Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2022 12:55 Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Vísir/Vilhelm Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. Ekkert ferðaveður neins staðar Þó að appelsínugulu viðvaranirnar séu á norður- og austanverðu landinu á sunnudaginn verður ekkert ferðaveður um allt land. „Í rauninni hvergi á landinu því það er hvasst sunnanmegin á landinu og slæmt ferðaveður þar einnig en bara alls ekki á norðanverðu landinu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er stormur á öllu landinu en það er mikil úrkoma á Norður- og Austurlandi. Stór hluti af þessaru úrkomu fellur sem slydda eða snjókoma sem skapar ófærð, búfénaður getur fennt í kaf og ísing getur komið á raflínur sem getur mögulega valdið rafmagnsleysi,“ segir Teitur. Á Norðurlandi eystra er spáð norðan átt 18 til 25 metrum á sekúndu með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina, annars snjókomu. Miklar líkur eru á slydduísingu á innviði og vegi. Búast má við svipuðu veðri á Ströndum og Norðurlandi vestra og gefur Veðurstofan út nánast sömu viðvörun fyrir það svæði. Vindhraði þar gæti náð 18 til 23 metrum á sekúndu. Á Austurlandi er spáð norðvestanátt, 15 til 25 metrar á sekúndu. Búist er við mikilli rigningu eða slyddu en snjókomu á fjallvegum. Í viðbragðsstöðu Björgunarsveitir og almannavarnadeildir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins. Þar á bæ eru skilaboðin um að ekkert ferðaveður verði á landinu á sunndaginn. „Eins og stundum gerist þegar haustlægðirnar fara að koma þá er fólk misbúið undir þær. Eins og þú segir þá er alveg ljóst af veðurspá að það verður ekkert ferðaveður á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægt að fólk fari eftir því, fylgist með veðurspánni. Hagi ferðum sínum samkvæmt því, sagði Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðarmála hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra,“ í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Ísing gæti hlaðist á raflínustaura.Vísir Reikna má með að aðgerðastjórnir verði virkjaðar á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst og ekki er ólíklegt að Samhæfingarmiðstöðin verði virkjuð í Reykjavík. „Á sunnudaginn sjálfan þá verður bara brjálað veður svo það sé sagt hreint út. Í úrkomunni, ég tala nú ekki um ef þetta verður orðið slydda og snjókoma, þá verður gríðarlega blint. Það ofan í mikið hvassviðri, yfir 20 metra vind, það segir sig sjálft að það er ekki hættulaust ferðaveður, langt í frá. Sérstaklega ekki fyrir stóra bíla, húsbíla, rútur eða bíla með eftirvagna.“ Ráðlagt að ferðast á morgun eða mánudaginn, ekki á sunnudaginn Teitur veðurfræðingur bendir á að á morgun og mánudag verði vel hægt að ferðast og því ráðlagt að nýta þá daga í ferðalög ef þurfa þykir, fremur en sunnudaginn. „Vestast á landinu sígur þetta verulega niður á sunnudagskvöld og svo aðfaranótt mánudags og fyrripart á mánudaginn er það á niðurleið á austanverðu landinu. Eftir hádegi á mánudag er bara komið ágætis veður um allt land. Það er alveg sæmilegt veður á morgun þannig að menn ættu að geta ferðast á morgun eða mánudag til að forða vandræðum.“ Veður Almannavarnir Samgöngur Tengdar fréttir Gulur verður að appelsínugulum um helgina Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. 7. október 2022 09:22 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Sjá meira
Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. Ekkert ferðaveður neins staðar Þó að appelsínugulu viðvaranirnar séu á norður- og austanverðu landinu á sunnudaginn verður ekkert ferðaveður um allt land. „Í rauninni hvergi á landinu því það er hvasst sunnanmegin á landinu og slæmt ferðaveður þar einnig en bara alls ekki á norðanverðu landinu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er stormur á öllu landinu en það er mikil úrkoma á Norður- og Austurlandi. Stór hluti af þessaru úrkomu fellur sem slydda eða snjókoma sem skapar ófærð, búfénaður getur fennt í kaf og ísing getur komið á raflínur sem getur mögulega valdið rafmagnsleysi,“ segir Teitur. Á Norðurlandi eystra er spáð norðan átt 18 til 25 metrum á sekúndu með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina, annars snjókomu. Miklar líkur eru á slydduísingu á innviði og vegi. Búast má við svipuðu veðri á Ströndum og Norðurlandi vestra og gefur Veðurstofan út nánast sömu viðvörun fyrir það svæði. Vindhraði þar gæti náð 18 til 23 metrum á sekúndu. Á Austurlandi er spáð norðvestanátt, 15 til 25 metrar á sekúndu. Búist er við mikilli rigningu eða slyddu en snjókomu á fjallvegum. Í viðbragðsstöðu Björgunarsveitir og almannavarnadeildir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins. Þar á bæ eru skilaboðin um að ekkert ferðaveður verði á landinu á sunndaginn. „Eins og stundum gerist þegar haustlægðirnar fara að koma þá er fólk misbúið undir þær. Eins og þú segir þá er alveg ljóst af veðurspá að það verður ekkert ferðaveður á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægt að fólk fari eftir því, fylgist með veðurspánni. Hagi ferðum sínum samkvæmt því, sagði Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðarmála hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra,“ í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Ísing gæti hlaðist á raflínustaura.Vísir Reikna má með að aðgerðastjórnir verði virkjaðar á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst og ekki er ólíklegt að Samhæfingarmiðstöðin verði virkjuð í Reykjavík. „Á sunnudaginn sjálfan þá verður bara brjálað veður svo það sé sagt hreint út. Í úrkomunni, ég tala nú ekki um ef þetta verður orðið slydda og snjókoma, þá verður gríðarlega blint. Það ofan í mikið hvassviðri, yfir 20 metra vind, það segir sig sjálft að það er ekki hættulaust ferðaveður, langt í frá. Sérstaklega ekki fyrir stóra bíla, húsbíla, rútur eða bíla með eftirvagna.“ Ráðlagt að ferðast á morgun eða mánudaginn, ekki á sunnudaginn Teitur veðurfræðingur bendir á að á morgun og mánudag verði vel hægt að ferðast og því ráðlagt að nýta þá daga í ferðalög ef þurfa þykir, fremur en sunnudaginn. „Vestast á landinu sígur þetta verulega niður á sunnudagskvöld og svo aðfaranótt mánudags og fyrripart á mánudaginn er það á niðurleið á austanverðu landinu. Eftir hádegi á mánudag er bara komið ágætis veður um allt land. Það er alveg sæmilegt veður á morgun þannig að menn ættu að geta ferðast á morgun eða mánudag til að forða vandræðum.“
Veður Almannavarnir Samgöngur Tengdar fréttir Gulur verður að appelsínugulum um helgina Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. 7. október 2022 09:22 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Sjá meira
Gulur verður að appelsínugulum um helgina Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. 7. október 2022 09:22