Bogi afhenti Boga fyrsta Verndarvænginn Icelandair Group og Slysavarnafélagið Landsbjörg skrifuðu í gær undir áframhaldandi samstarfssamning til næstu fimm ára en félagið hefur frá árinu 2014 verið einn af aðalstyrktaraðilum Landsbjargar. Samningurinn var undirritaður við einn vinsælasta ferðamannastað landsins um þessar mundir, gosstöðvarnar í Geldingadölum. 7.7.2021 13:49
Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. 7.7.2021 11:34
Símamótið kveður númerin og fer nýjar leiðir við nafngjöf Mótstjórn Símamótsins og Knattspyrnudeild Breiðabliks hvetja félög til þess að leggja niður númeraröðun liða í yngstu flokkunm. Mælt er með því að skíra liðin eftir íslensku knattspyrnufólki. Knattspyrnukonum í tilfelli Símamótsins sem hefst í Kópavogi á föstudag. 7.7.2021 11:00
Bein útsending: Drífa Snædal yfirheyrir Sigurð Inga Alþýðusamband Íslands stendur í aðdraganda Alþingiskosninganna í haust fyrir röð samtala við forystufólk flokkanna. 7.7.2021 09:22
Ekki keypt jafn mikinn gjaldeyri í rúm fjögur ár Íslenska krónan styrktist á móti evru í júní, en veiktist á móti Bandaríkjadal. Af átján viðskiptadögum í júní greip Seðlabanki Íslands inní á markaðinn sex daga, öll skiptin á kauphliðinni. Seðlabankinn keypti evrur fyrir 18,2 milljarða króna sem eru mestu kaup í einum mánuði síðan í febrúar 2017. 6.7.2021 16:26
Trúðu ekki sínum eigin Flamenco-augum á ferð um landið Reynir Hauksson gítarleikari segir spænska vini sína ekki hafa trúað eigin augum á ferðalagi sínu hringinn í kringum landið. Reynir og spænsku vinirnir eru á ferðalagi um landið til að hafa áhrif á fólk með Flamenco tónlist og dansi. 6.7.2021 16:01
Vilja hafa upp á bréfritara úr utanríkisráðuneytinu Fjölskylda Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í Sýrlandi reynir nú að hafa upp á óþekktum bréfritara sem heldur því fram að einstaklingur í utanríkisráðuneytinu hafi unnið að því að þagga málið niður. 6.7.2021 15:37
Axla ábyrgð, hætta með þáttinn og biðja íbúa í Eyjum afsökunar Snæbjörn Brynjarsson og Heiðar Sumarliðason sem haldið hafa úti útvarpsþættinum Eldur og brennisteinn, fyrst á X-inu og síðar á Vísi, hafa ákveðið að láta staðar numið með þáttinn. 6.7.2021 14:14
830 milljóna króna gjaldþrot bílaleigu Skiptum á þrotabúi bílaleigunnar GK-ACR ehf. er lokið en lýstum kröfum í þrotabúið námu 827 milljónum króna. Bílaleigan, sem áður hét Auto Car Rental, var úrskurðuð gjaldþrota í febrúar 2019. 6.7.2021 13:50
Ljúka hringnum eftir gott bæjarráp með sjóriðu í Eyjum Seiglan, hópur kvenna sem siglt hefur skútu í kringum landið, siglir inn í Reykjavíkurhöfn klukkan 14 í dag. Tekið verður á móti þeim við Norðurbakka. 6.7.2021 11:41
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent