Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Fram­tíð nem­enda í fyrsta sæti í Kópa­vogi

Kennarar gegna ómetanlegu hlutverki í samfélaginu okkar og menntamál er stærsti málaflokkur sveitarfélaganna. Grunnskólar í Kópavogi, líkt og á landsvísu, standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem kalla á markvissar umbætur.

Skoðun
Fréttamynd

Að setjast í fyrsta sinn á skóla­bekk

Nú eru skólar landsins byrjaðir og þúsundir nýir nemendur hafa hafið skólagöngu í fyrsta sinn. Flest sex ára börn hafa beðið spennt eftir að ná þessum áfanga á meðan önnur kunna að kvíða honum.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðumst saman í Reykja­vík

Um helgina voru stigin risavaxin skref í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum í Reykjavík. Með verulegri þjónustuaukingu á helstu leiðum Strætó verður sá farafmáti enn hentugri valkosti fyrir fleiri íbúa en nokkru sinni fyrr.

Skoðun
Fréttamynd

Betri strætó strax í dag

Nú hefur tekið gildi ein stærsta þjónustuaukning Strætó um árabil. Með tíðari ferðum, lengri kvöldakstri og betra aðgengi verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir fleiri íbúa en áður.

Skoðun
Fréttamynd

Rang­færslur ESB-sinna leið­réttar

Gamalkunnar rangfærslur ESB-sinna um að við tökum upp um 80% af reglum Evrópusambandsins eru enn á ný komnar á kreik. Varaformaður Evrópuhreyfingarinnar hélt þessu fram í Sprengisandi á dögunum og nú hefur Benedikt Jóhannesson, einn guðfeðra Viðreisnar, lagt sitt af mörkum.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­væntingar­fullir bíleigendur í frum­skógi bílastæðagjalda

Þau sjö ár sem ég sat í borgarstjórn gagnrýndi ég þann frumskóg sem bílastæðagjöld eru í Reykjavík. Ég lagði fram fjölmargar bókanir og tók málið oft upp á fundum. Í dag er staðan þannig að þeir sem eru sektaðir er ekki lengur gert viðvart um það með sektarmiða á framrúður bíla og fjölmörg fyrirtæki hafa fengið leyfi frá borginni til að sinna gjaldtöku.

Skoðun
Fréttamynd

„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“

Íslendingar eiga margar merkilegar sögur af tilraunum í gegnum tíðina. Sumar hafa tekist prýðilega aðrar síður. Fræg er sagan af hagyrðingi sem var svo kröftugur að hann gat kveðið barn í konu. Hvers vegna er ég að velta þessu fyrir mér á fallegum degi hér norðan heiða?

Skoðun
Fréttamynd

Eldra fólk, þol­endum of­beldis oft ekki trúað

Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Hér er um að ræða einn stærsta málaflokkinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast úr nánasta umhverfi, jafnvel einhver í fjölskyldunni, eða sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá.

Skoðun
Fréttamynd

Hver rödd skiptir máli!

Nú styttist í Gleðigönguna!Brátt munu brosandi andlit streyma um götur miðborgarinnar til að fagna fjölbreytileikanum og taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Stríð skapar ekki frið

Í dag eru áttatíu ár liðin frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju fyrst á borgina Hírósíma og þremur dögum síðar var annarri sprengju varpað á Nagasakí með hörmulegum afleiðingum. Fjörutíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna.

Skoðun
Fréttamynd

Tíma­bær rann­sókn dóms­mála­ráðu­neytisins

Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Ætla þau að halda á­fram að grafa sína eigin gröf?

Eitt af markmiðum stjórnarandstöðunnar á fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar var sjá til þess að sem fæst mál fengju eðlilega þinglega meðferð. Allt var gert til að reyna að útiloka að frumvarp um breytingar á veiðigjaldi kæmist til lokaafgreiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar hið smáa verður risa­stórt

Það er óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. Þar má nefna nauðsynlegar úrbætur á flugleiðsögubúnaði á Akureyrarflugvelli með sáralitlum tilkostnaði sem myndu stórbæta rekstraröryggi flugvallarins.

Skoðun
Fréttamynd

Þétting byggðar er ekki vanda­málið

Undanfarið hefur umræða um borgaruppbyggingu einkennst af gagnrýni sem beinist að þéttingu byggðar. Þétting hefur í síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir allt sem miður hefur farið í skipulags- og byggingarmálum. En þessi nálgun er bæði ómálefnaleg og hættuleg fyrir framþróun borga. Sú einföldun að telja þéttleika rót alls ills í borgarskipulagi hylmir yfir þann raunverulega þátt sem skiptir öllu máli: Gæði og samhengi uppbyggingar, óháð þéttleika.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggi betur tryggt – fangelsis­mál færð til nú­tímans

Stórar og tímabærar breytingar eru framundan í fangelsimálum. Strax í apríl á þessu ári tilkynnti ríkisstjórnin um sjö þýðingarmiklar aðgerðir sem munu leiða til meiri samhæfingar innan kerfisins, betri nýtingu fjármuna og tryggari lagastoð fyrir nauðsynlegum en íþyngjandi inngripum. Ríkisstjórnin hefur tryggt fjármagn í þessar aðgerðir.

Skoðun
Fréttamynd

Verið öll hjartan­lega vel­komin á Unglingalandsmót á Egils­stöðum

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, dagana 31. júlí til 3. ágúst. Þetta árlega íþrótta- og fjölskylduhátíðarmót sem er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 11–18 ára, sameinar íþróttir, sköpun, útivist og menningu í einstöku umhverfi hér á Austurlandi. Mótið er ekki aðeins keppni heldur einnig vettvangur til að mynda vináttu, efla sjálfstraust og skapa ógleymanlegar minningar fyrir utan forvarnagildi þess.

Skoðun
Fréttamynd

Ertu nú al­veg viss um að hafa læst hurðinni?

Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við.

Skoðun
Fréttamynd

SFS skuldar

Framkvæmdastjóri SFS setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn í grein þar sem hún mælir gegn því að rýmka til fyrir takmörkuðum strandveiðum.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin stóð af sér á­hlaup sérhagsmuna

Eftir lengsta málþóf í sögu Alþingis tókst loksinsað ljúka þingstörfum á fyrsta þingi ríkisstjórnarinnar. Óvenjulega stuttu þingi sem hófst ekki fyrr en í byrjun febrúar og stóð því í rétt rúma fimm mánuði. Því er ekki að leyna að meirihlutinn hefði viljað koma mörgum af þeim þjóðþrifamálum sem stjórnarandstaðan stóð í vegi fyrir með fordæmalausu málþófi í gegn. En þau birtast einfaldlega fullbúin þegar þing kemur saman eftir átta vikur.

Skoðun
Fréttamynd

Dæmir sig sjálft

Það hefur verið hreinlega ömurlegt að fylgjast með framgöngu Kristrúnar Frostadóttur og skorti hennar á leiðtogahæfni undanfarna daga. Allir aðrir forsætisráðráðherrar hafa náð samkomulagi um þinglok, málamiðlun, frá árinu 1959. 

Skoðun
Fréttamynd

Kjarnorkuákvæði?

Þegar ég las fyrir nokkru að Morgunblaðið væri farið að kalla 71. gr. þingskapa „kjarnorkuákvæði“ var mín fyrsta hugsun að það væri takmörkuð þekking á kjarnorku á þeim bænum. Áróðurinn trompar allt.

Skoðun
Fréttamynd

Á­byrgðin er þeirra

Undanfarnar vikur hefur forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarmeirihlutans skellt skuldinni af þeirri stöðu sem upp er komin á Alþingi á stjórnarandstöðuna, haldið því fram að málþóf hafi staðið í vegi fyrir framgangi mikilvægra mála og fullyrt að lýðræðislega kjörin stjórnarandstaða ógni lýðræði í landinu, jafnvel lýðveldinu öllu, með því að sinna einfaldlega sínum skyldum.

Skoðun
Fréttamynd

Um fundar­stjórn for­seta

Vegna margumtalaðs atburðar sem átti sér stað í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, sleit þingfundi, vil ég sem 1. varaforseti Alþingis halda eftirfarandi til haga:

Skoðun
Fréttamynd

Lýðskrum Skattfylkingarinnar

Þú þarft ekki að hagræða í þínu heimilisbókhaldi ef ég býð þér 5000 kr. og þú afþakkar aurinn. Tekjurnar þínar eru enn þær sömu. Þær hafa hvorki hækkað né lækkað. Hið gagnstæða virðist Samfylkingin þó halda.

Skoðun
Fréttamynd

Baráttan um kjör eldra fólks

Á árum áður helguðu margar konur líf sitt heimilisstörfum og uppeldi barna sinna af alúð og ástríðu, unnu kannski hluta úr degi utan heimilisins eða voru ekki á almennum vinnumarkaði yfir höfuð. Þegar þessar konur eru komnar á efri ár njóta þær lítilla sem engra lífeyrisréttinda. Samfélagið ætti hins vegar að umbuna þeim fyrir störf þeirra inni á heimilunum og tryggja efnahagslegt öryggi þeirra á efri árum. Raunveruleikinn hefur því miður verið allt annar. Margar þessara kvenna búa við fátækt.

Skoðun