Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Játaði að hafa ætlað að bana karlmanni með þrívíddarbyssu

Ingólfur Kjartansson, tvítugur karlmaður, gekkst í morgun við því að hafa ætlað að bana karlmanni í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti í febrúar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi og krafðist saksóknari tíu ára dóms.

Guðmundur Friðrik varð bráðkvaddur á Spáni

Guðmundur Friðrik Sigurðsson, fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Hauka og fyrrverandi formaður golfklúbbsins Keilis, er látinn 76 ára. Guðmundur Friðrik varð bráðkvaddur í golfferð á Spáni í síðustu viku.

Birtir kveðjuræðu sem átti að flytja hefði Ragnar Þór náð kjöri

Formaður í Stéttarfélagi Vesturlands var búin að semja harðorða ræðu til að flytja undir liðnum Önnur mál á þingi ASÍ í síðustu viku viðbúin því að Ragnar Þór Ingólfsson næði kjöri sem forseti ASÍ. Svo fór ekki því Ragnar Þór og hans nánasta samstarfsfólk yfirgaf þingið í mótmælaskyni áður en gengið var til kosninga.

Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands

Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans.

Á­fram fjórar vikur í gæslu­varð­haldi

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur.

Sjá meira