Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Taka við allt að 120 flótta­mönnum frá Afgan­istan

Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana.

Þú getur nálgast niðurstöðu um smitið áður en símtalið berst

Undanfarinn mánuð hafa á bilinu eitt þúsund til sex þúsund manns farið í sýnatöku vegna einkenna eða sóttkvíar hjá heilsugæslum víða um land. Biðin eftir niðurstöðu getur reynst mörgum löng. Þeir sem reynast smitaðir eiga möguleika á að vita niðurstöðuna nokkru áður en símtalið berst frá göngudeild Landspítalans.

Formaður sjúkrahússlækna segir ráðherrum að hætta að hlusta á forstjórann

Theódór Skúli Sigurðsson, formaður sjúkrahússlækna, segir af og frá að mönnunarvandi sé eina vandamál Landspítalans en ekki fjármögnun.  Það megi álykta af orðum ráðherra eftir fund með forstjóra Landspítalans. Theódór segir að sparnaðaraðgerðir hafi gengið svo langt að heilbrigðisstarfsmenn hafi hreinlega átt að hætta að hjúkra og lækna. Markmiðið væri að spara.

Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar.

Styrmir Gunnars­son er látinn

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er látinn 83 ára að aldri. Óhætt er að segja að þar sé genginn einn áhrifamesti fjölmiðlamaður okkar Íslendinga. Styrmir var þungavigtarmaður í þjóðmálaumræðunni um áratuga skeið, öflugur álitsgjafi og greinandi allt þar til undir það síðasta.

Kylie Jenner á von á barni

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er ólétt. Þau Travis Scott eiga von á sínu öðru barni samkvæmt heimildum People.

Sjá meira