Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Manuela sýknuð þriðja sinni og nú í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur sem gefið var að sök að hafa svipt barnsfeður sína tvo valdi og umsjón með börnum þeirra. Kom meðal annars fram í dómi Hæstaréttar að réttur foreldris með lögheimili barnanna væri ríkari til að taka ákvarðanir um málefni þess.

Bilun í NATO-strengnum og unnið að viðgerð

Ljósleiðarastrengur Mílu á milli Hegraness og Hóla í Hjaltadal fór í sundur eftir hádegi í dag. Fram kemur í tilkynningu á vef Mílu að bilanagreining standi yfir. Samstarfsaðili Mílu er á leiðinni á staðinn.

Aftur skelfur jörð við Vatnafjöll

Jarðskjálfti 3,8 að stærð varð einn kílómetra Norðnorðvestur af Vatnafjöllum klukkan 13:21 í dag. Skjálftinn fannst vel á svæðinu og meðal annars í Þjórsárdal.

Krefst þyngri dóms yfir Angjelin og að hin þrjú verði dæmd sek

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir.

Stórkostlegir þjónar, grímulöggur og sveit full af sjarma

Klukkan er farin að ganga sex á miðvikudegi. Kominn tími til að loka tölvunni. Vinnudegi lokið. En ekki deginum. Ó nei. Fram undan er rokk í Reykjavík. Wine, dine og tónleikar með einni vinsælustu hljómsveit Íslands fyrr og síðar.

Ekkja og dóttir Sigurjóns taka við safninu á ný

Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, fagnar því að náðst hafi samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns í Laugarnesi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gengið frá samningi við rekstrarfélag í eigu Birgittu og Hlífar dóttur Sigurjóns.

Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram

Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt.

Sjá meira