Stuðningsmenn KR fögnuðu með klósettrúllukasti KR vann í kvöld afar góðan sigur á Snæfelli í Stykkishólmi og jafnaði þar með rimmu félaganna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Staðan í einvíginu, 1-1. Körfubolti 7. apríl 2010 21:06
Pavel horfir á þátt um geimverur fyrir leik „Ég er bara að slaka á fyrir leikinn. Það er nauðsynlegt að safna kröftum og vera ferskur í kvöld. Ég reif mig upp rúmlega tíu og borða svo pasta og kjúkling á eftir. Eldað á einfaldan hátt," sagði KR-ingurinn Pavel Ermolinskij við Vísi en hann var að hafa það náðugt á Akranesi hjá móður sinni og mun svo hitta félaga sína í KR-liðinu í Borganesi á eftir. Körfubolti 7. apríl 2010 15:00
Er kominn tími fyrir Tommy að skipta aftur í gamla treyjunúmerið? Það hefur lítið gengið hjá KR-ingnum Tommy Johnson að undanförnu. Leikbann, meiðsli og hver slaki leikurinn á fætur öðrum hefur séð til þess að KR-ingar hafa lítið getað treyst á annan erlenda leikmanninn sinn. Körfubolti 7. apríl 2010 14:30
Hlynur hitar upp með því að vesenast í flutningum Annar leikur Snæfells og KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram í hinu rómaða íþróttahúsi Stykkishólms, Fjárhúsinu, í kvöld. Körfubolti 7. apríl 2010 14:00
1-0 fyrir Snæfell - myndir Bekkurinn var þétt setinn og mikil stemning í DHL-höllinni í gær þegar KR og Snæfell mættust í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Körfubolti 6. apríl 2010 08:58
Ingi Þór: Við vorum mjög góðir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum kampakátur eftir sigurinn á KR í DHL-höllinni í gær. Körfubolti 6. apríl 2010 08:31
Brynjar: Við vinnum í Hólminum „Þeir hitta svakalega vel hér í kvöld á meðan við klúðrum meðal annars tveimur troðslum. Það er kannski lýsandi fyrir leikinn í kvöld," sagði KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson eftir tapið gegn Snæfelli í kvöld. Körfubolti 6. apríl 2010 08:28
Umfjöllun: KR átti ekkert svar við leik Snæfells Snæfell er komið í 1-0 gegn KR í undanúrslitarimmu félaganna í Iceland Express-deild karla. Snæfell sótti sigur í Vesturbæinn í fyrsta leik. Körfubolti 6. apríl 2010 08:23
Keflvíkingar unnu heimasigur á Njarðvík í jöfnum leik Keflvíkingar unnu granna sína í Njarðvík í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Iceland Express-deildarinnar. Körfubolti 5. apríl 2010 22:05
Snæfell skellti KR í Vesturbænum Snæfell er komið með yfirhöndina í undanúrslitaeinvíginu gegn KR eftir magnaðan útisigur í Vesturbænum í kvöld, 84-102. Körfubolti 5. apríl 2010 20:50
Einvígi Keflavíkur og Njarðvíkur: Hafa alltaf náð að hefna árið eftir Nágrannaliðin Keflavík og Njarðvík hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Liðin mættust í átta liða úrslitunum í fyrra og þá vann Keflavík 2-0. Keflavík er einnig með heimavallarréttinn í ár og hefst fyrsti leikurinn í Toyota-höllinni klukkan 19.15 í kvöld. Körfubolti 5. apríl 2010 15:15
Undanúrslitin í körfunni hefjast í kvöld Það er lítið páskafrí hjá körfuknattleiksmönnum því undanúrslitin í Iceland Express-deild karla fara af stað með látum í kvöld. Körfubolti 5. apríl 2010 13:15
Bestu mennirnir í einvígum 8 liða úrslitanna - Hlynur skilaði mestu Bæði undanúrslitaeinvígin í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta hefjast í kvöld og það er ekki úr vegi að skoða hvaða leikmenn stóðu sig best í átta liða úrslitunum. Körfubolti 5. apríl 2010 10:00
Alltaf oddaleikir í einvígum KR og Snæfells KR og Snæfell mætast í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta en þetta varð fyrst ljóst eftir oddaleikina á skírdagskvöld þótt að bæði lið hafi verið löngu búin að tryggja sér sigur í sínum einvígum í átta liða úrslitunum. Körfubolti 2. apríl 2010 15:30
Keflavík og Njarðvík komin í undanúrslitin í 23. sinn - eiga metið Keflavík og Njarðvík bættu bæði við metið sem þau eiga saman þegar lið félaganna tryggðu sér sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í gærkvöldi. Keflavík vann þá öruggan 107-78 sigur á Tindastól en Njarðvík vann 88-72 sigur á Stjörnunni í Garðabænum. Körfubolti 2. apríl 2010 12:00
Undanúrslitin hefjast á mánudag Í kvöld varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Það varð einnig ljóst í kvöld á hvaða dögum liðin munu mætast. Körfubolti 1. apríl 2010 22:31
Magnús: Elska að fá Keflavík núna Njarðvíkingurinn Magnús Gunnarsson var að vonum brosmildur eftir sigur Njarðvíkur á Stjörnunni í oddaleik í kvöld. Magnús átti flottan leik í kvöld eins og svo margir félagar hans. Körfubolti 1. apríl 2010 21:39
Teitur: Menn trúa ekki hvað þeir geta spilað vel Sá mikli keppnismaður, Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Njarðvík í kvöld en Teitur er sanngjarn maður og hann viðurkenndi að Njarðvík hefði unnið verðskuldað. Körfubolti 1. apríl 2010 21:29
Guðjón Skúlason: Kláruðum þá mjög fljótlega „Vörnin var rosalega sterk og þeir áttu engin svör gegn henni,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur , eftir 29 stiga sigurinn á Tindastóli í kvöld. Keflvíkingar eru því komnir í undanúrslitin. Körfubolti 1. apríl 2010 21:23
Karl Jónsson: Ósáttir við að tapa með þessum hætti „Keflvíkingar voru númeri of stórir fyrir okkur í kvöld," sagði Karl Jónsson, þjálfari Tindastóls, eftir tapið í Keflavík. Heimamenn unnu oddaleikinn 107-78 og sendu Tindastól í sumarfrí. Körfubolti 1. apríl 2010 21:12
Umfjöllun: Njarðvík númeri of stórt fyrir Stjörnuna Njarðvík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildar karla eftir sigur á Stjörnunni, 72-88, í oddaleik í Ásgarði í kvöld. Njarðvík mætir Keflavík í undanúrslitunum. Körfubolti 1. apríl 2010 20:49
Umfjöllun: Létt verk og löðurmannlegt hjá Keflavík Keflavík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildarinnar eftir að hafa unnið Tindastól örugglega í oddaleik í Toyota-sláturhúsinu í kvöld 107-78. Keflvíkingar hertu tökin í öðrum leikhluta og gestirnir áttu aldrei möguleika eftir það. Körfubolti 1. apríl 2010 20:47
Aðeins fjórum sinnum verið eintómir útisigrar í þriggja leikja seríu Stjarnan og Njarðvík mætast í kvöld í Ásgarði í Garðabæ í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. Liðin hafa skipts á að vinna hvort annað á útivelli og nú er komið að oddaleiknum sem verður á heimavelli Stjörnumanna. Körfubolti 1. apríl 2010 17:45
KR og Snæfell fylgjast spennt með oddaleikjum kvöldsins KR og Snæfell eru bæði komin áfram í undanúrslit Iceland Express deildar karla í körfubolta en þau fá ekki vita um andstæðinga sína fyrr en að loknum tveimur oddaleikjum átta liða úrslitanna sem fram fara í Garðabæ og Keflavík í kvöld. Körfubolti 1. apríl 2010 12:30
Snæfell búið að sópa út öllum Suðurnesjaliðunum á síðustu þremur árum Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla með 110-93 sigri á Grindavík í öðrum leik liðanna í Hólminum í gær og slógu þar með Grindvíkinga sigurlausa út úr úrslitakeppninni. Körfubolti 30. mars 2010 12:00
Grindvíkingum sópað í sumarfrí með skotsýningu - myndasyrpa Snæfellingar fóru á kostum í 17 stiga sigri á Grindavík, 110-93, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í gær. Körfubolti 30. mars 2010 08:00
Teitur: Hafa spilað vel í stóru leikjunum síðan að ég tók við Teitur Örlygsson stjórnaði Stjörnumönnum til sigurs í Njarðvík í kvöld og var þetta í fyrsta skiptið sem hann vinnur í Ljónagryfjunni sem þjálfari aðkomuliðs. Hörður Magnússon lýsti leiknum á Stöð Sport og hann talaði við Teit eftir leikinn. Körfubolti 29. mars 2010 22:45
Justin Shouse: Til í að fórna tönn fyrir undanúrslitin Justin Shouse átti frábæran leik í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld þegar Stjarnan tryggði sér oddaleik á heimavelli með 95-91 sigri í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Iceland Express deild karla. Körfubolti 29. mars 2010 22:27
Hlynur: Treystum okkur í hvaða lið sem er „Þetta var fáranlega gott hjá okkur. Hvernig við náðum að sprengja þetta upp og skora 110 stig. Það er mjög þægilegt þegar maður þarf að vinna leik að hitta úr svona sex þriggja stiga skotum í röð eða hvað það var," sagði Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson í handklæðinu einum fata eftir að lið hans sópaði Grindavík út úr Íslandsmótinu og komst um leið í undanúrslit. Körfubolti 29. mars 2010 21:32
Páll Axel: Það er greinilega margt að „Tímabilið í heild sinni er vonbrigði á vonbrigði ofan. Við fengum ekkert af því út úr þessu tímabili sem við ætluðum okkur," sagði Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson hundsvekktur í spjalli við blaðamann Vísis í áhaldageymslunni í Fjárhúsinu. Körfubolti 29. mars 2010 21:24