Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. 5.1.2024 09:20
Átján prósenta verðhækkun ólíðandi að mati bæjarstjóra HS veitur segja að skortur á raforku í landinu hafi leitt til 18 prósenta verðhækkunar á heitu vatni í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri segir ekkert í hendi um að ríkið komi til móts við Eyjamenn. 4.1.2024 16:44
Ýmsar ástæður fyrir lokun en launin stóra vandamálið María Rún Hafliðadóttir, forstjóri Gleðipinna sem rekur Íslensku hamborgarafabrikkuna, segir erfitt að loka veitingastað með tíu ára sögu. Launakostnaður geri veitingahúsarekstur afar erfiðan. 4.1.2024 15:22
Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. 4.1.2024 14:51
Fór straumur um líkamann eftir að sortuæxlið var fjarlægt Katrín Júlíusdóttir rithöfundur og fyrrverandi ráðherra, Alþingismaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja greindist með sortuæxli á eyra síðastliðið haust. Hún gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel en verður í stífu eftirliti næstu mánuði. 4.1.2024 12:39
Fullur efasemda um faðerni sextíu árum síðar 85 ára karlmaður búsettur í Kópavogi hefur stefnt fyrrverandi eiginkonu sinni og syni fyrir dóm. Hann véfengir að hann sé faðir skráðs sonar síns og vill fá það viðurkennt fyrir dómi. 4.1.2024 11:30
Í leyfi vegna gruns um brot gegn samstarfskonu Yfirmaður hjá lögreglunni á Suðurlandi hefur verið marga mánuði í leyfi á meðan héraðssaksóknari hefur haft kæru samstarfskonu hans til rannsóknar. Málið er nú á borði ríkissaksóknara. 4.1.2024 10:54
Grillhúsið til sölu á 110 milljónir Veitingastaðir Grillhússins á Laugavegi og Sprengisandi í Reykjavík auk útibús í Borgarnesi hafa verið auglýstir til sölu. Uppsett verð er 110 milljónir króna. 4.1.2024 10:27
Eftirlaun Guðna allt önnur en Ólafs Ragnars og Vigdísar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti í sumar. Hann nýtur ekki aukinna réttinda þegar kemur að eftirlaunum fyrir að hafa gegnt embætti forseta Íslands. 3.1.2024 16:02
Saltstaukar Ragnars ekki metnir sem listaverk Listamaðurinn Ragnar Kjartansson þarf að greiða virðisaukaskatt af hundrað salt- og piparstaukum úr postulíni sem hann flutti inn. Tollstjóri taldi ekki rétt að flokka staukana sem listaverk. Ragnar lagði þó tollstjóra í deilu um hvort miða ætti við framleiðslu- eða söluverð staukanna. 3.1.2024 14:45