„Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2022 13:05 Þórdís Jóna Sigurðardóttir. Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. Í gær boðaði Ásmundur Einar Daðason barna-og menntamálaráðherra ákveðin straumhvörf í íslensku menntakerfi. Til þess að ná fram róttækum breytingum hyggst hann leggja niður Menntamálastofnun og setja á fót nýja og gjörbreytta stofnun en Þórdís Jóna Sigurðardóttir hefur verið ráðin til að leiða hana. Sjá nánar: Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar „Þetta verður ekki gert fyrr en ný lög verða samþykkt þannig að nú er ákveðin biðstaða en þetta er auðvitað heilmikil áskorun,“ segir Þórdís. Skólakerfið á Íslandi hefur verið gagnrýnt í árafjöld fyrir að vera ekki nægilega mikið í takti við nútímann. Heldurðu kerfið verði betur í stakk búið að taka mið af öllu því nýjasta í fræðunum, nýsköpun og tæknivæðingu með boðuðum breytingum? „Ég held að það sé nákvæmlega það sem ráðherra sér fyrir sér; þjónandi og styðjandi skólaþróun í samstarfi og samvinnu við skólana. Það þarf einhver að búa til þennan vettvang því sveitarfélög eiga oft erfitt með að sinna þessum þætti. Það er öll þessi framþróun; stuðningur við leiðtoga, stuðningur við kennslufræðilega nálgun. Við sjáum að verkefni skólanna eru alltaf að verða fleiri og flóknari og skólarnir þurfa að taka mið af flóknari aðstæðum hvort sem það varðar námið, hegðun, líðan eða félagsfærni. Nú opnist tækifæri til breytinga. „Það er bara svo mikilvægt að við séum nútímaleg og að við getum boðið hverju og einasta barni upp á það besta til að það nái að blómstra og nái þeirri farsæld sem við viljum sjá.“ Og hvað á barnið að heita? „Það er góð spurning því eitt af því sem mér finnst svo spennandi við þetta starf er að nú hefur ráðherra kynnt þessa flottu sýn og fólk heillast af en nú er verið að kalla eftir samráði, samvinnu og samtali um hvernig við eigum að láta þetta allt gerast. Þannig að við eigu öll þátt í að búa til þessa nýju stofnun og eitt af því er að svara spurningunni um hvað barnið á að heita“. Eitt er að boða breytingar og að leggja fram sýn í málaflokki en það er annað að innleiða þær. Hvernig ætlið þið að sjá til þess breytingarnar verði ekki aðeins í orði heldur líka á borði? „Það sem fær mig til að trúa því að við raunverulega getum þetta er að það er svo mikil stemning fyrir þessu. Við fundum það á fundinum í gær; þá komu bæði aðilar Kennarasambandinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og ég hef fengið gríðarlega góð viðbrögð frá skólasamfélaginu. Ég skynja að fólk trúi því að við séum hér að fá annað tækifæri og við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri heldur virkilega nýta það til að efla skólastarfið enn frekar fyrir börnin okkar því þau eiga það svo sannarlega skilið.“ Vistaskipti Skóla - og menntamál Nýsköpun Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Hún mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem koma mun í stað Menntamálastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 17. október 2022 10:18 Öllu starfsfólki sagt upp Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar. 17. október 2022 12:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Í gær boðaði Ásmundur Einar Daðason barna-og menntamálaráðherra ákveðin straumhvörf í íslensku menntakerfi. Til þess að ná fram róttækum breytingum hyggst hann leggja niður Menntamálastofnun og setja á fót nýja og gjörbreytta stofnun en Þórdís Jóna Sigurðardóttir hefur verið ráðin til að leiða hana. Sjá nánar: Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar „Þetta verður ekki gert fyrr en ný lög verða samþykkt þannig að nú er ákveðin biðstaða en þetta er auðvitað heilmikil áskorun,“ segir Þórdís. Skólakerfið á Íslandi hefur verið gagnrýnt í árafjöld fyrir að vera ekki nægilega mikið í takti við nútímann. Heldurðu kerfið verði betur í stakk búið að taka mið af öllu því nýjasta í fræðunum, nýsköpun og tæknivæðingu með boðuðum breytingum? „Ég held að það sé nákvæmlega það sem ráðherra sér fyrir sér; þjónandi og styðjandi skólaþróun í samstarfi og samvinnu við skólana. Það þarf einhver að búa til þennan vettvang því sveitarfélög eiga oft erfitt með að sinna þessum þætti. Það er öll þessi framþróun; stuðningur við leiðtoga, stuðningur við kennslufræðilega nálgun. Við sjáum að verkefni skólanna eru alltaf að verða fleiri og flóknari og skólarnir þurfa að taka mið af flóknari aðstæðum hvort sem það varðar námið, hegðun, líðan eða félagsfærni. Nú opnist tækifæri til breytinga. „Það er bara svo mikilvægt að við séum nútímaleg og að við getum boðið hverju og einasta barni upp á það besta til að það nái að blómstra og nái þeirri farsæld sem við viljum sjá.“ Og hvað á barnið að heita? „Það er góð spurning því eitt af því sem mér finnst svo spennandi við þetta starf er að nú hefur ráðherra kynnt þessa flottu sýn og fólk heillast af en nú er verið að kalla eftir samráði, samvinnu og samtali um hvernig við eigum að láta þetta allt gerast. Þannig að við eigu öll þátt í að búa til þessa nýju stofnun og eitt af því er að svara spurningunni um hvað barnið á að heita“. Eitt er að boða breytingar og að leggja fram sýn í málaflokki en það er annað að innleiða þær. Hvernig ætlið þið að sjá til þess breytingarnar verði ekki aðeins í orði heldur líka á borði? „Það sem fær mig til að trúa því að við raunverulega getum þetta er að það er svo mikil stemning fyrir þessu. Við fundum það á fundinum í gær; þá komu bæði aðilar Kennarasambandinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og ég hef fengið gríðarlega góð viðbrögð frá skólasamfélaginu. Ég skynja að fólk trúi því að við séum hér að fá annað tækifæri og við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri heldur virkilega nýta það til að efla skólastarfið enn frekar fyrir börnin okkar því þau eiga það svo sannarlega skilið.“
Vistaskipti Skóla - og menntamál Nýsköpun Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Hún mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem koma mun í stað Menntamálastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 17. október 2022 10:18 Öllu starfsfólki sagt upp Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar. 17. október 2022 12:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Hún mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem koma mun í stað Menntamálastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 17. október 2022 10:18
Öllu starfsfólki sagt upp Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar. 17. október 2022 12:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent