Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Telur fækkun ráðu­neyta ó­heppi­lega

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefja stjórnarmyndunarviðræður í dag. Eitt af því sem rætt hefur verið um er fækkun ráðuneyta. Stjórnsýslufræðingur segir slíkt óheppilegt.

Innlent
Fréttamynd

Ás­geir Þór og Theo­dór grípa boltana hans Gríms

Starf Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður auglýst til umsóknar. Ráðið verður í starfið tímabundið til eins árs. Á meðan umsóknarferlinu stendur munu tveir reynsluboltar hjá lögreglunni fylla í skarð Gríms.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“

Ofangreind orð komu frá einum af bestu sonum Íslands þegar við ræddum nú í haust um stofnun og framboð Lýðræðisflokksins. Já, við vissum að þetta yrði erfið sigling gegnum brimgarð ríkisrekinna stjórnmálaflokka sem auglýstu fyrir tugi milljóna; í gegnum múr ríkisstyrktra fjölmiðla; gegn innlendu og erlendu stofnanaveldi.

Skoðun
Fréttamynd

„Menn ætla sér alla leið með þetta“

Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. 

Innlent
Fréttamynd

Aftur­kalla átta frið­lýsingar

Friðlýsingar átta svæða á Íslandi hafa verið afturkallaðar. Var það gert vegna úrskurðar Hæstaréttar Íslands frá því í mars um að friðlýsing verndarsvæðis Jökulsár á Fjöllum frá árinu 2019 hefði verið ólögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Vilja selja öll bíla­stæða­hús borgarinnar

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks hefur lagt fram fjölda breytingartillagna við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, sem rædd var í annað sinn á fundi borgarstjórnar í dag. Meðal þess sem Sjálfstæðismenn vilja gera er að selja öll bílastæðahús í eigu borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hags­muna­mál fyrir­tækjanna í stjórnar­sátt­mála

Stjórn Félags atvinnurekenda telur brýnt að koma á framfæri við stjórnmálaflokkana, sem fengu kjörna þingmenn í alþingiskosningunum á laugardag, nokkrum hagsmunamálum fyrirtækjanna. Góður rekstur fyrirtækja er undirstaða atvinnu og velferðar í landinu og mikilvægt að hagsmunamál atvinnulífsins fái sinn sess í nýjum stjórnarsáttmála. Eftirfarandi ályktun var samþykkt af stjórninni í gær, 2. desember, og send á formenn allra flokkanna sex.

Skoðun
Fréttamynd

Bæjarstjóraskipti á á­ætlun í Hafnar­firði

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði og nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi, lætur af störfum sem bæjarstjóri um áramótin eins og til stóð. Samkvæmt málefnasamningi við Framsóknarflokksins verður Valdimar Víðisson oddviti flokksins og formaður bæjarráðs bæjarstjóri síðasta eina og hálfa ár kjörtímabilsins.

Innlent
Fréttamynd

Virðist úti­loka sam­starf með Sam­fylkingu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir valkostina eftir kosningarnar aðeins tvo; annars vegar að mynda borgaralega ríkisstjórn til hægri, líkt og niðurstöður kosninganna séu skýrt ákall um. Hins vegar að veita nýrri ríkisstjórn kröftuga mótspyrnu í stjórnarandstöðu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er bara bjart­sýnn“

Þingmaður Viðreisnar segir mikilvægt að ný ríkisstjórn vinni samhent að verkefnum framundan. Komandi stjórnarmyndunarviðræður verði áskorun og flokkurinn muni ekki fara gegn eigin DNA. Verðandi þingmaður Flokks fólksins segir að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en ólíkt og er bjartsýnn á að það náist ásættanleg lausn.

Innlent
Fréttamynd

Verði að virða það sem þjóðin vilji

Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur falið Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún mun boða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins á sinn fund eftir hádegi. Niðurstaðan sé skýr og þessir þrír flokkar með sterkustu kosninguna. 

Innlent
Fréttamynd

Fram­lengir fjöldaflóttavernd enn frekar

Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um útlendinga, sem felst í því að hámarkstími dvalarleyfa, sem veitt eru á grundvelli sameiginlegrar verndar í kjölfar fjöldaflótta, verði lengdur úr þremur árum í fimm. Með breytingunni geta Úkraínumenn sem hingað komu í kjölfar innrásar Rússa dvalið hér til mars árið 2027 hið skemmsta.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig hvorki geta hafnað né sam­þykkt ósk um endur­talningu

Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis lítur svo á að hún geti hvorki hafnað né samþykkt beiðnir um endurtalningu atkvæða þar vegna breytinga sem voru gerðar á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Fyrrverandi forseti Alþingis segir breytingunum ekki hafa verið ætlað að breyta verkefnum eða valdsviði yfirkjörstjórna.

Innlent
Fréttamynd

„Fullt af aug­ljósum á­rekstrum þarna“

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að ekki þurfi formlegt umboð til að fara í viðræður um stjórnarmyndun. Fullt af augljósum árekstrum megi sjá í myndun SCF-meirihluta. Í slíkum meirihluta sé lengst á milli Flokks fólksins og Viðreisnar.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi að­gerð lukkaðist vel“

Íslensk og erlend náttúruverndarsamtök báðu, að sögn ísraelsks fjölmiðils, ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube um að rannsaka mál sem varð tilefni til tálbeituaðgerðar fyrirtækisins sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöddu með stæl

Vinstri grænir, Sósíalistar og Píratar héldu almennileg kosningapartý og skemmtu sér með stæl ásamt stuðningsmönnum og vinum þrátt fyrir að tölurnar hafi ekki verið þeim í hag í þetta sinn. Ljósmyndari Vísis lét sig ekki vanta í teitin og greip góð augnablik. 

Lífið
Fréttamynd

Á­frýjar búvörulagamálinu til Hæsta­réttar

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli sem varðar gildi breytinga á búvörulögum, beint til Hæstaréttar. Óbreyttur kemur dómurinn í veg fyrir að kjötafurðastöðvar séu undanþegnar samkeppnislögum.

Innlent
Fréttamynd

Dagur strikaður niður um sæti

Dagur B. Eggertsson var strikaður út eða færður til á lista 1.453 sinnum sem gerir það að verkum að hann færist niður fyrir Þórð Snæ Júlíusson í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Örfáir Sjálfstæðismenn strikuðu út Dag og ógildu þannig atkvæði sín.

Innlent
Fréttamynd

Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu

Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, skein skært í kosningapartýi flokksins í Kolaportinu um helgina umkringd flokksfélögum, bestu vinum og sínum heittelskaða Árna Steini. Ragna klæddist glansandi svörtum kjól og skartaði að sjálfsögðu rauðum varalit við.

Tíska og hönnun