Pallborðið: Hvíslað um kynferðisbrot Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 12. janúar 2022 12:59 Hvað má og hvað má ekki segja þegar fjallað er um kynferðisbrot? Vísir/Vilhelm Hvað mega þolendur og fjölmiðlar segja þegar kemur að kynferðisbrotamálum? Má nafngreina meinta gerendur og hvað gerist þegar enginn vill segja neitt? Um þetta og fleira var rætt í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi sem Hólmfríður Gísladóttir stjórnaði. Gestir þáttarins voru Edda Falak, fjármálafræðingur og stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður og Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum. Vítalía Lazareva steig fram á dögunum og sagði frá því að fimm menn hefðu farið gróflega yfir mörk sín og brotið gegn sér í tveimur aðskildum tilvikum. Umræddir menn voru nafngreindir á samfélagsmiðlum í haust, í færslu sem var tekin út stuttu síðar, og málið lá í dvala þar til nú þar sem fjölmiðlar náðu ekki í neinn til að tjá sig um ásakanirnar. Þolendur sem hafa tjáð sig um reynslu sína hafa mátt sæta hótunum um lögsóknir og fjölmiðlamenn verið dæmdir fyrir meiðyrði þegar þeir hafa haft eftir viðmælendum. Eru teikn á lofti um að mörkin um hvað er ásættanlegt í þessu samhengi séu að færast til? Að rétturinn og frelsið til að segja frá sé að færast ofar í forgangsröðina heldur en réttur manna til að vera nafnlausir þar til þeir hafa verið dæmdir sekir af dómstólum? Þetta og fleira í Pallborðinu, sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Þá má finna helstu umræðuefni þáttarins í textalýsingu í vaktinni hér að neðan.
Gestir þáttarins voru Edda Falak, fjármálafræðingur og stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður og Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum. Vítalía Lazareva steig fram á dögunum og sagði frá því að fimm menn hefðu farið gróflega yfir mörk sín og brotið gegn sér í tveimur aðskildum tilvikum. Umræddir menn voru nafngreindir á samfélagsmiðlum í haust, í færslu sem var tekin út stuttu síðar, og málið lá í dvala þar til nú þar sem fjölmiðlar náðu ekki í neinn til að tjá sig um ásakanirnar. Þolendur sem hafa tjáð sig um reynslu sína hafa mátt sæta hótunum um lögsóknir og fjölmiðlamenn verið dæmdir fyrir meiðyrði þegar þeir hafa haft eftir viðmælendum. Eru teikn á lofti um að mörkin um hvað er ásættanlegt í þessu samhengi séu að færast til? Að rétturinn og frelsið til að segja frá sé að færast ofar í forgangsröðina heldur en réttur manna til að vera nafnlausir þar til þeir hafa verið dæmdir sekir af dómstólum? Þetta og fleira í Pallborðinu, sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Þá má finna helstu umræðuefni þáttarins í textalýsingu í vaktinni hér að neðan.
MeToo Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Pallborðið Mál Vítalíu Lazarevu Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira