Skrifstofa Mannlífs eftir harðsvírað innbrot: „Ekki menn ruglaðir af dópi, þetta eru útsendarar“ Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Reyni Traustasyni ritstjóra er illa brugðið; honum líður eins og honum hafi verið misþyrmt, stunginn í bakið. Hér sé um verk útsendara að ræða. 21.1.2022 13:00
Tryggvi Þór lætur af störfum sem forstjóri RARIK Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann verður þó áfram starfsmaður RARIK og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra og enn fremur í sérstökum verkefnum. 21.1.2022 11:00
Bein útsending: Óumbeðnar typpamyndir og kynlífsmyndbönd sem lekið er á netið Rights and Equality Foundation (NORDREF) standa fyrir málþingi í dag klukkan 9. Á dagskrá er umræða um stafræn brot gegn kynferðislegri friðhelgi og áhrif þess á mannréttindavernd, lýðræðisþátttöku og menningu. Málþingið stendur til hádegis. 21.1.2022 08:31
Slagorð ferðarinnar er „ekkert kjaftæði!“ Það er óhætt að segja að stemmningin hafi verið mjög góð í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar spenntir stuðningsmenn íslenska landsliðsins nálguðust draumaferðina sína. Karlalandsliðið í handbolta leikur gegn Dönum í milliriðli EM í kvöld og 77 stuðningsmenn fóru með flugvél utan nú um klukkan ellefu. 20.1.2022 11:30
Guðni forseti á meðal 77 ferðalanga á leið á Danaleikinn Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er á meðal 77 stuðningsmanna Íslands sem eru á leið í loftið með flugi til Búdapest í dag. Fram undan er landsleikur gegn Dönum í kvöld en um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli EM í handbolta. 20.1.2022 10:56
Leggja til sérstakan saksóknara kynferðisbrota og að bætur verði dregnar frá launum Aktívistahópurinn Öfgar leggur til að komið verði á fót embætti sérstaks saksóknara í kynferðisbrotamálum hér á landi. Gagnger endurskoðun þurfi að fara fram á dómskerfinu, rífa það upp með rótum og byggja það upp að nýju. 19.1.2022 16:39
Vonarstjarna Frakka lést eftir skíðaslys Franski leikarinn Gaspard Ulliel, vonarstjarna í franskri kvikmyndagerð og stjarna í Moon Knight þáttum Marvel sem frumsýndir verða í mars, er látinn eftir skíðaslys. AFP fréttaveitan greinir frá. 19.1.2022 15:33
186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil. 19.1.2022 15:14
Örmagna göngumanni bjargað við Keili Björgunarsveitarfólk kom göngumanni til bjargar norðvestur af Keili eftir hádegið í dag eftir neyðarkall hans vegna þreytu. Viðkomandi hringdi í Neyðarlínuna klukkan 13 og var hann kominn upp í björgunarsveitarbíl þremur og hálfri klukkustund síðar. 18.1.2022 16:50
Vilja skoða fleiri kosti og krefja Willum svara Félag atvinnurekenda hefur sent Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra erindi þar sem settar eru fram sex spurningar til ráðherra um hvaða valkostir hafi verið til skoðunar áður en tekin var ákvörðun um að herða sóttvarnaaðgerðir stórlega í lok síðustu viku. 18.1.2022 12:58