Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2022 14:51 Átökin brutust út við Vallaskóla á Selfossi. Árborg Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn. Rúmar tvær vikur eru síðan Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna vísbendinga um að börn á Selfossi boðuðu til átaka, tæki þau upp og deildu á samfélagsmiðlum. Málið væri litið alvarlegum augum. Átökin í morgun urðu fyrir utan Engjavegsanddyrið á Sólvöllum. Guðbjartur Ólason, skólastjóri í Vallaskóla, segir í tölvupóstinum að starfsfólk skólans hafa komið fljótt á vettvang og brugðist fagmannlega við. Enginn hafi hlotið verulega áverka í átökunum. „Atvikið er litið alvarlegum augum og fór af stað viðbragð, viðeigandi aðila, þ.e. lögreglu og barnaverndar,“ segir Guðbjartur. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig um atburðarásina og vísar til rannsóknarhagsmuna. Grunur sé uppi um að myndskeið af atvikinu sé til og í dreifingu. Biðlar Guðbjartur til foreldra að leita til lögreglu telji þeir að börn þeirra hafi myndskeiðið undir höndum. „Það slær okkur óhug þegar svona gerist en um leið er ég óskaplega feginn að ekki fór ferr,“ segir Guðbjartur. Starfsfólk hafi af hugrekki beitt sér í aðstæðunum, róað nemendur og fylgst með líðan þeirra. Málið sé nú í höndum skólastjóra og fyrrnefndra yfirvalda. Starfsfólk hafi fengið þau fyrirmæli að fylgjast áfram vel með líðan nemenda og beina þeim sem líður illa til viðtals hjá náms- og starfsráðgjafa. Þá eru foreldrar beðnir um að fylgjast með líðan barna sinna. Guðbjartur hyggst ávarpa nemendur á unglingastigi á sal á morgun. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Barnavernd Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Myndbönd í dreifingu af ofbeldi barna á Selfossi Vísbendingar eru um að börn á Selfossi boði til átaka, taki þau upp og deili svo á samfélagsmiðlum eða á öðrum vefsíðum á Internetinu. 14. febrúar 2022 16:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Rúmar tvær vikur eru síðan Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna vísbendinga um að börn á Selfossi boðuðu til átaka, tæki þau upp og deildu á samfélagsmiðlum. Málið væri litið alvarlegum augum. Átökin í morgun urðu fyrir utan Engjavegsanddyrið á Sólvöllum. Guðbjartur Ólason, skólastjóri í Vallaskóla, segir í tölvupóstinum að starfsfólk skólans hafa komið fljótt á vettvang og brugðist fagmannlega við. Enginn hafi hlotið verulega áverka í átökunum. „Atvikið er litið alvarlegum augum og fór af stað viðbragð, viðeigandi aðila, þ.e. lögreglu og barnaverndar,“ segir Guðbjartur. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig um atburðarásina og vísar til rannsóknarhagsmuna. Grunur sé uppi um að myndskeið af atvikinu sé til og í dreifingu. Biðlar Guðbjartur til foreldra að leita til lögreglu telji þeir að börn þeirra hafi myndskeiðið undir höndum. „Það slær okkur óhug þegar svona gerist en um leið er ég óskaplega feginn að ekki fór ferr,“ segir Guðbjartur. Starfsfólk hafi af hugrekki beitt sér í aðstæðunum, róað nemendur og fylgst með líðan þeirra. Málið sé nú í höndum skólastjóra og fyrrnefndra yfirvalda. Starfsfólk hafi fengið þau fyrirmæli að fylgjast áfram vel með líðan nemenda og beina þeim sem líður illa til viðtals hjá náms- og starfsráðgjafa. Þá eru foreldrar beðnir um að fylgjast með líðan barna sinna. Guðbjartur hyggst ávarpa nemendur á unglingastigi á sal á morgun.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Barnavernd Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Myndbönd í dreifingu af ofbeldi barna á Selfossi Vísbendingar eru um að börn á Selfossi boði til átaka, taki þau upp og deili svo á samfélagsmiðlum eða á öðrum vefsíðum á Internetinu. 14. febrúar 2022 16:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Myndbönd í dreifingu af ofbeldi barna á Selfossi Vísbendingar eru um að börn á Selfossi boði til átaka, taki þau upp og deili svo á samfélagsmiðlum eða á öðrum vefsíðum á Internetinu. 14. febrúar 2022 16:15