Var að upplifa jarðskjálfta í fyrsta skipti: „Þurfum við að flýja?“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2023 07:00 DeAndre Kane, nýr leikmaður Grindavíkur, segist hafa verið að upplifa jarðskjálfta í fyrsta skipti. VÍSIR / ANTON BRINK Jörð skelfur í Grindavík og eru íþróttirnar og leikmenn körfuboltaliðs félagsins ekki þeim undanskyldir. Mönnum gekk misvel að sofa í nótt. Grindvíkingar unnu frábæran sigur gegn Njarðvík síðastliðinn fimmtudag og fóru sáttir á koddann. Misvel gekk hins vegar að halda svefni er stórir skjálftar riðu reglulega yfir á Reykjanesskaga. „Eins og þú sérð þá gekk það mjög illa. Ég er bara ósofinn og það er búið að vera langur dagur og allt það, en þetta er ekkert nýtt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Konan er í útlöndum þannig ég er bara einn heima með hundinn þannig þetta var bara kósý hjá okkur félögunum uppi í rúmi. Hann var náttúrulega skíthræddur,“ bætti Jóhann Þór við. Leikmenn upplifa skjálftana á mismunandi hátt Daniel Mortensen, leikmaður Grindavíkur, segir að þrátt fyrir að skjálftarnir séu óþægilegir sé hann nánast farinn að venjast þeim. „Þetta er skrýtið en ég er farinn að venjast þessu. Í fyrstu skiptin var ég hræddur í smá tíma en núna finnur maður það og bregður en svo er það allt í lagi,“ sagði Mortensen. Liðsfélagi hans, Dedrick Basile, virtist þó ekki kippa sér upp við skjálftana. „Ég svaf reyndar í gegnum þetta ef ég á að vera hreinskilinn. En ég heyrði af því að skjálftarnir hafi verið miklir,“ sagði Basile. „Ég vaknaði aðeins en sofnaði strax aftur. Þetta er samt klikkað því ég hef aldrei áður fundið fyrir jarðskjálfta.“ Var að finna jarðskjálfta í fyrsta skipti DeAndre Kane, sem gekk í raðir Grindvíkinga í sumar, lýsti einnig sinni upplifun af skjálftunum. „Þetta var öðruvísi. Í Bandaríkjunum erum við ekki vön þessu, en það er alltaf eitthvað öðruvísi í mismunandi löndum og jarðskjálftarnir á Íslandi er eitt af því,“ sagði Kane. „Ég held að það hafi verið skjálfti fyrir um hálfum mánuði og það var í fyrsta skipti sem ég fann þetta. Húsið hreyfðist og myndir féllu af veggjunum, en að öðru leyti var allt í lagi.“ En hvað fer í gegnum hugann á manni eins og Kane sem er að finna fyrir jarðskjálfta í fyrsta skipti? „Er húsið að hrynja, þurfum við að flýja eða fara út á sjó? Ég veit það ekki, en ég talaði við strákana og þeir sögðu að það væri ekkert að óttast. Þetta gerist þegar kvikan reynir að komast upp. Mér finnst ég örggur hérna og mér líður vel,“ sagði Kane léttur að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Grindvíkingar unnu frábæran sigur gegn Njarðvík síðastliðinn fimmtudag og fóru sáttir á koddann. Misvel gekk hins vegar að halda svefni er stórir skjálftar riðu reglulega yfir á Reykjanesskaga. „Eins og þú sérð þá gekk það mjög illa. Ég er bara ósofinn og það er búið að vera langur dagur og allt það, en þetta er ekkert nýtt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Konan er í útlöndum þannig ég er bara einn heima með hundinn þannig þetta var bara kósý hjá okkur félögunum uppi í rúmi. Hann var náttúrulega skíthræddur,“ bætti Jóhann Þór við. Leikmenn upplifa skjálftana á mismunandi hátt Daniel Mortensen, leikmaður Grindavíkur, segir að þrátt fyrir að skjálftarnir séu óþægilegir sé hann nánast farinn að venjast þeim. „Þetta er skrýtið en ég er farinn að venjast þessu. Í fyrstu skiptin var ég hræddur í smá tíma en núna finnur maður það og bregður en svo er það allt í lagi,“ sagði Mortensen. Liðsfélagi hans, Dedrick Basile, virtist þó ekki kippa sér upp við skjálftana. „Ég svaf reyndar í gegnum þetta ef ég á að vera hreinskilinn. En ég heyrði af því að skjálftarnir hafi verið miklir,“ sagði Basile. „Ég vaknaði aðeins en sofnaði strax aftur. Þetta er samt klikkað því ég hef aldrei áður fundið fyrir jarðskjálfta.“ Var að finna jarðskjálfta í fyrsta skipti DeAndre Kane, sem gekk í raðir Grindvíkinga í sumar, lýsti einnig sinni upplifun af skjálftunum. „Þetta var öðruvísi. Í Bandaríkjunum erum við ekki vön þessu, en það er alltaf eitthvað öðruvísi í mismunandi löndum og jarðskjálftarnir á Íslandi er eitt af því,“ sagði Kane. „Ég held að það hafi verið skjálfti fyrir um hálfum mánuði og það var í fyrsta skipti sem ég fann þetta. Húsið hreyfðist og myndir féllu af veggjunum, en að öðru leyti var allt í lagi.“ En hvað fer í gegnum hugann á manni eins og Kane sem er að finna fyrir jarðskjálfta í fyrsta skipti? „Er húsið að hrynja, þurfum við að flýja eða fara út á sjó? Ég veit það ekki, en ég talaði við strákana og þeir sögðu að það væri ekkert að óttast. Þetta gerist þegar kvikan reynir að komast upp. Mér finnst ég örggur hérna og mér líður vel,“ sagði Kane léttur að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira