Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Njarð­vík – Kefla­vík 98-93| Njarðvík deildarmeistari og Keflavík missti heimavallarréttinn

    Njarðvík er deildarmeistari eftir fimm stiga sigur á Keflavík í 22. umferð Subway-deildar karla. Önnur úrslit voru Keflavík óhagstæð sem þýddi að Keflavík missti heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Hörður Axel Vilhjálmsson gat þó glaðst yfir því að hann bætti met Justin Shouse og er Hörður orðinn stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Lárus: Þurfum að horfa á stóru myndina

    Lárus Jónsson sagði lítið að marka úrslitin í leiknum gegn Grindavík í kvöld enda heimaliðið án tveggja sterkra leikmmanna. Hann sagði Þórsara ekki geta verið alltof ósátta þó deildarmeistaratitillinn hafi runnið úr þeirra greipum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Erfiðast að vinna deildarmeistaratitilinn“

    Njarðvík tryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Keflavík 98-93. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með árangurinn í deildarkeppninni sem skilaði efsta sætinu.

    Sport
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Breiða­blik – Stjarnan 105-107 | Gríðarleg dramatík þegar Blikar misstu af sæti í úrslitakeppninni

    Breiðablik þarf að bíta í hið margfræaga súra epli að sitja eftir með sárt ennið og fara ekki í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta karla þetta árið. Þetta varð ljóst eftir 105-107 tap Blika gegn Stjörnunni en liðin áttust við í lokaumferð deildarkeppninnar í Smáranum í Kópavogi í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Segja Milka þyngri, hægari og fullan af söknuði

    Eftir að hafa verið einn albesti leikmaður efstu deildar Íslands í körfubolta síðustu tvö tímabil hefur Dominykas Milka ekki náð að láta ljós sitt skína eins vel í vetur. Litháinn var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gær.

    Körfubolti