„Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Lovísa Arnardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 13. mars 2025 23:32 Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, segir tölur um fjölda sem slasast í umferðinni ekki hafa lækkað eins og Samgöngustofa hefði viljað. Vísir Vegakerfið er byggt upp á löngum tíma og stór hluti þess er kominn á tíma. Á sama tíma hefur fjárfesting ekki verið nægileg, sama hvort það er í tengslum við viðhald eða nýframkvæmdir. Þetta, og margt annað, kom fram í Pallborði um umferðaröryggi og vegakerfið á Vísi í dag. Vegagerðin fær um tólf milljarða á ári í viðhald fyrir allt vegakerfið en mat Vegagerðar er að á ári þurfi að lágmarki 18 til 20 milljarða. Þetta sagði Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, í Pallborðinu í dag. Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir allt of litlu fjármagni hafa verið eytt í vegakerfið á allt of löngum tíma. Á sama tíma hafi umferðin breyst svo mikið. Það séu miklu meiri þungaflutningar og miklu fleiri ferðamenn. Þá sé komin ný tækni í bíla sem hafi áhrif. Fyrir öruggar samgöngur þarf örugga bíla, örugga vegi og örugga notkun eða hegðun. Ólafur segir að á Íslandi séu nánast bara öruggir bílar, hegðunin gæti verið betri, en sé samt mjög góð, en vegirnir fái falleinkunn. „Það er okkar heimavinna og þar getum við gert mest.“ Hann segir Vegagerðina geta gert þetta, það vanti bara fjármagn og nýja hugsun. Það eigi ekki að gefa afslátt af þessu og til þess að hætta því þurfi að innleiða nýja sýn. Einnig var í þættinum fjallað um að í tengslum við umferðaröryggi eigi ekki bara að einblína á banaslys. Hér á landi slasist árlega hundruð manna alvarlega í bílslysum. Gangi ekki nógu vel að fækka alvarlegum slysum Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, segir miklum árangri hafa verið náð síðustu áratugi við að ná niður fjölda banaslysa. Þau séu alltaf of mörg en Samgöngustofa telji saman látna og alvarlega slasaða og það hafi ekki gengið vel að ná þeim fjölda niður. „Það stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni hvað þetta varðar, varðandi fjölda látinna og alvarlega slasaðra,“ segir Gunnar Geir. Hann segir ökutækin alltaf að verða öruggari en það séu á sama tíma margar nýjar áskoranir í umferðinni. Það hafi til dæmis allt farið á hliðina þegar farsímar voru kynntir til leiks. Þá hafi ferðamenn breytt miklu sem og rafhlaupahjólin og reiðhjól. „Þetta er á leiðinni í ranga átt,“ segir Gunnar Geir. Hann segir Samgöngustofu hafa miklar áhyggjur af hegðun ökumanna. Vegirnir þurfi að vera öruggir en ökumenn eigi líka að taka tillit til ástands vegar og hegða sér í samræmi við það hvernig hann er. Ólafur segir að þegar fjallað er um slys verði einnig að horfa til þess hvað þau kosta samfélagið. „Við erum sennilega að tapa tveimur til 2,5 prósentum af landsframleiðslu vegna slysa á ári,“ segir Ólafur. Það séu tugir milljarða í beinan kostnað í heilbrigðiskerfinu og félagskerfinu. „Þá er ekki tekinn inn kostnaður vegna vinnutaps maka, foreldra eða vinnufélaga.“ 1.300 slasist árlega Á hverju ári tapi samfélagið um 230 manns vegna alvarlegra slysa eða banaslysa. Það sé fyrir utan lítið slasaða, sem séu um 1.200 til viðbótar. Árlega skaðist 1.300 manns vegna umferðarslysa. Svo gleymist þau sem verði fyrir áfalli og ef þau eru tekin með er hægt að margfalda töluna með 12 eða 15 per slys að sögn Ólafs. „Ef þetta væri að gerast í einhverju öðru, þá værum við að tala um hamfarir. Það er það sem við þurfum að horfa á sem samfélag, þetta eru hamfarir. Sem við verðum að bregðast við vegna þess að þetta er að kosta okkur allt of mikið. Áföllin og mannskaðinn er svo hrikalega mikill.“ Guðmundur Valur tekur undir þetta og segir það mælikvarða á það sem gerist á vegakerfinu hversu margir deyi eða slasist alvarlega. Hann bendir þó á að þó svo að sá fjöldi sem slasast hafi ekki breyst síðustu tuttugu verði að taka tillit til þess að vegakerfið hefur stækkað og fólki hefur fjölgað. Slysatíðni hafi lækkað og það hafi margt verið gert. Forgangsröðun hafi verið í þágu umferðaröryggis í minni og stærri aðgerðum. Þátturinn var lengri og var farið um víðan völl og rætt um uppbyggingu vegakerfis, notkun klæðingar og gerð gangna. Þáttinn er hægt að horfa á í heild sinni að ofan. Pallborðið Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Slysavarnir Samgönguslys Vegagerð Tengdar fréttir Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi. 10. mars 2025 12:02 Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar. 9. mars 2025 19:01 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Vegagerðin fær um tólf milljarða á ári í viðhald fyrir allt vegakerfið en mat Vegagerðar er að á ári þurfi að lágmarki 18 til 20 milljarða. Þetta sagði Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, í Pallborðinu í dag. Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir allt of litlu fjármagni hafa verið eytt í vegakerfið á allt of löngum tíma. Á sama tíma hafi umferðin breyst svo mikið. Það séu miklu meiri þungaflutningar og miklu fleiri ferðamenn. Þá sé komin ný tækni í bíla sem hafi áhrif. Fyrir öruggar samgöngur þarf örugga bíla, örugga vegi og örugga notkun eða hegðun. Ólafur segir að á Íslandi séu nánast bara öruggir bílar, hegðunin gæti verið betri, en sé samt mjög góð, en vegirnir fái falleinkunn. „Það er okkar heimavinna og þar getum við gert mest.“ Hann segir Vegagerðina geta gert þetta, það vanti bara fjármagn og nýja hugsun. Það eigi ekki að gefa afslátt af þessu og til þess að hætta því þurfi að innleiða nýja sýn. Einnig var í þættinum fjallað um að í tengslum við umferðaröryggi eigi ekki bara að einblína á banaslys. Hér á landi slasist árlega hundruð manna alvarlega í bílslysum. Gangi ekki nógu vel að fækka alvarlegum slysum Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, segir miklum árangri hafa verið náð síðustu áratugi við að ná niður fjölda banaslysa. Þau séu alltaf of mörg en Samgöngustofa telji saman látna og alvarlega slasaða og það hafi ekki gengið vel að ná þeim fjölda niður. „Það stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni hvað þetta varðar, varðandi fjölda látinna og alvarlega slasaðra,“ segir Gunnar Geir. Hann segir ökutækin alltaf að verða öruggari en það séu á sama tíma margar nýjar áskoranir í umferðinni. Það hafi til dæmis allt farið á hliðina þegar farsímar voru kynntir til leiks. Þá hafi ferðamenn breytt miklu sem og rafhlaupahjólin og reiðhjól. „Þetta er á leiðinni í ranga átt,“ segir Gunnar Geir. Hann segir Samgöngustofu hafa miklar áhyggjur af hegðun ökumanna. Vegirnir þurfi að vera öruggir en ökumenn eigi líka að taka tillit til ástands vegar og hegða sér í samræmi við það hvernig hann er. Ólafur segir að þegar fjallað er um slys verði einnig að horfa til þess hvað þau kosta samfélagið. „Við erum sennilega að tapa tveimur til 2,5 prósentum af landsframleiðslu vegna slysa á ári,“ segir Ólafur. Það séu tugir milljarða í beinan kostnað í heilbrigðiskerfinu og félagskerfinu. „Þá er ekki tekinn inn kostnaður vegna vinnutaps maka, foreldra eða vinnufélaga.“ 1.300 slasist árlega Á hverju ári tapi samfélagið um 230 manns vegna alvarlegra slysa eða banaslysa. Það sé fyrir utan lítið slasaða, sem séu um 1.200 til viðbótar. Árlega skaðist 1.300 manns vegna umferðarslysa. Svo gleymist þau sem verði fyrir áfalli og ef þau eru tekin með er hægt að margfalda töluna með 12 eða 15 per slys að sögn Ólafs. „Ef þetta væri að gerast í einhverju öðru, þá værum við að tala um hamfarir. Það er það sem við þurfum að horfa á sem samfélag, þetta eru hamfarir. Sem við verðum að bregðast við vegna þess að þetta er að kosta okkur allt of mikið. Áföllin og mannskaðinn er svo hrikalega mikill.“ Guðmundur Valur tekur undir þetta og segir það mælikvarða á það sem gerist á vegakerfinu hversu margir deyi eða slasist alvarlega. Hann bendir þó á að þó svo að sá fjöldi sem slasast hafi ekki breyst síðustu tuttugu verði að taka tillit til þess að vegakerfið hefur stækkað og fólki hefur fjölgað. Slysatíðni hafi lækkað og það hafi margt verið gert. Forgangsröðun hafi verið í þágu umferðaröryggis í minni og stærri aðgerðum. Þátturinn var lengri og var farið um víðan völl og rætt um uppbyggingu vegakerfis, notkun klæðingar og gerð gangna. Þáttinn er hægt að horfa á í heild sinni að ofan.
Pallborðið Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Slysavarnir Samgönguslys Vegagerð Tengdar fréttir Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi. 10. mars 2025 12:02 Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar. 9. mars 2025 19:01 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi. 10. mars 2025 12:02
Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar. 9. mars 2025 19:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent