Fréttakvissið: Tíu spurningar um atburði liðinnar viku Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi sem er í boði á Vísi á laugardögum. 12.11.2022 08:01
Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. 12.11.2022 07:00
Sameina krafta sína vegna ÍL-sjóðs Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11.11.2022 16:41
Óska eftir endurskoðun á Hvalárvirkjun og Eldvörpum á Reykjanesi Stjórn Landverndar hefur sent verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar ósk um að taka aftur til skoðunar tvö landsvæði í orkunýtingarflokki. Annars vegar Hvalárvirkjun á Vestfjörðum og hins vegar Eldvörp á Reykjanesi. 11.11.2022 16:18
Dómurinn yfir Elínborgu Hörpu stendur Tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Elínborgu Hörpu- og Önundarbur aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks skal standa. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Elínborg var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. 11.11.2022 14:22
Einn stofnenda Meniga til Landsbankans Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Viðskiptaþróunar á Einstaklingssviði Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 11.11.2022 13:19
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að skipuleggja hryðjuverk Karlmaður á þrítugsaldri sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. 10.11.2022 17:02
Guðmundur semur um fiskveiðar fyrir hönd Íslands Guðmundur Þórðarson hefur verið ráðinn í stöðu samningamanns í fiskveiðisamningum á skrifstofu sjávarútvegs í matvælaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 10.11.2022 16:21
Hussein ber vitni frá Grikklandi Hussein Hussein, hælisleitandi frá Írak, verður ekki fluttur til Íslands til þess að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli hans gegn íslenska ríkinu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi dóminn ekki hafa heimild til að gefa út sérstaka vitnakvaðningu í málinu. 10.11.2022 15:57
Mótmæltu brottvísunum hælisleitenda á málþingi um ofbeldi Fámennur hópur fólks mætti á Landssamráðsfund um ofbeldi sem stendur yfir á Grand hóteli. Hópurinn mótmælti brottvísunum hælisleitenda og kallaði „Refugees are welcome here“ og „brottvísanir eru ofbeldi“. 9.11.2022 17:00