Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Pavel horfir á þátt um geimverur fyrir leik

    „Ég er bara að slaka á fyrir leikinn. Það er nauðsynlegt að safna kröftum og vera ferskur í kvöld. Ég reif mig upp rúmlega tíu og borða svo pasta og kjúkling á eftir. Eldað á einfaldan hátt," sagði KR-ingurinn Pavel Ermolinskij við Vísi en hann var að hafa það náðugt á Akranesi hjá móður sinni og mun svo hitta félaga sína í KR-liðinu í Borganesi á eftir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    1-0 fyrir Snæfell - myndir

    Bekkurinn var þétt setinn og mikil stemning í DHL-höllinni í gær þegar KR og Snæfell mættust í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brynjar: Við vinnum í Hólminum

    „Þeir hitta svakalega vel hér í kvöld á meðan við klúðrum meðal annars tveimur troðslum. Það er kannski lýsandi fyrir leikinn í kvöld," sagði KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson eftir tapið gegn Snæfelli í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Alltaf oddaleikir í einvígum KR og Snæfells

    KR og Snæfell mætast í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta en þetta varð fyrst ljóst eftir oddaleikina á skírdagskvöld þótt að bæði lið hafi verið löngu búin að tryggja sér sigur í sínum einvígum í átta liða úrslitunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Magnús: Elska að fá Keflavík núna

    Njarðvíkingurinn Magnús Gunnarsson var að vonum brosmildur eftir sigur Njarðvíkur á Stjörnunni í oddaleik í kvöld. Magnús átti flottan leik í kvöld eins og svo margir félagar hans.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Létt verk og löðurmannlegt hjá Keflavík

    Keflavík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildarinnar eftir að hafa unnið Tindastól örugglega í oddaleik í Toyota-sláturhúsinu í kvöld 107-78. Keflvíkingar hertu tökin í öðrum leikhluta og gestirnir áttu aldrei möguleika eftir það.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hlynur: Treystum okkur í hvaða lið sem er

    „Þetta var fáranlega gott hjá okkur. Hvernig við náðum að sprengja þetta upp og skora 110 stig. Það er mjög þægilegt þegar maður þarf að vinna leik að hitta úr svona sex þriggja stiga skotum í röð eða hvað það var," sagði Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson í handklæðinu einum fata eftir að lið hans sópaði Grindavík út úr Íslandsmótinu og komst um leið í undanúrslit.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Páll Axel: Það er greinilega margt að

    „Tímabilið í heild sinni er vonbrigði á vonbrigði ofan. Við fengum ekkert af því út úr þessu tímabili sem við ætluðum okkur," sagði Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson hundsvekktur í spjalli við blaðamann Vísis í áhaldageymslunni í Fjárhúsinu.

    Körfubolti