Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun

Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun.

Már leiðréttir tölurnar: Innan við tuttugu vilja ekki láta bólusetja sig

Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítalans, segir innan við tuttugu starfsmenn Landspítalans ekki vilja láta bólusetja sig. Fram kom í pistli hans á vef Landspítalans í gær að 600 starfsmenn spítalans væru óbólusettir. Réttur fjöldi er hins vegar 480 manns segir hann í dag.

Stytting á sóttkví grunnskólabarna til skoðunar

Til skoðunar er að stytta sóttkví grunnskólabarna og gætu nýjar tillögur legið fyrir í lok vikunnar. Mennta- og menningarmálaráðherra ræddi stöðuna á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Íslendingur uppnefndur Eminem í orðastríði á Old Trafford

Birkir Snær Sigurðsson, leikmaður Grindavíkur í 4. deild og stuðningsmaður Manchester United í enska boltanum, varð fyrir aðkasti á léttum nótum um liðna helgi. Hans menn biðu lægri hlut gegn erkifjendunum í Liverpool, var í raun slátrað 5-0 á Old Trafford.

Áttatíu greindust með Covid-19 í gær

Áttaíu greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 32 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 40 prósent. 48 voru utan sóttkvíar, eða 60 prósent.

Vonar að arftakinn beri hag þolenda fyrir brjósti

Hrönn Stefánsdóttir mun um áramótin láta af störfum sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku Landspítalans. Hún færir sig yfir á geðsvið spítalans. Staða verkefnastjóra Neyðarmóttöku verður auglýst á næstunni.

Ofbeldi snertir allt samfélagið

Ofbeldi verður til umfjöllunar á málþingi Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) og Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sen fram fer á Reykjavík Natura í dag. Málþingið er haldið í samvinnu við fagdeildir FÍ í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, félagsþjónustu, fræðslu- og skólaþjónustu, fötlunarmálum, heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu.

Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar

Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir.

Sjá meira