Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Arndís María og Þórunn báðar úr Val í Gróttu

    Kvennalið Gróttu hefur fengið mikinn liðstyrk í N1-deild kvenna því þær Arndís María Erlingsdóttir og Þórunn Friðriksdóttir hafa báðar skrifað undir samninga við Gróttuliðið. Þær eru báðar uppaldar á Nesinu en hafa leikið með Val síðustu ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gróttu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stelpurnar okkar sáu aldrei til sólar í Úkraínu

    Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Úkraínu ytra í gær í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. Íslenska liðið varð að vinna leikinn með þremur mörkum til þess að komast á EM í Hollandi en það átti aldrei að vera því íslenska liðið átti undir högg að sækja allan leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stelpurnar okkar fara ekki á EM

    EM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik dó í Úkraínu í dag þegar liðið tapaði með tveimur mörkum, 22-20. Úkraína fer því á EM en þetta var hreinn úrslitaleikur um farseðil á EM.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðný Jenný: Við eigum mikið inni

    "Ég er búinn að skoða þær aðeins og þær eru sterkar í gegnumbrotum og með fínar skyttur. Þetta er flott lið sem við erum að fara að mæta," sagði landsliðsmarkvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir en hún þarf að eiga góðan leik gegn Spáni í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sunna kölluð inn í A-landsliðið

    Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari kvenna í handbolta hefur þurft að gera eina breytingu á landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Spáni og Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK missir Elínu Önnu yfir í FH

    Elín Anna Baldursdóttir, markahæsti leikmaður HK í úrslitkeppni N1 deildar kvenna og einn allra besti leikmaður Kópavogsliðsins síðustu ár, hefur gert tveggja ára samning við FH. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FH.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hrafnhildur: Verð bara betri með árunum

    "Ég verð aldrei þreytt á því að lyfta þessum bikar, enda er ég með frekar góða upphandleggsvöðva," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði Vals, eftir að Valur varð Íslandsmeistari kvenna í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Oddaleikur framundan hjá Fram og Val - myndir

    Valur og Fram munu spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í Vodfone-höllinni á laugardaginn en það var ljóst eftir að Fram vann 18-17 sigur í fjórða leik liðanna í Safamýrinni í kvöld. Stelka Sigurðardóttir tryggði Fram sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok með sínu níunda marki í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framkonur gengu á vegg í Vodafone-höllinni - myndir

    Valskonur eru komnar í lykilstöðu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta eftir sannfærandi 23-17 sigur á Fram í þriðja úrslitaleik N1 deild kvenna í Vodfone-höllinni í kvöld. Valsvörnin sýndi styrk sinn í leiknum í kvöld með Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur í broddi fylkingar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Samantekin ráð hjá Val og Fram að tala ekki við Rúv

    Það er mikil óánægja innan handboltahreyfingarinnar með frammistöðu Rúv í úrslitakeppninni. Sú óánægja kristallaðist eftir fyrsta leik Vals og Fram í úrslitum N1-deildar kvenna þegar bæði leikmenn og þjálfara liðanna neituðu að gefa Rúv viðtöl eftir leikinn.

    Handbolti