Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Ísland er meðal þeirra landa sem er með hlutfallslega flest lyfjatengd andlát í Evrópu samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Lyfjafræðingar berjast fyrir því að fá að selja nefúða í lausasölu sem er mótefni við of stórum skammti ópíóðalyfja. Innlent 8. nóvember 2024 20:01
Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Mikill meirihluti fyrirtækja á Íslandi hefur starfsmannafjölda undir 10 starfsmönnum. Þessi minni fyrirtæki eru bakbein hins íslenska efnahagskerfis og samanstanda af vinnandi fólki á einkamarkaði sem drífur áfram verðmætasköpunina. Skoðun 8. nóvember 2024 17:45
Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Kæri lesandi.Þann 30. nóvember göngum við að kjörborðinu og veljum okkur fólk til að vera í forystu fyrir íslenskt samfélag næstu fjögur ár. Í þessum kosningum leggjum við í Framsókn þann árangur sem flokkurinn hefur náð í dóm kjósenda og leggjum fram stefnu okkar og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag. Í þessari grein fjalla ég um hugmyndir okkar um heimilin. Skoðun 8. nóvember 2024 17:01
Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Raforka er ein af grunnþörfum okkar samfélags og er afhendingaröryggi raforku ekki aðeins grundvallarþjónusta heldur einnig lykilþáttur í daglegu lífi landsmanna og í efnahagslegum vexti og velferð landsins. Skoðun 8. nóvember 2024 16:46
Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Ekki liggur fyrir hvort umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða verði afgreitt fyrir alþingiskosningar en það er ekki útilokað. Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir málið vera í eðlilegu ferli innan ráðuneytisins og það verði að koma í ljós hvað verður. Innlent 8. nóvember 2024 16:07
Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Starfshópur sem var skipaður eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar leggur til að auknar kröfur verði gerðar um menntun og reynslu leiðsögumanna. Mörg fyrirtæki sem bjóða upp á jöklaferðir hafi ekki leiðsögumenn með nauðsynlega menntun. Innlent 8. nóvember 2024 15:09
„Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var gestur Brennslunnar í morgun. Í þættinum var hann látinn lesa upp neikvæð ummæli um sjálfan sig og var hann meðal annars kallaður „dumb ass röflari.“ Lífið 8. nóvember 2024 15:00
Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Formaður fjárlaganefndar telur mjög ólíklegt að umdeilt frumvarp um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla verði samþykkt fyrir þinglok. Mikil óeining er um frumvarpið bæði í samfélaginu og innan Alþingis. Neytendur 8. nóvember 2024 14:38
Ný gömul menntastefna Sjálfstæðisflokkurinn var að gefa út nýja menntastefnu þar sem settar eru fram 21 tillögur sem reynast við frekari athugun frekar innihaldslausar og skorta nánari útlistun. Réttara væri að tala um gamla menntastefnu þar sem um er að ræða töluvert afturhvarf sem minnir á stöðu menntamála um síðustu aldamót. Skoðun 8. nóvember 2024 14:32
Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Um fimm hundruð manns fögnuðu útkomu ævisögu Geirs H. Haarde í anddyri Háskólabíós á dögunum. Ljóst er að mikill áhugi er á bókinni en hún rauk beint í efsta sætið á metsölulistanum í Eymundsson. Menning 8. nóvember 2024 14:01
„Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Katrín Ingvadóttir, móðir Geirs Arnar Jacobsen sem lést þann 19. október í eldsvoða á Stuðlum, segir andlát hans á ábyrgð ráðamanna landsins. Geir hefði orðið átján ára og þar með lögráða. Innlent 8. nóvember 2024 13:53
Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi. Skoðun 8. nóvember 2024 13:31
Viðreisn fjölskyldunnar Sem ung kona með stóra fjölskyldu og fimm börn á breiðu aldursbili þá finn ég mikið fyrir því sem betur má fara í kerfinu okkar og það liggur í augum uppi að breytinga er þörf. Skoðun 8. nóvember 2024 13:16
Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Fyrir nokkrum dögum birtist aðsend grein á Vísi frá Guðmundu G. Guðmundsdóttur þar sem hún lýsir á hjartnæman hátt hvernig skaðaminnkandi úrræði hefðu átt þátt í því að styðja son hennar til heilsu. Skoðun 8. nóvember 2024 13:02
Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Hvernig gengur fólki í skóla sem er með les-, skrif- eða reikningsblindu? Er horft á styrkleika þeirra eða veikleika? Hefur verið gerð könnun á því hve margir í fangelsum landsins eru skaddaðir eftir skólagöngu, þar sem þeir hvorki fengu að njóta sannmælis, né nota sína styrkleika? Skoðun 8. nóvember 2024 12:47
Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Á okkur dynja fréttir af slakri stöðu ungmenna í íslensku samfélagi, fréttir af ótímabærum dauða, ofbeldi, aukinni vanlíðan, minni hamingju og ráðaleysi í kerfunum okkar. Skoðun 8. nóvember 2024 12:15
Að stela framtíðinni Við sem samfélag horfum nú fram á risastórar áskoranir sem verða ekki leystar með yfirborðskenndum skammtímalausnum. Hvort sem um ræðir vaxandi vanlíðan og einmanaleika, skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu og húsnæði, loftslagsmál eða verðbólgu. Skoðun 8. nóvember 2024 10:47
Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Hún elskar Taylor Swift, horfir á The Kardashians og langar að verða forsætisráðherra. Sindri kíkti í morgunkaffi hjá Kristrúnu Frostadóttur í Íslandi í dag í vikunni. Lífið 8. nóvember 2024 10:31
„Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Fyrirtaka fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli níu einstaklinga sem krefjast miskabóta vegna framgöngu lögreglu á mótmælum þann 31. maí í Skuggasundi, við fund ríkisstjórnarinnar, vegna ástandsins á Gasa. Þar voru um 40 mótmælendur beittir piparúða. Þrír fóru á slysadeild og tveir fengu aðhlynningu sjúkraliða á vettvangi. Innlent 8. nóvember 2024 10:02
Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Í vikunni birti Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrslu um stöðu efnahagsmála á haustmánuðum 2024. Þar segir meðal annars að almennt gildi sú regla að „hallarekstur ríkissjóðs felur í sér frestun á skattlagningu sem hækkar ráðstöfunartekjur heimila til skamms tíma en lækkar þær í framtíðinni“ Skoðun 8. nóvember 2024 09:47
Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Eigandi nikótínpúðaverslunar fullyrðir að nýtt gjald sem á að leggja á púðana muni leiða til aukinnar notkunar rafrettna og tóbaks. Gjaldið þýði að sígarettupakkar og nikótínpúðadósir verði á svipuðu verði. Viðskipti innlent 8. nóvember 2024 09:24
Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Á síðustu þremur árum hafa fleiri gögn verið framleidd en í allri mannkynssögunni fram að þeim tíma. Það er gott dæmi um það hversu hratt gervigreindin hefur þróast. Skoðun 8. nóvember 2024 09:15
Það sem má alls ekki tala um... Viðbrögð við hugmyndum um að afnema undanþágu lífeyrissjóðanna frá staðgreiðslu skatta eru kostuleg, en koma auðvitað ekki á óvart. Það má auðvitað ekki tala um lífeyrissjóðina í þessum kosningum, þeir eru heilagir, eins og alltaf. Skoðun 8. nóvember 2024 08:17
Eldra fólk á betra skilið Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016, til að berjast gegn fátækt. Með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi í málflutningi sínum, náði flokkurinn sínum fyrstu sætum á Alþingi árið 2017. Fyrsta frumvarp okkar á Alþingi var um afnám skerðinga á ellilífeyri vegna atvinnutekna eldri borgara - aðgerð sem við teljum óumdeilanlega vera spurningu um virðingu og réttlæti gagnvart eldra fólki. Skoðun 8. nóvember 2024 07:31
Fimmtíu og sex Íbúar í Árneshreppi eru 53. Þótt Árneshreppur sé eitt fámennasta sveitarfélag landsins þá erum við væntanlega öll sammála um að fólkið sem þar býr skipti máli fyrir íslenskt samfélag. Venjulegt, harðduglegt íslenskt fólk. Feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Skoðun 8. nóvember 2024 07:16
Börn laga ekki beinbrot Sem barn með ógreint ADHD átti ég það til að týna öllu. Íþróttatöskur, handklæði, lyklar, síminn - nefndu það og ég týndi því. Þegar ég var níu ára týndi ég körfuboltaskónum mínum, korter í æfingu. Ég lét mig hafa það og mætti á æfingu, skólaus. Skoðun 8. nóvember 2024 07:03
Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Ný könnun Gallup bendir til þess að flestir landsmenn treysti helst Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingar, af leiðtogum stjórnmálaflokkanna á Alþingi til að leiða stjórn efnahagsmála á Íslandi. Innlent 8. nóvember 2024 06:53
Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Sanna Magdalena Mörtudóttir leiðtogi Sósíalistaflokksins segist spennt að kynnast nokkrum þingmönnum fari svo að hún komist á þing. Hún segir að líklega væri best að bjóða einum þingmanni úr öllum flokkum í sumarbústaðarferð. Lífið 8. nóvember 2024 06:25
Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Prófessor í stjórnmálafræði segir fylgi flokkanna enn á mikilli hreyfinu. Það sé ekki fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum en það gæti gerst núna. Hann segir að möguleiki sé á að sett verði nýtt Íslandsmet í dauðum atkvæðum. Innlent 7. nóvember 2024 22:02
Sá „óháði“ kemur til byggða Líkt og jólasveinar koma gjarnan til byggða í desember, þá birtist ávallt hinn „óháði“ fræðimaður prófessor emeritus Stefán Ólafsson í undanfara þingkosninga. Ólíkt jólasveinunum, sem alla jafna leika á alls oddi, hefur „óháði“ fræðimaðurinn allt á hornum sér. Að minnsta kosti hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar. Skoðun 7. nóvember 2024 20:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent