Bein útsending: Uppbygging húsnæðis í Reykjavík til framtíðar Framtíðaruppbygging húsnæðis í Reykjavíkurborg verður til umræðu á fundi um grænt húsnæði klukkan 9 í dag. 21.5.2021 08:16
Vara við mengun af völdum brennisteinsdíoxíðs Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við því að líkur séu á mengun í borginni í dag og næstu daga af völdum brennisteinsdíoxíðs. Hækkuð gildi hafi mælst síðastliðinn sólarhring. 20.5.2021 13:51
Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20.5.2021 13:04
Jón Ársæll sýknaður í máli vegna Paradísarheimtar Jón Ársæll Þórðarson, Steingrímur Jón Þórðarson og Ríkisútvarpið hafa verið sýknuð í einkamáli sem viðmælandi í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt höfðaði á hendur þeim. Var krafist fjögurra milljóna króna miskabóta og sagði konan viðtöl við sig hafa verið birt án samþykkis hennar. 20.5.2021 12:26
Gæslan samþykkti tillögu Áslaugar og metur fimm tilboð Nýlega efndu Ríkiskaup og Landhelgisgæsla Íslands til útboðs vegna kaupa á nýju varðskipi sem ljóst er að mun fá nafnið Freyja. Fimm tilboð bárust að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 20.5.2021 10:37
Svona var 181. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnir og Embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar vegna Covid-19 á Höfðatorgi klukkan 11:03. 20.5.2021 10:01
Bein útsending: Fundur Norðurskautsráðsins Norðurskautsráðið kemur saman til fundar í Hörpu í dag. Fundurinn í Reykjavík markar lokin á tveggja ára formennsku Íslands í ráðinu. 20.5.2021 08:00
Gísli Marteinn: Hópurinn farið varlega og sérstaklega Gagnamagnið Gísli Marteinn Baldursson, kynnir Íslands í Eurovision, segir að smit hjá meðlimi Gagnamagnsins hafi komið íslenska hópnum í opna skjöldu. Hópurinn hafi farið einstaklega varlega í Rotterdam en allt hafi komið fyrir ekki. 19.5.2021 12:42
Bein útsending: Drífa yfirheyrir Halldóru Mogensen Alþýðusamband Íslands stendur í aðdraganda Alþingiskosninganna í haust fyrir röð samtala við forystufólk flokkanna. 19.5.2021 10:02
Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. 18.5.2021 15:53
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent