Frá þessu segir í tilkynningu frá tónleikahaldaranum Senu sem virðast hafa verið meðvitaðir um mikla eftirspurn. Þegar hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum miðvikudagskvöldið 3. júlí sem fara á sölu í fyrramálið klukkan 10.
Nick Cave má með réttu kalla Íslandsvin eftir fyrri heimsóknir til landsins í tilefni tónleikahalds. Í þetta skiptið kemur hann fram með Colin Greenwood bassagítarleikara úr Radiohead.
Nick Cave og Colin Greenwood munu flytja valin lög, hrá og óskreytt, og munu þannig afhjúpa grundvallareðli þeirra fyrir áhorfendum.
Sex verðsvæði eru í boði og kosta miðarnir frá 6.990 kr. Eingöngu um 1.500 miðar eru í boði.