Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Viðbrögð Willum við minnisblaði Þórólfs

Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögur vegna stöðunnar í faraldrinum hér á landi.

Dáist að hugrökkum konum sem ræða um skipulagt ofbeldi

Forseti Alþýðusambands Íslands segir dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum í íslensku samfélagi. Konur af hennar kynslóð hafi hvíslast á um einstaka menn og varað aðrar konur við þeim.

Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi

Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu.

Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi.

Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin.

„Með Covid-19“ en ekki lengur „vegna Covid-19“

Landspítalinn uppfærði í dag orðalag sitt í daglegum tilkynningum um stöðuna á spítalanum. Áður kom þar fram hve margir sjúklingar lægju inni „vegna“ Covid-19 en í dag var orðalaginu breytt í „með“ Covid-19. Tvö börn liggja inni á barnadeild Landspítalans með Covid-19.

Elstu bekkir í Laugarnesskóla verða heima

Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. bekk og upp í 6. bekk, hefur ákveðið að nemendur í elstu tveimur árgöngunum mæti ekki í skólann þessa vikuna. Endurskoða á stöðuna í lok viku. Ástæðan er forföll kennara vegna kórónuveirufaraldursins. Yngri krakkar fá forgang í skólann.

Sjá meira