Afvopnaður á ríkisstjórnarfundinum á Egilsstöðum Sigurði Aðalsteinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins á Austurlandi og einum þekktasta hreindýraleiðsögumanni landsins, brá heldur betur í brún í gær þegar hann var stöðvaður á leið sinni inn á ríkisstjórnarfund á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Ástæðan var sú að Sigurður var vopnaður. 24.7.2021 14:30
Grímuskylda í Strætó ef ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð Grímuskylda verður tekin upp í vögnum Strætó frá og með morgundeginum geti viðskiptavinir eða starfsmenn ekki tryggt eins metra fjarlæðgarmörk. Gilda reglurnar jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. 24.7.2021 14:15
Löng bílaröð á Suðurlandsvegi eftir þriggja bíla árekstur Árekstur varð á Þjóðvegi 1 nærri Hveragerði í hádeginu í dag. Löng bílaröð nær nú eftir Suðurlandsvegi frá Hveragerði og upp Kambana. 24.7.2021 13:38
Kristján Þór skipar Benedikt ráðuneytisstjóra Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Benedikt Árnason í embætti ráðuneytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Benedikt tekur við af Kristjáni Skarphéðinssyni fráfarandi ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 24.7.2021 12:38
Fundu gosfara í svartaþoku eftir tveggja tíma leit Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út í morgun til leitar að tveimur einstaklingum við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Svartaþoka og rigning var á svæðinu en eftir um tveggja klukkustunda leit fannst fólkið. 24.7.2021 11:58
Þörfin til staðar en samkoman ekki áhættunnar virði Skipuleggjendur Druslugöngunnar í Reykjavík segjast hafa fundið mikla þörf fyrir gönguna í ár. Áhættan af hópamyndun á tvísýnum tíma í kórónuveirufaraldrinum hafi þó verið of mikil og því ákveðið að fresta göngunni. Hún gæti þó farið fram í haust. 24.7.2021 11:51
Ótrúleg breyting að hægt verði að aka börnum örugga vegi í skólann Sveitastjóri Reykhólahrepps fagnar nýundirrituðum samningi Vegagerðarinnar við landeigendur Grafar í Þorskafirði sem gefur vegagerð um Gufudalssveit grænt ljós. Bættar samgöngur muni breyta öllu fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. 24.7.2021 11:24
95 greindust smitaðir innanlands í gær Níutíu og fimm greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna á einum degi á þessu ári. Stærstur hluti smitaðra var utan sóttkvíar eða 75. Þá eru fjórir eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 76 greindust í fyrradag og 78 daginn þar á undan. 24.7.2021 10:54
Örtröð á Keflavíkurflugvelli í morgun Fullt var út úr dyrum og gott betur en það á Keflavíkurflugvelli í morgun. Sextán flugvélar hófu sig á loft fyrir klukkan níu í morgun og 34 vélar til viðbótar fljúga utan síðar í dag. 24.7.2021 09:29
Þýðir ekki að vola í veirufári Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það væri ólíkt okkur Íslendingum að gefast upp og vola eftir að hafa sýnt svo lengi hvað í þjóðinni búi í veirufárinu. Guðni tjáir sig á Facebook í kjölfar þess að 200 manna samkomubann var kynnt til leiks sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. 24.7.2021 09:08
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent