

Vistaskipti
Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fjögur ráðin til Brandenburg
Þorleifur Gunnar Gíslason, Dana Rún Hákonardóttir, Sóley Lee Tómasdóttir og Hildur Hafsteinsdóttir hafa öll verið ráðin til starfa hjá hönnunar- og auglýsingastofunni Brandenburg.

Sjötíu umsækjendur um starf upplýsingafulltrúa
Alls voru sjötíu umsækjendur um starf upplýsingafulltrúa hjá ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála en umsóknarfrestur um starfið rann út á sunnudag.

Kristín Hildur hjá Fortuna Invest til Íslandsbanka
Kristín Hildur Ragnarsdóttir, eina af meðlimum Fortuna Invest, hefur verið ráðin til starfa hjá Íslandsbanka og þar sem hún mun leiða vöruþróun fyrir ungt fólk og fjárfestingar.

Fanney Rós skipuð ríkislögmaður fyrst kvenna
Forsætisráðherra hefur skipað Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur ríkislögmann frá og með 28. febrúar næstkomandi. Hún er fyrsta konan sem skipuð er í embætti ríkislögmanns.

Ásthildur Bára nýr markaðsstjóri SalesCloud
Ásthildur Bára Jensdóttir hefur verið ráðin markaðsstjori fjártæknifyrirtækisins SalesCloud.

Arnór hættir sem forstjóri Menntamálastofnunar og fær starf í ráðuneytinu
Arnór Guðmundsson mun láta af störfum sem forstjóri Menntamálastofnunar (MMS) og byrja hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu þann 1. mars næstkomandi.

Guðbjörg Sæunn frá Veitum til Einingaverksmiðjunnar
Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Einingaverksmiðjunnar ehf. Hún tekur við af Sigurbirni Óla Ágústssyni sem hefur gegnt starfinu síðustu 28 ár.

Kristín Björg frá Torgi til Orkunnar
Kristín Björg Árnadóttir hefur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkunnar. Hún starfaði síðast sem fjármálastjóri hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla.

Elín Pálmadóttir nýr sviðsstjóri hjá PwC
Elín Pálmadóttir hefur tekið við sem sviðstjóri bókhalds og launa hjá PwC en sviðið aðstoðar fyrirtæki og rekstraraðila með bókhald, laun, ársreikninga og framtalsskil.

Guðjón nýr forstöðumaður hjá Isavia
Guðjón Leifsson hefur verið ráðinn forstöðumaður á þjónustu og rekstrarsviði Isavia. Framkvæmdastjóri sviðsins segir stór verkefni bíða eftir niðursveiflu í kjölfar faralursins.

Skipulagsbreytingar hjá Landsvirkjun á sviði sölu og þjónustu
Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Landsvirkjun í hópi stjórnenda á sviði sölu og þjónustu hjá fyrirtækinu en nýir forstöðumenn hafa verið ráðnir. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið er um að ræða forstöðumenn viðskiptastýringar, viðskiptagreinar og þróun markaða, og viðskiptaþjónustu.

Las það í fjölmiðlum að hann myndi ekki lengur fylgja landsliðinu
Þorgrímur Þráinsson verður ekki lengur hluti af starfsliði A-landsliðs karla í fótbolta. Ástæðan er niðurskurður hjá landsliðum KSÍ en Þorgrímur fór ekki út í janúarferð A-landsliðsins.

Heiðar Örn ráðinn fréttastjóri RÚV
Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið ráðinn fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hann tekur við starfinu af Rakel Þorbergsdóttir sem sagði upp störfum í nóvember.

Teitur Björn verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar
Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann tekur við af Hreini Loftssyni sem hætti sem aðstoðarmaður Jóns um miðjan desember eftir einungis tvær vikur í starfi.

Atli Sigurjónsson til Williams & Halls
Atli Sigurjónsson lyfjafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu og viðskiptaþróunar hjá íslenska lyfjafyrirtækinu Williams & Halls ehf.

Daníel hættur hjá Landsbankanum, stýrt hagfræðideild bankans frá 2010
Daníel Svavarsson, sem hefur verið forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans frá árinu 2010, hefur hætt störfum hjá bankanum.

Fjölgun í stjórn Nova og Hrund kemur ný inn
Fjarskiptafélagið Nova hefur fjölgað stjórnarmönnum sínum úr þremur upp í fimm samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi nýlega til fyrirtækjaskrár.

Mikil endurnýjun í stjórn Viðskiptaráðs Íslands
Ari Fenger hefur verið endurkjörinn formaður Viðskiptaráðs Íslands til næstu tveggja ára. Þetta var kynnt á aðalfundi ráðsins í morgun og niðurstaða stjórnarkjörs sömuleiðis. Í stjórn Viðskiptaráðs sitja 37 einstaklingar auk formanns.

Anna Fríða ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá Play
Anna Fríða Gísladóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Hún tekur við stöðunni af Steinari Þór Ólafssyni.

Ráðin sérfræðingur í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum
Auður Ösp Ólafsdóttir hefur tekið við stöðu sérfræðings í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum en hún sinnti áður stöðu vefstjóra fyrirtækisins.

Siggeir og Díana til Sýnar
Siggeir Örn Steinþórsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Vöruþróunar og upplifunar viðskiptavina hjá Sýn og Díana Dögg Víglundsdóttir ráðin sem vörueigandi stafrænna dreifileiða.

Sandra nýr markaðsstjóri Smáralindar
Sandra Arnardóttir hefur verið ráðin í starf markaðsstjóra Smáralindar en hún tekur við starfinu af Tinnu Jóhannsdóttur.

Friðrik Ómar tekinn við af Loga
Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er tekinn við af Loga Bergmanni Eiðssyni, fjölmiðlamanni, í Síðdegisþættinum á útvarpsstöðinni K100.

Dagur Fannar er nýr prestur í Skálholti
„Ég er enn þá að ná þessu, ég er svo stoltur og ánægður að vera treyst fyrir þessu verkefni, þetta eru meiriháttar fréttir fyrir mig og mína fjölskyldu,“ segir Selfyssingurinn Dagur Fannar Magnússon, sem hefur verið valinn sem nýr prestur í Skálholti. Fimm sóttu um embættið.

Berglind frá Landsbankanum til BBA//Fjeldco
Berglind Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við lögmannsstofuna BBA//Fjeldco. Berglind er héraðsdómslögmaður með víðtæka reynslu á sviði fyrirtækja– og fjármálalögfræði.

Huld óskaði eftir að láta af störfum
Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá sjóðnum. Starfið verður auglýst á næstu dögum en hún mun gegna starfinu fram að ráðningu nýs framkvæmdastjóra í vor.

Gunna Dís komin aftur á RÚV
Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, hefur störf hjá RÚV á ný eftir að hafa kvatt vinnustaðinn 2019 og flutt til Húsavíkur.

Fjórir vilja verða næsti fréttastjóri RÚV
Fjórir sækjast eftir því að verða næsti fréttastjóri RÚV. Meðal þeirra eru Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri RÚV og Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Ráðinn fjármálastjóri Kaptio
Steingrímur Helgason hefur verið ráðinn fjármálastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Kaptio.

Ellert stýrir fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Ellert Arnarson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hann hefja störf á næstu vikum.