Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vill að allir flokkar hafi hlut­verk í borgar­stjórn

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tókust á um borgarmálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu leikskólamálin og húsnæðismálin og voru ekki sammála um margt.

Innlent
Fréttamynd

Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklinga­vængjum

Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti KÍNEMA, nemendafélags Kvikmyndaskóla Íslands og Breki Snær Baldursson, varaforseti, félagsins fóru með tíu leggja fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum til Ingu Sæland, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í tilraun til að fá hana til að bjarga Kvikmyndaskólanum. Katrín og Breki ræddu mál skólans í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Van­þekking ráð­herra sé á­hyggju­efni

Lögmaður gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hafa farið með rangt mál í tilkynningu sinni um skipan starfshóps sem yfirfara á reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Hann segir þegar til staðar ákvæði í lögum um dvalarleyfi mansalsfórnarlamba, þau séu ekki nýtt.

Innlent
Fréttamynd

Ást­hildur Lóa setur húsið um­deilda á sölu

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og eiginmaður hennar hafa sett hús sitt við Háhæð í Garðabæ á sölu. Þau keyptu húsið á 55,4 milljónir árið 2007, misstu það þegar húsið var selt á uppboði 2017 en keyptu það aftur 2019 af Arion banka á 55,5 milljónir. Ásett verð hússins er nú 174,9 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Skrítið ef ríkið hefur ekki á­huga á Há­holti

Þingmaður Viðreisnar vill að nýr barnamálaráðherra skoði það að alvöru að reka aftur meðferðarheimili fyrir börn að Háholti í Skagafirði. Skrítið sé að nýta húsnæðið ekki á meðan málaflokkurinn er á jafnslæmum stað og hann er núna. 

Innlent
Fréttamynd

Ræddi við for­eldra og hætta við miklar hækkanir

Kópavogsbær hefur hætt við brattar hækkanir á gjaldskrá vegna sumarnámskeiða bæjarins. Bæjarstjórinn segist hafa rætt við foreldra í bænum um málið og ákveðið að leggja fram nýja tillögu á fundi bæjarráðs. 

Innlent
Fréttamynd

Eitt­hvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“

Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín.

Innlent
Fréttamynd

„Á­gæt á­bending“ um bóta­þega en tekur ekki undir allar at­huga­semdir fjármálaráðs

Fjármálaráð gerir margvíslegar athugasemdir í umsögn sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er í meðförum Alþingis. Ráðið gagnrýnir meðal annars að því sé gert ókleyft að uppfylla lögbundið hlutverk sitt vegna nýs verklags, og þá er áhyggjum lýst af því að boðaðar breytingar á örorku- og ellilífeyrisbótakerfinu geri bótaþegum hærra undir höfði en launþegum.

Innlent
Fréttamynd

Haf­þór keppir í Rúss­landi: „Auð­vitað veldur þessi á­kvörðun á­kveðnum von­brigðum“

Utanríkisráðherra segir vonbrigði að kraftlyftingakappinn Hafþór Júlíus Björnsson hafi ákveðið að taka þátt á kraftlyftingamóti í Síberíu í Rússlandi um páskana. Hafþór Júlíus er einn af sjö erlendum keppendum á mótinu sem kallast Siberian Pro og fer fram 19. og 20. apríl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, segir íþróttafólki frjálst að taka þátt í þeim keppnum sem það kýs, en þykir þátttakan umhugsunarverð í ljósi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­málaráð segir að bóta­þegum verði „gert hærra undir höfði“ en launa­fólki

Áform ríkisstjórnarinnar um að láta bætur til örorku- og ellilífeyrisþega fylgja launavísitölu, samt þannig að tryggt sé að þær hækki aldrei minna en vísitala neysluverðs, felur í sér grundvallarbreytingu frá núverandi kerfi og þýðir að „bótaþegum er gert hærra undir höfði“ en launafólki, að mati fjármálaráðs, og varar við áhrifunum á sjálfbærni opinberra fjármála til framtíðar. Samkvæmt nýlega framlagðri fjármálaáætlun mun kostnaður vegna hins nýja örorkulífeyriskerfis nema um átján milljörðum króna á ársgrundvelli.

Innherji
Fréttamynd

Horft til ein­kunna og annarra þátta við inn­ritun í fram­halds­skóla

Í umræðum um frumvarp mitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla sem nú liggur fyrir Alþingi hefur gætt nokkurs misskilnings. Frumvarpið tekur til margra þátta í rekstri framhaldsskóla enda hafa þau lög ekki verið uppfærð frá árinu 2008. Síðan þá hafa miklar breytingar átt sér stað í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Af Al­þingi til Fjalla­byggðar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er búin að finna sér nýtt starf eftir að hafa verið matvælaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkur fengi tæpan þriðjung

Ef kosið yrði í Reykjavík á morgun fengi Sjálfstæðisflokkurinn tæpan þriðjung atkvæða, ef marka má nýja skoðanakönnun. Samfylking fengi fjórðung en enginn annar flokkur næði meira en tíu prósentum atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Þjónustustefna sveitar­fé­laga: Forms­at­riði eða mikil­vægt stjórn­tæki?

Á undanförnum árum og áratugum hafa kröfur um fagleg og skilvirk vinnubrögð í stjórnsýslu sveitarfélaga aukist verulega. Kröfurnar koma úr ýmsum áttum; frá Alþingi og ráðuneytum í lögum og reglugerðum, frá kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaganna sem vilja sýna metnað í störfum sínum og síðast ekki síst frá íbúunum, sem kalla eftir góðri þjónustu og ábyrgri nýtingu opinberra fjármuna.

Skoðun
Fréttamynd

„Besta leiðin upp úr fá­tækt er að hjálpa fólki að eignast“

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð.

Innlent
Fréttamynd

„Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“

Foreldrar ungbarna á Seltjarnarnesi hafa þungar áhyggjur af stöðu dagvistunar í bænum. Dæmi eru um að börn séu allt að 28 mánaða gömul þegar þau fá inn á leikskóla í bænum. Móðir drengs á öðru aldursári segir ekki verða mikið eftir af barnafjölskyldum í bænum nema ástandið verði bætt.

Innlent
Fréttamynd

Listin við að fara sér hægt

Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum.

Skoðun
Fréttamynd

Lengja opnunartímann aftur

Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að lengja opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar um eina klukkastund í sumar. Kostnaður af því væri um sjö milljónir króna en talið er að auknar tekjur myndi vega upp á móti kostnaði.

Innlent