Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Maríjon snýr aftur í einkageirann

Maríjon Ósk Nóadóttir hefur verið ráðin til almannatengslafyrirtækisins Kvis og kemur til með að sinna fjölmiðla- og lögfræðiráðgjöf hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kvis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erla Ósk færir sig um set í hótelbransanum

Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur látið af störfum sem forstöðumaður mannauðs og menningar hjá Icelandair hótelum eftir rúmlega sex ára starf. Hún tekur við sem forstöðumaður mannauðsmála hjá The Reykjavík Edition, hóteli við hliðina á Hörpu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikael Smári tekur við af Jóni Magnúsi

Mikael Smári Mikaelsson hefur verið ráðinn yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Hann tekur við starfinu af Jóni Magnúsi Kristjáns­syni sem sagði upp í janúar og tók við sem framkvæmda­stjóri lækn­inga hjá Heilsu­vernd.

Innlent
Fréttamynd

Nýr framkvæmdastjóri hjá Póstinum

Gunnar Þór Tómasson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Póstsins en hann kemur frá fyrirtækinu EY og hefur þegar hafið störf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.

Viðskipti innlent