

Hafrannsóknarstofnun mun kynna úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár nú klukkan 10.
Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó.
Náttúruverndarsinnar gagnrýna harðlega áform um stóraukið sjókvíaeldi við Íslandsstrendur.
Ríkisstjórnin mun veita Akureyrarhöfn styrk að upphæð 43,8 milljónir króna til þess að stuðla að rafvæðingu hafnarinnar.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði.
Strax árið 1975 var reynt að ná tökum á sókn í þorskinn eftir svarta skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Enn harðari áminning kom með skýrslunni haustið 1983 sem sagði að við yrðum að ná tökum á þorskveiðum ef ekki ætti illa að fara.
Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað.
Þann 27. maí árið 2006 létust tveir skipverjar um borð í Akureyrinni, frystitogara Samherja, þegar eldur kom upp þar sem skipið var við veiðar 75 sjómílur vestur af Látrabjargi. Skipverjarnir hétu Birgir Bertelsen og Hafþór Sigurgeirsson en þeir voru báðir þaulreyndir sjómenn sem gáfu sjómennskunni allt og nutu mikillar virðingar félaga sinna um borð.
Sjómannadagurinn er í dag. Hin 100 ára gamla Guðrún Helgadóttir rifjaði upp fyrsta sjómannadaginn sem haldinn var árið 1938.
Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna.
Kæru landar, til hamingju með sjómannadaginn. Frá landnámi hefur verið dreginn fiskur úr sjó á Íslandsmiðum og nú sem áður fyrr eru fiskimiðin matarkista og grunnur byggðarlaga hringinn í kringum landið.
Á vefnum visir.is hefur staðið yfir umræða um fiskveiðistjórnarkerfið og úthlutun kvótans í upphafi þess 1983. Kvótinn var upphaflega útdeiling á skertum aflamöguleikum. Eðlilegt var að skipta þeim miðað við fortíðina.
Sjávarakademía Sjávarklasans var sett á laggirnar í dag í nánu samstarfi við Fisktækniskóla Íslands. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, opnaði Sjávarakademíuna formlega í Húsi sjávarklasans í dag.
Brynjar Níelsson alþingismaður telur umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið óábyrga.
Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði.
„Telur ráðherrann hæstvirtur ekki að nauðsynlegt sé að vinna gegn slíkri samþjöppun og að stóru fyrirtækin séu orðin svo stór að völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu geti verið skaðleg,“ spurði þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að í óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu í dag.
Brim hf og hópur fjárfesta á Akranesi hafa undirritað kaupsamning um kaup fjárfestanna á öllu hlutafé Norðanfisks ehf.
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær.
Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á aðalfundi samtakanna í dag.
Það verður æ mikilvægara að geta gert grein fyrir uppruna þess afla sem ætlunin er að selja á mörkuðum erlendis.
Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins.
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur framkomnar hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fráleitar.
Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar.
Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli.
Það er lífsins gangur að ein kynslóð tekur við af annarri. Allt er breytingum undirorpið og flest reynum við að undirbúa okkur sem best, hvort sem við erum að yfirgefa þennan heim eða taka hann í arf.
„Við erum ennþá ekki búin að vinna úr málinu sem kom upp í Namibíu sem tengist Samherjaskjölunum. Það mál er enn á borði saksóknara. Það voru ákveðin vonbrigði að mínu viti að frumvarp sjávarútvegsráðherra um tengda aðila í sjávarútvegi að því var frestað fram á haustið,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í Víglínunni í dag.
Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins ræðir stöðuna í viðræðum Icelandair og flugfreyja sem og hugmyndafræðilegan ágreining um framtíð Íslands að loknum kórónuveiru faraldri í Víglínunni. Rósa Björg Brynjólfsdóttir mætir einnig í þáttinn til að ræða stöðu þjóðmála eins og hugmyndir um hernaðaruppbyggingu á Suðurnesjum.
Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó.
Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar alla sunnudaga frá 10 til 12.