Réðst á konu eftir aðgerð og veittist svo að föður hennar Karlmaður á Norðurlandi eystra sætir þriggja mánaða nálgunarbanni en hann er grunaður um að hafa beitt konu ofbeldi eftir að hún gekkst undir aðgerð. Þegar faðir konunnar reyndi að tala um fyrir manninum er hann sagður hafa veist að föðurnum. 1.4.2022 15:56
Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. 1.4.2022 13:28
Miklar tafir vegna áreksturs á Vesturlandsvegi Nokkurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi austan við Höfðabakka á sjötta tímanum í dag. 31.3.2022 17:45
Þrettán nýir ærslabelgir í Reykjavík Þrettán nýir ærslabelgir verða settir upp í Reykjavík í sumar. Ærslabelgirnir verða tveir í Grafarvogi, tveir í Háaleiti og Bústöðum, tveir í Árbæ og Norðlingaholti, þrír í Breiðholti og einn í Grafarholti og Úlfarsárdal, Kjalarnesi, Laugardal og Vesturbæ. 31.3.2022 15:08
Saksóknari undir feld í máli Arons og Eggerts Saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara hefur nú til skoðunar hvort gefin verði út ákæra í máli knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Rannsókn lögreglu er lokið, ákærusvið lögreglu hefur skilað málinu til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun í málinu. 31.3.2022 13:52
Einn fórst og nokkrir slösuðust í snjóflóðum í Noregi Einn fórst og þrír slösuðust í snjóflóði sem féll í firðinum Lyngen í Troms í Noregi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Um var að ræða hóp erlendra ferðamanna en einn til viðbótar komst úr flóðinu án meiðsla. 31.3.2022 08:56
Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31.3.2022 08:35
Svipta Aaron Ísak sigrinum í Söngkeppni framhaldsskólanna Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur ákveðið að svipta Aaron Ísak Berry sigurtitli Söngkeppni framhaldsskólanna 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að framkvæmdastjórn SÍF hafi tekið ákvörðunina í kjölfar dóms sem Aaron hlaut á dögunum. 31.3.2022 08:09
Alvarleg líkamsárás á starfsmann Vinakots Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar alvarlega líkamsárás sem beindist gegn starfsmanni í einu af búsetuúrræðum Vinakots í síðustu viku. Starfsmaðurinn hefur lýst því á samfélagsmiðlum hvernig hann hafi fengið mjög mörg þung höfuðhögg og þurfi að notast við hjólastól til að komast á mili staða. 30.3.2022 15:56
Tvö þýsk herskip komin til Reykjavíkur Tvö þýsk herskip komu til hafnar við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Þau liggja þar við bryggju. Á Marine Traffic má sjá að annað þeirra ber nafnið Schleswig Holstein en hitt Sachsen eftir samnefndum þýskum sambandslöndum. 30.3.2022 10:15