aftur á sigurbraut eftir fjögurra marka sigur á Fram 30-26. Valsarar voru sterkari á lokasprettinum og sigldu fram úr sem skilaði stigunum tveimur.

Snorri Steinn: Héldum haus allan leikinn
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með hvernig Valur svaraði vonbrigðunum gegn FH í síðustu umferð.

Reynsluboltinn Ásbjörn: „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum“
Hinn stórskemmtilegi liður „Eina“ með hinum eina sanna Guðjóni Guðmundssyni eða Gaupa eins og alþjóð þekkir hann betur sem var á sínum stað í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Þar var rætt við Ásbjörn Friðriksson, einn besta leikmann FH sem og Olís-deildar karla í handbolta.

„Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því“
Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir að Stjörnumenn þurfi að hreinsa andrúmsloftið ef þeir ætla ekki að líta illa út í úrslitakeppninni.

Ekki rétt að Ásbjörn sé sá markahæsti frá upphafi
Í gær tilkynntu FH-ingar að Ásbjörn Friðriksson sé orðinn markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en þegar tölfræðin var skoðuð betur kom í ljós að FH-ingurinn öflugi á enn nokkuð langt í land með að taka metið.

Sjáðu Ásbjörn „klobba“ landsliðsmarkvörðinn og verða sá markahæsti í sögunni
FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson er nú orðinn markahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi en hann bætti metið í stórsigrinum á Val í Olís-deild karla í gær.

Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt
Stjarnan tapaði í kvöld sínum fimmta leik í röð þegar liðið tapaði 30-27 á heimavelli gegn Gróttu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar fannst lið sitt spila nokkuð vel í fyrri hálfleik en missa sjálfstraustið í þeim síðari.

Haukar í basli með botnliðið en sendu það niður um deild
Topplið Olís-deildar karla í handbolta, Haukar, mörðu botnlið Víkings 28-26 í leik liðanna í kvöld. Úrslitin þýða að Víkingar eru fallnir úr deildinni líkt og HK sem féll einnig eftir tap í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 33-23 | HK-ingar fallnir úr Olís-deildinni
Eftir tíu marka tap gegn Selfyssingum á útivelli og sigur Gróttu gegn Stjörnunni er HK fallið úr Olís-deild karla. Lokatölur á Selfossi í kvöld 33-23, Selfyssingum í vil.

Ásbjörn eftir merkan áfanga og góðan sigur: Þetta er viðurkenning að maður hafi verið að gera gott síðustu ár
Ásbjörn Friðiriksson leikmaður FH, náði þeim merka áfanga að verða markahæsti leikmaður Olís-deildar karla frá upphafi í kvöld er FH mætti Val í 18. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Hann hefur nú skorað 1412 mörk í Olís-deildinni.

„Þetta lið verður geggjað þegar við komum aftur í Olís-deildina“
Eftir tíu marka tap á Selfossi í kvöld er HK fallið úr Olís-deild karla í handbolta. Sebastian Alexandersson, þjálfari liðsins, segir að úrslitin gefi rétta mynd af leiknum sem var spilaður, en er þó bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir allt.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 27-30 | Sterkur sigur gestanna og heimamenn ekki unnið deildarleik á árinu
Átjánda umferð Olís-deildar karla í handbolta hófst í kvöld eftir u.þ.b. tveggja vikna hlé á deildarkeppninni. Í Garðabæ mætti Grótta í heimsókn og lék gegn heimamönnum í Stjörnunni. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Gróttu, en sigurinn hefði hæglega getað verið stærri.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Valur 30-22 | Heimamenn hefndu fyrir tapið í bikarnum
FH-ingar fengu nýkrýnda bikarmeistara Vals í heimsókn í 18. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Liðin mættust síðast í undanúrslitum Coca-cola bikarsins þar sem Valsmenn slóu FH út og því við hörkuleik að búast. Lokatölur 30-22.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 29-32 | Eyjasigur á klaufskum Mosfellingum
ÍBV vann þriggja marka sigur á Aftureldingu, 29-32, í Mosfellsbænum í 18. umferð Olís-deildar karla í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 24-26 | Möguleikar Safamýrarpilta á sæti í úrslitakeppninni fara dvínandi
KA vann sterkan tveggja marka útisigur á Fram í leik sem Safamýrarpiltar þurftu nauðsynlega að vinna til að halda í vonina um sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 26-24 gestunum frá Akureyri í vil og vonir Fram fara því dvínandi.

„Verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð“
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að fjöldi sóknarmistaka hefði verið munurinn á milli feigs og ófeigs gegn ÍBV í kvöld.

Einar Jónsson: Dómgæslan var brandari
Fram tapaði afar mikilvægum heimaleik gegn KA 24-26. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var allt annað en sáttur með dómgæsluna í leiknum.

Upphitun Seinni bylgjunnar: „Valsararnir líta ógeðslega vel út“
Gríðarleg spenna er á toppi Olís-deildar karla í handbolta nú þegar fram undan eru fimm síðustu umferðirnar á aðeins þremur vikum. Algjör lykilleikur í bráttunni um sæti í úrslitakeppninni er í Safamýri í kvöld.

Ásgeir Örn um lokasprettinn: Skák í gangi og röðin á liðunum gæti breyst töluvert
Olís-deild karla í handbolta hefst aftur í dag eftir hlé vegna bikarúrslitanna og landsliðsæfinga. Það verða kláraðar fimm umferðir á næstu átján dögum og Guðjón Guðmundsson fékk Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Seinni bylgjunni til að fara aðeins yfir hvernig lokakafli mótsins lítur úr.

„Rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili“
Í stað þess að selja frosna þorskhnakka á Íslandi til að safna fé fyrir félagið sitt getur Darri Aronsson gætt sér á hvítvínslegnum sniglum við bakka Signu í borg ástarinnar, París, sem atvinnumaður í handbolta frá og með næstu leiktíð. Hann er afar spenntur fyrir því að spila í einni albestu deild heims en staðráðinn í að kveðja Hauka með titli og helst titlum.

Áfall fyrir Selfoss: Ísak ristarbrotinn
Selfyssingar urðu fyrir miklu áfalli þegar örvhenta skyttan Ísak Gústafsson ristarbrotnaði á æfingu með U-20 ára landsliðinu.