Kvótabraskkerfið kosningamál - enn einu sinni Atli Hermannsson skrifar 20. september 2021 18:01 Almenningi er talin trú um að kvótakerfið sé það besta og allur heimurinn horfi öfundaraugum til okkar. Flest okkar láta því duga að vera mötuð á rangfærslum frá sérhagsmuna aðilum sem stýra umræðunni. Þeir sem kafa aðeins dýpra sætta sig ekki við allar rangfærslurnar og því er kvótakerfið enn einu sinni orðið að kosningamáli. Fólk sættir sig t.d. ekki við að fáeinum fyrirtækjum sé færður einkaréttur að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar - sem þeir síðan fénýta sér í eiginhagsmuna skyni. Þá er almenningi einnig ætlað að trúa því að ein milljón tonn af fiski sé betra en tvær milljónir eins og stundum var fyrir daga kvótakerfisins. Þá bætir ekki úr skálk að reglulega stíga „sérfræðingar" fram og segja árangurinn einstakan á heimsvísu. Það sem er rétt í því er að við erum líklega nálægt toppnum þegar samdráttur í heildarafla er borinn saman við önnur lönd. Frá aldamótum er samdrátturinn t.d. rúmlega helmingi meiri hjá okkur en að meðaltali innan ríkja ESB. Er nema von að almenningur sé ruglaður þegar svona er í fisk-pottinn búið. Hagræðingin. Almenningur er einnig reglulega minntur á að ekki megi fórna hagræðingunni í greininni og að núverandi handhafar veiðiheimilda hafi keypt þær – og verði því ekki af þeim teknar. Þegar „kaupin“ eru skoðuð kemur í ljós að stórútgerðin eignfærði og afskrifaði öll kvótakaup hjá sér á árabilinu 1990 til 2003. Fyrstu fimm árin um 20% þá um15% og undir það síðasta um 8%. Kaupin voru dregin frá skatti og því hefur stórútgerðin í raun ekki greitt eina einustu raun-krónu fyrir kvótann - og á því ekki tilkall til bóta ákveði stjórnvöld að leigja þeim aflaheimildirnar. Því til viðbótar var stundum verið að kaupa bókfært tap sem þeir betur stæðu gátu nýtt sér. Flest kaupin og sameiningarnar voru einnig gerðar á áðurnefndu tímabili á aðeins broti af því verði sem heimildirnar eru metnar í dag – 1.200 milljarðar. Banki allra landsmanna. Við þetta má líka bæta að nær öll hagræðingin átti bæði upphaf sitt og endi innan veggja Landsbankans. Þar var t.d. starfsmaður sem útgerðarmenn kölluðu sín á milli „slátrarinn". Þegar fórna þurfti minni útgerð hringdi viðkomandi gjarnan í aðra stærri sem var innundir í bankanum og henni boðin viðkomandi útgerð á skuldabréfi til 15-20 ára - eða á kjörum sem öðrum stóð ekki til boða. Þannig fóru viðskiptin fram og gera enn. Í síðustu viku heyrðum við t.d. af því að dragnótarskipið Steinunn SH frá Ólafsvík hafi verið selt. Fimm eigendur stóðu að Steinunni og vildu þrír þeirra selja sinn hlut. Hinir tveir fóru því á fund hjá Landsbankanum og óskuðu eftir fyrirgreiðslu til að kaupa hlut hinna. Við því gat bankinn ekki orðið en fyrir „einstaka tilviljun" var hlutur hinna þriggja ásamt veiðiheimildum selt Fisk ehf. á Sauðarkrók. Makríllinn synti sömu leið. Almenningi er einnig oft talin trú um að stærstu útgerðirnar hafi orðið til vegna dugnaðar eigenda. Það má til sanns vegar færa, því margir þeirra hafa verið virkilega duglegir að koma sér í vænlega stöðu - vera réttur maður á réttum stað og hafa byggt upp gott tengslanet þegar ákveðnum verðmætum hefur verið úthlutað. Þegar makríllinn fór að gera vart við sig í kringum 2008-9 gerðu margir sér vonir um að tækifærið yrði notað til að gera ákveðnar breytingar á kerfinu. Að makríllinn yrði ekki færður fáeinum fyrirtækjum líkt og með aðra fiskstofna. Strax í maí mánuði 2015 varð sú von að engu þegar þáverandi sjávarútvegsráðherra Sigurður Ingi, Framsóknarflokki lagði fram frumvarp sem gerði ráð fyrir að öllum makríl yrði deilt út samkvæmt veiðireynslu - 96% til stóra flotans og 4% handa smábátum. Að gera betur við suma - en alls ekki aðra. Það sem vakti athygli mína var að í frumvarpinu stóð að hygla ætti ákveðnum útgerðum smábáta sérstaklega með 43% álagi umfram veiðireynslu. Þetta var rökstudd með þeim orðum að eigendur þeirra báta hafi „þróað þann veiðibúnað og þá veiðitækni sem notuð væri við veiðarnar og þeir sem á eftir komu nytu góðs af". Með þessum rökum ætlaði Sigurður Ingi, að koma auknum kvóta til nokkurra flokksgæðinga. Þetta var sérlega ósvífið því vitað var að búnaðurinn hafði verið í notkun í Noregi í mörg ár þar á undan. En á það var ekki hlustað - ákvæðið var ekki tekið út. Mikil og almenn óánægja var með makrílfrumvarp Sigurðar Inga; þar með talið hjá Landsambandi smábátaeigenda sem ekki vildi setja makrílinn í kvóta – að allir smábátar sætu við sama borð. Sigurður Ingi var að lokum gerður afturreka með frumvarpið - en ekki að baki dottinn. Hann breytti bara hausnum á frumvarpinu í einfalda reglugerð og þar með var makríllinn svo gott sem kominn í kvóta þó lagaheimildina sjálfa vantaði. Þetta leiddi einnig til þess að yfir 20 kvótahæstu smábátarnir gengu úr Landssambandi smábátaeigenda og stofnuðu sín eigin sérhagsmunasamtök, Félag Makrílveiðimanna. Annað og lítið breytt makrílfrumvarp ríkisstjórnarinnar leit svo dagsins ljós í maí 2019 eða réttum fjórum árum seinna. Það var lagt fram í skjóli nætur á nákvæmlega sama tíma og öll athygli þjóðarinnar snérist um þriðja orkupakkann. Frumvarpið fór því nokkuð átakalítið í gegnum Þingið nema hvað litlu sérhagsmunasamtökin - hörmuðu hlutinn sinn. Eftir því sem ég kemst næst, hafa allir í Félagi makrílveiðimanna nú þegar selt heimildir sínar til stórútgerðarinnar. Þar með talinn Unnsteinn Þráinsson, formaður félagsins sem seldi makrílkvótann af Sigga Bessa SF til Skinney Þinganes fyrir a.m.k. 72 milljónir króna. Kvótabrask-kerfi stjórnarflokkanna lifir því enn góðu lífi. Höfundur er hafnarvörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Almenningi er talin trú um að kvótakerfið sé það besta og allur heimurinn horfi öfundaraugum til okkar. Flest okkar láta því duga að vera mötuð á rangfærslum frá sérhagsmuna aðilum sem stýra umræðunni. Þeir sem kafa aðeins dýpra sætta sig ekki við allar rangfærslurnar og því er kvótakerfið enn einu sinni orðið að kosningamáli. Fólk sættir sig t.d. ekki við að fáeinum fyrirtækjum sé færður einkaréttur að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar - sem þeir síðan fénýta sér í eiginhagsmuna skyni. Þá er almenningi einnig ætlað að trúa því að ein milljón tonn af fiski sé betra en tvær milljónir eins og stundum var fyrir daga kvótakerfisins. Þá bætir ekki úr skálk að reglulega stíga „sérfræðingar" fram og segja árangurinn einstakan á heimsvísu. Það sem er rétt í því er að við erum líklega nálægt toppnum þegar samdráttur í heildarafla er borinn saman við önnur lönd. Frá aldamótum er samdrátturinn t.d. rúmlega helmingi meiri hjá okkur en að meðaltali innan ríkja ESB. Er nema von að almenningur sé ruglaður þegar svona er í fisk-pottinn búið. Hagræðingin. Almenningur er einnig reglulega minntur á að ekki megi fórna hagræðingunni í greininni og að núverandi handhafar veiðiheimilda hafi keypt þær – og verði því ekki af þeim teknar. Þegar „kaupin“ eru skoðuð kemur í ljós að stórútgerðin eignfærði og afskrifaði öll kvótakaup hjá sér á árabilinu 1990 til 2003. Fyrstu fimm árin um 20% þá um15% og undir það síðasta um 8%. Kaupin voru dregin frá skatti og því hefur stórútgerðin í raun ekki greitt eina einustu raun-krónu fyrir kvótann - og á því ekki tilkall til bóta ákveði stjórnvöld að leigja þeim aflaheimildirnar. Því til viðbótar var stundum verið að kaupa bókfært tap sem þeir betur stæðu gátu nýtt sér. Flest kaupin og sameiningarnar voru einnig gerðar á áðurnefndu tímabili á aðeins broti af því verði sem heimildirnar eru metnar í dag – 1.200 milljarðar. Banki allra landsmanna. Við þetta má líka bæta að nær öll hagræðingin átti bæði upphaf sitt og endi innan veggja Landsbankans. Þar var t.d. starfsmaður sem útgerðarmenn kölluðu sín á milli „slátrarinn". Þegar fórna þurfti minni útgerð hringdi viðkomandi gjarnan í aðra stærri sem var innundir í bankanum og henni boðin viðkomandi útgerð á skuldabréfi til 15-20 ára - eða á kjörum sem öðrum stóð ekki til boða. Þannig fóru viðskiptin fram og gera enn. Í síðustu viku heyrðum við t.d. af því að dragnótarskipið Steinunn SH frá Ólafsvík hafi verið selt. Fimm eigendur stóðu að Steinunni og vildu þrír þeirra selja sinn hlut. Hinir tveir fóru því á fund hjá Landsbankanum og óskuðu eftir fyrirgreiðslu til að kaupa hlut hinna. Við því gat bankinn ekki orðið en fyrir „einstaka tilviljun" var hlutur hinna þriggja ásamt veiðiheimildum selt Fisk ehf. á Sauðarkrók. Makríllinn synti sömu leið. Almenningi er einnig oft talin trú um að stærstu útgerðirnar hafi orðið til vegna dugnaðar eigenda. Það má til sanns vegar færa, því margir þeirra hafa verið virkilega duglegir að koma sér í vænlega stöðu - vera réttur maður á réttum stað og hafa byggt upp gott tengslanet þegar ákveðnum verðmætum hefur verið úthlutað. Þegar makríllinn fór að gera vart við sig í kringum 2008-9 gerðu margir sér vonir um að tækifærið yrði notað til að gera ákveðnar breytingar á kerfinu. Að makríllinn yrði ekki færður fáeinum fyrirtækjum líkt og með aðra fiskstofna. Strax í maí mánuði 2015 varð sú von að engu þegar þáverandi sjávarútvegsráðherra Sigurður Ingi, Framsóknarflokki lagði fram frumvarp sem gerði ráð fyrir að öllum makríl yrði deilt út samkvæmt veiðireynslu - 96% til stóra flotans og 4% handa smábátum. Að gera betur við suma - en alls ekki aðra. Það sem vakti athygli mína var að í frumvarpinu stóð að hygla ætti ákveðnum útgerðum smábáta sérstaklega með 43% álagi umfram veiðireynslu. Þetta var rökstudd með þeim orðum að eigendur þeirra báta hafi „þróað þann veiðibúnað og þá veiðitækni sem notuð væri við veiðarnar og þeir sem á eftir komu nytu góðs af". Með þessum rökum ætlaði Sigurður Ingi, að koma auknum kvóta til nokkurra flokksgæðinga. Þetta var sérlega ósvífið því vitað var að búnaðurinn hafði verið í notkun í Noregi í mörg ár þar á undan. En á það var ekki hlustað - ákvæðið var ekki tekið út. Mikil og almenn óánægja var með makrílfrumvarp Sigurðar Inga; þar með talið hjá Landsambandi smábátaeigenda sem ekki vildi setja makrílinn í kvóta – að allir smábátar sætu við sama borð. Sigurður Ingi var að lokum gerður afturreka með frumvarpið - en ekki að baki dottinn. Hann breytti bara hausnum á frumvarpinu í einfalda reglugerð og þar með var makríllinn svo gott sem kominn í kvóta þó lagaheimildina sjálfa vantaði. Þetta leiddi einnig til þess að yfir 20 kvótahæstu smábátarnir gengu úr Landssambandi smábátaeigenda og stofnuðu sín eigin sérhagsmunasamtök, Félag Makrílveiðimanna. Annað og lítið breytt makrílfrumvarp ríkisstjórnarinnar leit svo dagsins ljós í maí 2019 eða réttum fjórum árum seinna. Það var lagt fram í skjóli nætur á nákvæmlega sama tíma og öll athygli þjóðarinnar snérist um þriðja orkupakkann. Frumvarpið fór því nokkuð átakalítið í gegnum Þingið nema hvað litlu sérhagsmunasamtökin - hörmuðu hlutinn sinn. Eftir því sem ég kemst næst, hafa allir í Félagi makrílveiðimanna nú þegar selt heimildir sínar til stórútgerðarinnar. Þar með talinn Unnsteinn Þráinsson, formaður félagsins sem seldi makrílkvótann af Sigga Bessa SF til Skinney Þinganes fyrir a.m.k. 72 milljónir króna. Kvótabrask-kerfi stjórnarflokkanna lifir því enn góðu lífi. Höfundur er hafnarvörður.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun