Veður

Veður


Fréttamynd

Veður­fræðingur og náttúru­vá­r­sér­fræðingur beina því til fólks að fara ekki að gosinu í dag

Hraunflæði úr gosinu í Geldingadölum hefur verið stöðugt í nótt. „Við sáum í gær að það hefur lokast af þarna svæði við gíginn sem hafði áður verði hægt að ganga að og hraunið rann aðeins meira í áttina að stikuðu gönguleiðinni. Annars hefur rennslið bara verið tiltölulega jafnt,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur um stöðuna á gosinu.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert úti­vistar­veður á gos­stöðvunum

Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur.

Innlent
Fréttamynd

Gular við­varanir vegna yfir­vofandi hríðar­veðurs

Nú er hann lagstur í vaxandi norðanátt og fer að snjóa víða á landinu í dag. Það gengur á með hríðarveðri á norðurhelming landsins eftir hádegi og verða gular veðurviðvaranir vegna hríðar í gildi til hádegis á morgun.

Veður
Fréttamynd

Róleg suðvestanátt með éljum

Það er spáð rólegri suðvestanátt með éljum í dag en væntanlega mun létta til á Norðaustur- og Austurlandi síðdegis. Hitinn ætti að skríða yfir frostmark víðast hvar en í nótt má svo búast við núll til fimm stiga frosti.

Veður
Fréttamynd

Hægur vindur og dálítil él

Suðvestanáttin er að ganga niður á landinu og í eftirmiðdaginn verður yfirleitt fremur hægur vindur og dálítil él en þurrt austanlands.

Veður
Fréttamynd

Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu

Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu.

Erlent
Fréttamynd

Sóttvarnaaðgerðir ráðist ekki af veðri og vindum

Stjórnvöld ættu ekki að nota árstíðarskipti og hlýnandi veðurfar sem ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Sérfræðingar segja að smitvarnir yfirvalda hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu veirunnar en veður eða loftgæði.

Erlent
Fréttamynd

„Ákaflega hlýtt loft“ yfir landinu

Það er ákaflega hlýtt loft yfir landinu nú og í nótt hefur verið allt að fimmtán stiga hiti í hnjúkaþey á Tröllaskaga og á Austfjörðum að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veður
Fréttamynd

Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti

Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar.

Veður
Fréttamynd

Spá allt að fjórtán stiga hita

Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veður
Fréttamynd

Allt að 18 m/s og rigning eða slydda

Búast má við vaxandi suðaustanátt í dag, 10-18 m/s eftir hádegi og rigningu eða slyddu um landið sunnan- og vestanvert. Norðaustantil á landinu verður hægari vindur og úrkomulítið fram á kvöld.

Innlent
Fréttamynd

„Önnur djúp lægð er ekki langt undan“

Hvassviðrið og úrkoman úr lægðinni sem var rétt austan við landið í gær heldur áfram í dag enda hefur lægðin færst langt síðasta sólarhringinn að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert ferðaveður og Holtavörðuheiði lokað

Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða ekkert ferðaveður. Hvassviðri er um allt vestanvert landið og víða skafrenningur og blint. Vesturlandsvegur er lokaður fyrir umferð bæði um Kjalarnes og Holtavörðuheiði. Veðurstofan er með gular veðurviðvaranir í gildi fyrir vestan- og norðvestanvert landið.

Innlent
Fréttamynd

Óvæntur norðanhvellur eftir góða tíð

Vonskuveður er víða um vestanvert landið í dag og er gul viðvörun í gangi á Faxaflóasvæðinu, við Breiðafjörð, á Vestfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi- Vestra. Þrjár bílveltur urðu á Reykjanesbraut í morgun þar sem mikið hvassviðri er og lokað var fyrir umferð um Vesturlandsveg á Kjalarnesi vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Djúp lægð nálgast sem veldur hvassri norðan­átt

Djúp 958 millibara lægð er nú í morgunsárið stödd milli Íslands og Færeyja. Hún nálgast landið enn frekar í dag og veldur hvassri norðanátt á landinu ásamt ofankomu sem einkum verður bundin við norðurhelming landsins.

Veður
Fréttamynd

Gul viðvörun á fjórum spásvæðum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir. Viðvörunin tekur gildi klukkan sex í fyrramálið og gildir til miðnættis. Varað er við hvassviðri eða stormi, snjókomu eða hríð og versnandi akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum.

Innlent
Fréttamynd

Veturinn minnir á sig

Hyggilegt er fyrir ferðalanga að hafa veður morgundagsins í huga þegar ferðalög eru skipulögð þar sem veturinn minnir nú á sig eftir hagstæða tíð undanfarið.

Innlent