Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Ríkisstjórnin heldur því fram að afnám samsköttunar snerti aðeins fámennan hóp. Þessi „fámenni“ hópur er reyndar 6% allra fjölskyldna í landinu. Skoðun 25. september 2025 07:03
Villa um fyrir bæjarbúum Í mínum heimabæ, Reykjanesbæ, hefur meirihlutinn undir forystu Samfylkingar hafið fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins og ekki er gengið út frá því að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Skoðun 24. september 2025 10:01
Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Árshlutauppgjör fyrri hluta ársins sýnir skelfilegan hallarekstur, tæpar tólfhundruð milljónir í mínus. Reksturinn stendur ekki undir afborgunum af lánum sem eru rúmlega tólfhundruð milljónir króna. Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir úr Hafnarfirði. Skoðun 24. september 2025 08:32
Styrkjum stöðu leigjenda Leigumarkaður fasteigna hér á landi er tiltölulega óþroskaður í samanburði við löndin í kringum okkur. Á undanförnum áratug hefur verkalýðshreyfingin staðið að uppbyggingu leiguíbúða þar sem húsnæði er byggt á hagkvæman hátt, án hagnaðarsjónarmiða. Skoðun 24. september 2025 08:00
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hætta að greiða niður þjónustu við vökvagjöf vegna svokallaðs POTS-heilkennis frá og með 1. október nk. Á Heilsuveru er hægt að fræðast um heilkennið sem veldur t.a.m. aukinni hjartsláttartíðni. Nýlega voru Samtök um POTS á Íslandi stofnuð, m.a. til að stuðla að aukinni vitundarvakningu um heilkennið. Skoðun 22. september 2025 08:03
Flumbrugangur í framhaldsskólum Vegferð ríkisstjórnarinnar í menntamálum hefur einkennst af metnaðar- og áhugaleysi sem sést vel á þingmálaskrá hennar sem og þeirri forgangsröð hún setur málaflokkinn. Nú hefur skilningsleysi bæst við. Skoðun 22. september 2025 07:30
Miðbær Selfoss vekur ánægju Þann 10. júlí 2021 má segja að ásýnd Selfoss hafi tekið jákvæðum breytingum þegar fyrsti áfangi miðbæjar Selfoss opnaði. Afleiðingarnar gátu fáir séð fyrir en á einni nóttu breyttist ásýnd Selfoss frá því að vera bær við þjóðveginn í að vera áfangastaður menningar, þjónustu og afþreyingar. Skoðun 22. september 2025 07:01
Viðreisn lætur verkin tala Sá tími kemur í lífum okkar allra að við höfum náð markmiði sem við settum okkur. Prófgráðan er komin í hús, þú kemur í mark í langhlaupinu eða starfið sem var fjarlægur draumur er nú þitt. Mörg okkar upplifa að ánægjan er skammvinn og við setjum þegar í stað nýtt, erfiðara markmið. Skoðun 20. september 2025 12:02
Sterkara framhaldsskólakerfi Nýverið kynnti ég hugmyndir um að styrkja framhaldsskólakerfið okkar. Þær byggja á þeirri hugmynd að við getum gert betur, bæði faglega og félagslega, fyrir nemendur og starfsfólk. Þetta snýst um að efla stuðning við alla framhaldsskóla landsins, ekki síst þá minni. Skoðun 20. september 2025 11:00
Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Meðal áherslumála minna sem ráðherra atvinnumála er að einfalda regluverk og stjórnsýslu, atvinnulífi og neytendum til hagsbóta. Skoðun 20. september 2025 07:00
Agaleysi bítur „Það er mikilvægt að barn komi vel sofið, búið að borða og í ró í skólann.“ Þetta sagði við mig kennari sem hefur langa reynslu af skólastofunni. Þetta er forsenda þess að hægt sé að hefja kennslu og nýta tímann til náms. Skoðun 19. september 2025 09:02
Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Höfuðborgarsvæðið stendur á krossgötum. Ef við ætlum að tryggja uppbyggingu næstu áratuga þurfum við að endurskoða vaxtarmörkin í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Í dag eru þau of þröng og setja okkur skorður sem ganga ekki upp til lengri tíma. Skoðun 19. september 2025 07:47
Grímulaus aðför að landsbyggðinni Ríkisstjórnin hefur að undanförnu boðað breytingar sem munu markvisst fækka störfum æðstu embættismanna á landsbyggðinni. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni er nú þegar lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Skoðun 18. september 2025 14:15
Menningarstríð í borginni Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. Skoðun 18. september 2025 13:47
Minni sóun, meiri verðmæti Á höfuðborgarsvæðinu hendum við á hverju ári tugum þúsunda tonna af efnum sem gætu orðið að nýjum vörum, störfum og lægra kolefnisspori. Þetta er kjarni hringrásarhagkerfisins: að hætta að líta á úrgang sem endapunkt og sjá í staðinn hráefni, sparnað og tækifæri. Skoðun 18. september 2025 08:46
Yfirborðskennd tiltekt Það er okkur öllum til hagsbóta að ríkisfjármálin séu í góðu horfi. Um það eigum við að vera sammála. Sterk, trúverðug fjárlög vernda kaupmátt, flýta lækkun vaxta og skapa stöðugleika fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Skoðun 18. september 2025 08:32
Konukot Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum. Skoðun 18. september 2025 07:31
Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Í nýlega birtri grein skrifaði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að ríkisstjórnin væri að grafa undan grunnstoð samfélagsins með því að vega að fjölskyldunni. Hann vísar þar til þriggja atriða sem eigi að lækka lífskjör fólks í landinu, og lýsir þeim sem skattahækkunum á millistéttina. Athugum nánar hvað Vilhjálmur á við. Skoðun 17. september 2025 08:03
Slökkvum ekki Ljósið Í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur stendur til að skerða stuðning til mikilvægra sjálfseignarstofnanna um hálfan milljarð króna. Þar er ráðist harðast að Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem greinist með krabbamein, en skera á niður stuðning til Ljóssins um 200 milljónir króna. Kaldar kveðjur inn í bleikan október. Skoðun 16. september 2025 15:32
Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Það er margt sem við getum verið stolt af í Reykjavík. Við höfum einstaka náttúru allt í kringum okkur, hreint loft, nálægð við hafið og sterkt samfélag. En við megum ekki gleyma því að borgin okkar er mjög dreifð og því eru góðar samgöngur grundvöllur góðs lífs borgarbúa. Skoðun 16. september 2025 15:00
Börn sem skilja ekki kennarann Á undanförnum árum hefur orðið gríðarleg fjölgun á börnum og ungmennum á Íslandi sem hefja skólagöngu með engan grunn eða þekkingu á íslensku tungumáli. Þrátt fyrir góða viðleitni hefur menntakerfið ekki náð að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til náms. Það á bæði við um þau sem flytja til landsins og þau sem fyrir eru. Skoðun 16. september 2025 07:32
Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Nú þegar Alþingi kemur saman að hausti er ljóst að það er verk að vinna. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnar hafa verið stigin stór og mikilvæg skref í málefnum samfélagsins. Má þar nefna réttlætið í því að þjóðin njóti sanngjarnari hlut af nýtingu auðlinda sem eru í eigu þjóðarinnar. Þetta skref var mikilvægt. Skoðun 15. september 2025 13:00
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Eitt af meginmarkmiðum skólastarfs í Garðabæ er að tryggja öllum nemendum góðan undirbúning fyrir frekara nám og þátttöku í samfélaginu. Í Garðabæ er starfrækt öflugt og fjölbreytt skólakerfi þar sem foreldrum er boðið upp á valmöguleika milli skóla, sem hver um sig hefur sín sérkenni. Skoðun 15. september 2025 12:30
Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Ný ríkisstjórn hefur ekki bara verið að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki, m.a. með afnámi séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna. Ýmislegt hefur jafnvel verið jákvætt. Skoðun 15. september 2025 08:31
Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Sýklasótt (sepsis) er lífshættulegt ástand sem myndast vegna blöndu áhrifa alvarlegrar sýkingar og viðbragða ónæmiskerfisins. Hún getur þróast hratt og valdið líffærabilun og dauða ef ekki er gripið hratt inn í. Rannsóknir sýna að með hverri klukkustund sem líður án viðeigandi meðferðar minnka lífslíkur sjúklings verulega. Skoðun 13. september 2025 16:01
Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Af opinberri umræðu um málefni og stöðu trans fólks á Íslandi má sjá að töluvert skortir á þekkingu fólks þegar kemur að því hvernig heilbrigðisþjónustu við trans fólk er háttað. Skoðun 13. september 2025 09:02
Grafið undan grunnstoð samfélagsins Fjölskyldan er grunnur samfélagsins. Þess vegna vekur furðu og áhyggjur að fyrsta fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist líta fram hjá þeirri staðreynd. Þvert á loforð um að hækka ekki skatta og álögur á fólk og fyrirtæki eru lagðar til breytingar sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum og ungu fólki sem er að byggja upp heimili. Skoðun 12. september 2025 12:32
Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Það er mikilvægt að styðja við hinsegin samfélagið, standa vörð um mannréttindi og koma fram af virðingu við hvert annað. Við viljum byggja Hafnarfjörð sem er ekki aðeins fallegur að sjá, heldur líka sterkur í innviðum sínum, samfélag þar sem allir geta verið þeir sjálfir, án þess að þurfa að óttast fordóma eða mismunun. Skoðun 11. september 2025 08:02
Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna en þá er sjónum beint að þeim mikla lýðheilsuvanda sem sjálfsvíg eru. Lögð er áhersla á að við opnum umræðu um sjálfsvíg en að umræðan fari fram með ábyrgum og yfirveguðum hætti. Skoðun 10. september 2025 10:00
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun