Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Guð­rún spyr um há laun æðstu ráða­manna

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins steig í pontu í dagskrárliðnum Óundirbúnar fyrirspurnir og spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í nýlegar launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins, um 5,6 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Full­yrðing um slaufun verk­náms­skóla „kol­röng“

Barna- og menntamálaráðherra segir hliðrun þrjú hundruð milljóna króna fyrir uppbyggingu fjögurra verknámsskóla fram á næsta ár ekki hafa áhrif á framkvæmdirnar. Annar áfangi framkvæmdanna hefjist í sumar. Forsætisráðherra segir að byggingarnar muni rísa fljótlega.

Innlent
Fréttamynd

VG skoðar sam­starf við aðra flokka fyrir kosningar næsta vor

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir víða um land rætt um mögulegt samstarf í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sem fara fram næsta vor. Hún vill ekki segja til um hvaða flokka sé að ræða en nefnir í þessu samhengi Kópavog, Árborg og Ísafjörð.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er glóru­laust rugl í ráð­herra“

Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“

Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta.

Innlent
Fréttamynd

Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti

Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur ekki náð sér á strik síðan

Forysta Sjálfstæðisflokksins ákvað í janúar 2011 ásamt miklum meirihluta þingflokks hans að styðja frumvarp þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vegna samnings við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi í Icesave-deilunni.

Skoðun
Fréttamynd

Mjög áhyggju­full yfir til­færslu ráðu­neytisins

Fjármögnun vegna fyrirhugaðar uppbyggingar fjögurra verkmenntaskóla á landsbyggðinni hefur verið hliðrað til næsta árs. Bæjarstjóri gagnrýnir að hafa fengið að vita af ákvörðuninni í gegnum fjölmiðla, og segir hana koma sveitarfélaginu í opnu skjöldu. Formaður fjárlaganefndar segir tilfærsluna ósköp eðlilega. 

Innlent
Fréttamynd

Skipu­lögð glæpa­starf­semi er ógn við sam­fé­lagið

Ég átti á dögunum góð samtöl við kollega mína í Helsinki á fundi dómsmálaráðherra Norðurlandanna. Það er mikilvægur vettvangur þar sem við miðlum reynslu okkar og stillum saman strengi. Þetta samstarf hefur líklega aldrei verið mikilvægara en núna. 

Skoðun
Fréttamynd

Vond stjórn­sýsla að teikna bara ein­hverja reiti á kort

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af hugmyndum um uppbyggingu 300 íbúða á svokölluðum framtíðarreit við 27. holu á golfvellinum við Korpúlfsstaði í Grafarvogi. Hann gagnrýnir skort á samráði við Golfklúbb Reykjavíkur en samkvæmt upplýsingagátt borgarinnar er ekkert fast í hendi. 

Innlent
Fréttamynd

Þétting á 27. brautinni

Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til næstu níu ára var samþykkt á borgarstjórnarfundi í vikunni sem leið. Þar kemur fram að markmið borgarinnar sé að byggja allt að 16.000 íbúðir á næstu tíu árum, sem er metnaðarfullt markmið, sérstaklega í ljósi þess að síðustu þrjú ár hefur fjöldi byggðra íbúða á ári ekki farið yfir eitt þúsund. Meðaltal síðustu tíu ára er 884 íbúðir á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­maður til sölu – bátur fylgir með

Það er farið að verða þreytt. Þreytt að horfa upp á hvernig pólitík virðist fyrir sumum vera ekki þjónusta við samfélagið heldur einkarekinn stökkpall til persónulegs ávinnings, betri tenginga og viðskipta sem fara framhjá eðlilegu aðhaldi og trausti almennings. Stundum er þetta svo djarft að maður spyr sig hvernig fólk þorir.

Skoðun
Fréttamynd

70 milljóna króna halli vegna upp­sagnar samningsins

Vinnumálastofnun sagði upp samningum við þrjú sveitarfélög um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Áhrif uppsagnarinnar geta leitt til allt að sjötíu milljóna króna halla hjá Reykjanesbæ. Sveitarfélagið hefur þjónustað umsækjendurna frá árinu 2004.

Innlent
Fréttamynd

Um­ræðu um bókun 35 aftur frestað

Þingfundi á Alþingi lauk um tuttugu mínútur yfir fjögur en þá hafði hann staðið í um sex klukkustundir. Umræður um frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 á Alþingi höfðu þegar staðið í sex klukkustundir á föstudagskvöld þegar henni var frestað fram á laugardagsmorgun. Umræðunni hefur aftur verið frestað fram á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Um­mæli Kol­brúnar blaut tuska í and­lit ung­menna

Annar framhaldsskólanemi sem veitti umsögn fyrir menntamálanefnd á frumvarpi um grunnskólamat sem samþykkt var í gær segir ummæli Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur blauta tusku í andlit ungs fólks sem vilji taka þátt í lýðræðislegri umræðu.

Innlent
Fréttamynd

„Ef þetta gengur vel mun hún eignast allan bátinn“

Formaður atvinnuveganefndar frábiður sér allar sögusagnir um sýndarsamning við nýjan meirihlutaeiganda útgerðarinnar Sleppu ehf. Hann segir vistaskipti í framkvæmdastjórn og breytingar á prókúruhöfum eiga eftir að ganga í gegn. 

Innlent
Fréttamynd

Ein á móti rýmkuðu sorgarleyfi

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, greiddi ein atkvæði gegn frumvarpi um sorgarleyfi foreldra sem missa maka sína. Fyrir atkvæðagreiðslu sagði hún ekkert hafa komið fram sem benti til þess að rýmka þyrfti lög um sorgarleyfi með þeim hætti og að það myndi kosta hálfan milljarð króna á ári. Því gæti hún ekki greitt atkvæði með frumvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

„Erum ekki dúkkur sem Snorri getur sagt fyrir verkum“

Þær Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf og Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir furða sig mjög á ummælum Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur þingmanns Flokks fólksins og telja sig ómaklega hafa orðið fyrir skeyti sem hún hafi ætlað minnihlutanum.

Innlent
Fréttamynd

Þéttur eða þríklofinn Sjálf­stæðis­flokkur

Umræða og atkvæðagreiðsla um húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var í borgarstjórn Reykjavíkur í vikunni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kaus gegn henni. Þau eru á móti húsnæðisuppbyggingu, á móti borgarlínu, á móti þéttingu byggðar og vilja ekki að samfélagið greiði niður húsnæði fyrir þau sem þess þurfa.

Skoðun
Fréttamynd

Bras og brall við gerð Brákarborgar

„Brákarborg hefur – ótrúlegt en satt – lent í neikvæðri umræðu í pólitíkinni því þar keyptum við gamla hjálpartækjaverslun og breyttum í einhvern fallegasta og vandaðasta leikskóla sem ég hef séð. Framkvæmdin var umhverfisvottuð og fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna.“ Þessi ummæli í fésbókarfærslu þáverandi borgarstjóra frá 21. mars 2023 eldast ekki vel.

Skoðun