Enn langt í að niðurstaða fáist í hoppukastalaslysið á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júní 2022 12:13 Frá vettvangi hoppukastalaslyssins á Akureyri 1. júlí árið 2021. Vísir/Lillý Saksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra telur líklegt að óskað verði eftir dómkvöddum matsmanni til að meta hvernig hoppukastali, sem tókst á loft með hrikalegum afleiðingum á Akureyri í fyrrasumar, var festur. Rannsókn málsins er sögð á lokastigi. Eftir niðurstöðu matsmanns fer málið til ákærusviðs lögreglu sem mun gefa sér tíma til að meta hvort gefin verði út ákæra. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en afleiðingar slyssins voru meðal annars þær að sex ára stúlka slasaðist alvarlega. Eyþór Þorbergsson, aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, segir í samtali við RÚV reikna með því að einhverjir mánuðir séu enn í að niðurstaða fáist frá dómkvöddum matsmanni. Í framhaldinu þarf saksóknari að ákveða hvort ákært verði í málinu. Það var þann 1. júlí í fyrra sem risastór hoppukastali, sem komið hafði verið fyrir við Skautahöllina á Akureyri, tókst á loft. Kastalinn ber nafnið Skrímslið en hann hafði verið fluttur norður í land. Hópslysaáætlun Almannavarna var virkjuð og allt tiltækt til slökkviliðs og lögreglu í Eyjafirði sent á staðinn. Leitað var að börnum við kastalann en fjöldi fólks er á Akureyri vegna N1-fótboltamóts 5. flokks karla sem var nýhafið. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að kastalinn hefði verið festur niður samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda. Hann taldi að einhver festing hefði að líkindum gefið sig. Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, sagði að aldrei hefði komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. „Það er verklag hjá okkur að skoða leiktæki sem koma til Akureyrarbæjar og víðar í tengslum við bæjarhátíðir og annað,“ sagði Alfreð. Hann benti einnig á að kröfur væru gerðar til rekstraraðila hoppukastala um að fylgja leiðbeiningum frá framleiðandanum. Hann gæti ekki fullyrt að frágangi kastalans hafi verið ábótavant en sagði hugsanlegt að veðuraðstæður hafi verið yfir viðmiðunarmörkum. Aðstandendur stúlkunnar sem slasaðist, hin sex ára gamla Klara, hófu í ársbyrjun söfnun til styrktar stúlkunni og fjölskyldu hennar. „Við ætlum að sýna stuðning okkar í verki með því að taka þátt og styðja við móðir Klöru sem hefur fundið styrkinn í því að fara út og hreyfa sig og vera út í náttúrunni, sagði Ásthildur Björnsdóttir, frænka Klöru, í Reykjavík síðdegis í janúar. Öryggisatriði til að hafa í huga Árið 2018 fundaði öryggissvið Neytendastofu með kollegum frá Noregi og Svíþjóð, meðal annars um öryggi hoppukastala. Þar voru helstu öryggismál dregin saman. 1. Fullorðnir þurfa alltaf að fylgjast með - slysin verða oftast þegar of margir hoppa á sama tíma. 2. Setja hoppukastalann upp á mjúku undirlagi og gæta þess að autt svæði sé í kringum kastalann. Höggdempandi undirlag ætti að vera til staðar við inn og útgönguleiðir hoppukastalans. 3. Festa hoppukastala vel og gæta þess að hann sé heill og uppblásinn. Ef vindur er meira en 8 m/s skal hoppukastalinn ekki vera settur upp. Hoppukastalaslys á Akureyri Akureyri Lögreglumál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en afleiðingar slyssins voru meðal annars þær að sex ára stúlka slasaðist alvarlega. Eyþór Þorbergsson, aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, segir í samtali við RÚV reikna með því að einhverjir mánuðir séu enn í að niðurstaða fáist frá dómkvöddum matsmanni. Í framhaldinu þarf saksóknari að ákveða hvort ákært verði í málinu. Það var þann 1. júlí í fyrra sem risastór hoppukastali, sem komið hafði verið fyrir við Skautahöllina á Akureyri, tókst á loft. Kastalinn ber nafnið Skrímslið en hann hafði verið fluttur norður í land. Hópslysaáætlun Almannavarna var virkjuð og allt tiltækt til slökkviliðs og lögreglu í Eyjafirði sent á staðinn. Leitað var að börnum við kastalann en fjöldi fólks er á Akureyri vegna N1-fótboltamóts 5. flokks karla sem var nýhafið. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að kastalinn hefði verið festur niður samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda. Hann taldi að einhver festing hefði að líkindum gefið sig. Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, sagði að aldrei hefði komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum. „Það er verklag hjá okkur að skoða leiktæki sem koma til Akureyrarbæjar og víðar í tengslum við bæjarhátíðir og annað,“ sagði Alfreð. Hann benti einnig á að kröfur væru gerðar til rekstraraðila hoppukastala um að fylgja leiðbeiningum frá framleiðandanum. Hann gæti ekki fullyrt að frágangi kastalans hafi verið ábótavant en sagði hugsanlegt að veðuraðstæður hafi verið yfir viðmiðunarmörkum. Aðstandendur stúlkunnar sem slasaðist, hin sex ára gamla Klara, hófu í ársbyrjun söfnun til styrktar stúlkunni og fjölskyldu hennar. „Við ætlum að sýna stuðning okkar í verki með því að taka þátt og styðja við móðir Klöru sem hefur fundið styrkinn í því að fara út og hreyfa sig og vera út í náttúrunni, sagði Ásthildur Björnsdóttir, frænka Klöru, í Reykjavík síðdegis í janúar. Öryggisatriði til að hafa í huga Árið 2018 fundaði öryggissvið Neytendastofu með kollegum frá Noregi og Svíþjóð, meðal annars um öryggi hoppukastala. Þar voru helstu öryggismál dregin saman. 1. Fullorðnir þurfa alltaf að fylgjast með - slysin verða oftast þegar of margir hoppa á sama tíma. 2. Setja hoppukastalann upp á mjúku undirlagi og gæta þess að autt svæði sé í kringum kastalann. Höggdempandi undirlag ætti að vera til staðar við inn og útgönguleiðir hoppukastalans. 3. Festa hoppukastala vel og gæta þess að hann sé heill og uppblásinn. Ef vindur er meira en 8 m/s skal hoppukastalinn ekki vera settur upp.
Hoppukastalaslys á Akureyri Akureyri Lögreglumál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira